Spice selt utan fangelsisveggja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Spice er manngert kannabis og getur tekið nánast hvaða form sem er. Algengast er að það sé líkt eftir kryddi og þaðan kemur nafnið. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að fíkniefnið Spice, sem hingað til hefur nánast eingöngu verið notað af föngum, sé komið út fyrir veggi fangelsa hér á landi og sé að ná almennri útbreiðslu á íslenskum fíkniefnamarkaði. Efnið er stórhættulegt og hefur dregið fjölmarga til dauða, en í janúar síðastliðnum þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að þrír fangar á Litla-Hrauni misstu meðvitund vegna ofskömmtunar af Spice. Spice er nýjasta tískudópið á Litla-Hrauni, en hefur ekki náð miklum vinsældum utan fangelsisins. Samkvæmt eftirgrennslan Fréttablaðsins er talsvert um sölu Spice á Facebook. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, segist taka eftir söluaukningu á Spice utan fangelsanna, sem sé mikið áhyggjuefni. Blaðamannafundur. Lögregla. Birna Brjánsdóttir. Mannshvarf. GrÃmur GrÃmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuvísir/anton brink„Þetta er eitthvað sem var hægt að sjá fyrir. Fangelsin endurspegla svolítið það sem mun gerast í þjóðfélaginu, því neysla á nýjum fíkniefnum hefst oftast fyrst í fangelsum, og svo er bara tímaspursmál hvenær þau eru komin inn í samfélagið. Þetta er bara þróunin og það eru allar líkur á því að Spice verði að faraldri,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að til séu mörg hundruð tegundir af Spice. Fíkniefnið sé manngert og því ómögulegt að vita hvaða efni séu sett í það. „Þetta er mjög hættulegt efni og við hjá Afstöðu höfum miklar áhyggjur af þessu. Við erum til dæmis að sjá það í fangelsunum að það er verið að kalla til lækna og menn eru að fara í hjartastopp, og það verður mjög alvarlegt þegar þetta dóp verður að faraldri á Íslandi,“ segir Guðmundur Ingi hjá Afstöðu. Spice telst til löglegra efna hér á landi, en listi yfir ólögleg fíkniefni hefur ekki verið uppfærður frá 2001. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir að þar af leiðandi séu þessi fíkniefni ekki haldlögð..Hann segist vita til þess að efnið sé í dreifingu, en ekki hvort það hafi náð mikilli dreifingu. „Þessar upplýsingar byggi ég bara á því sem er að koma inn til okkar. Spice er ekki á lista yfir ólögleg fíkniefni og þar af leiðandi væri ekkert sem við gætum gert í því – það er ekkert til að leggja hald á. Það er hins vegar eitthvað sem er alveg hægt að gagnrýna, það hvað efni eru lengi að komast inn á þennan lista,“ segir Grímur. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns, segir að sífellt sé verið að auka eftirlit með notkun efnisins. Starfsfólk sé með meiri kunnáttu og þekkingu á meðhöndlun þess en áður. „Við þekkjum betur einkenni manna sem eru undir áhrifum og erum vakandi fyrir ákveðnum hlutum sem við erum að finna í klefunum og geta mögulega verið Spice,“ segir Halldór. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Vísbendingar eru um að fíkniefnið Spice, sem hingað til hefur nánast eingöngu verið notað af föngum, sé komið út fyrir veggi fangelsa hér á landi og sé að ná almennri útbreiðslu á íslenskum fíkniefnamarkaði. Efnið er stórhættulegt og hefur dregið fjölmarga til dauða, en í janúar síðastliðnum þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að þrír fangar á Litla-Hrauni misstu meðvitund vegna ofskömmtunar af Spice. Spice er nýjasta tískudópið á Litla-Hrauni, en hefur ekki náð miklum vinsældum utan fangelsisins. Samkvæmt eftirgrennslan Fréttablaðsins er talsvert um sölu Spice á Facebook. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, segist taka eftir söluaukningu á Spice utan fangelsanna, sem sé mikið áhyggjuefni. Blaðamannafundur. Lögregla. Birna Brjánsdóttir. Mannshvarf. GrÃmur GrÃmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuvísir/anton brink„Þetta er eitthvað sem var hægt að sjá fyrir. Fangelsin endurspegla svolítið það sem mun gerast í þjóðfélaginu, því neysla á nýjum fíkniefnum hefst oftast fyrst í fangelsum, og svo er bara tímaspursmál hvenær þau eru komin inn í samfélagið. Þetta er bara þróunin og það eru allar líkur á því að Spice verði að faraldri,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að til séu mörg hundruð tegundir af Spice. Fíkniefnið sé manngert og því ómögulegt að vita hvaða efni séu sett í það. „Þetta er mjög hættulegt efni og við hjá Afstöðu höfum miklar áhyggjur af þessu. Við erum til dæmis að sjá það í fangelsunum að það er verið að kalla til lækna og menn eru að fara í hjartastopp, og það verður mjög alvarlegt þegar þetta dóp verður að faraldri á Íslandi,“ segir Guðmundur Ingi hjá Afstöðu. Spice telst til löglegra efna hér á landi, en listi yfir ólögleg fíkniefni hefur ekki verið uppfærður frá 2001. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir að þar af leiðandi séu þessi fíkniefni ekki haldlögð..Hann segist vita til þess að efnið sé í dreifingu, en ekki hvort það hafi náð mikilli dreifingu. „Þessar upplýsingar byggi ég bara á því sem er að koma inn til okkar. Spice er ekki á lista yfir ólögleg fíkniefni og þar af leiðandi væri ekkert sem við gætum gert í því – það er ekkert til að leggja hald á. Það er hins vegar eitthvað sem er alveg hægt að gagnrýna, það hvað efni eru lengi að komast inn á þennan lista,“ segir Grímur. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns, segir að sífellt sé verið að auka eftirlit með notkun efnisins. Starfsfólk sé með meiri kunnáttu og þekkingu á meðhöndlun þess en áður. „Við þekkjum betur einkenni manna sem eru undir áhrifum og erum vakandi fyrir ákveðnum hlutum sem við erum að finna í klefunum og geta mögulega verið Spice,“ segir Halldór.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira