Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Kristín Ólafsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 11:45 H&M sendi íslenskum áhrifavöldum boðskortin í gær en opnunarhófið verður haldið fimmtudaginn 24. ágúst. Manuela Ósk Harðardóttir er ein þeirra sem fékk boðskort. Vísir Tískurisinn H&M hefur sent út boðskort í opnunarhóf aðalverslunar sinnar á Íslandi. Verslunin verður opnuð í Smáralind í lok þessa mánaðar en helstu tískuáhrifavöldum landsins hefur verið boðið í fyrirpartí sem haldið verður fimmtudaginn 24. ágúst, tveimur dögum fyrir eiginlega opnun. Í opnunarhófinu býðst viðtakendum boðskortsins að versla flíkur tískumerkisins á 20 prósent afslætti.Fá afslátt og mega taka með sér vinÍ boðskortinu, sem sent var út í gær, er komu H&M hingað til lands fagnað. Handhöfum boðskortsins er boðið í samkvæmi fimmtudaginn 24. ágúst klukkan 19 en ljóst er að margir helstu áhrifavaldar og lífsstílsbloggarar innan íslenska tískuheimsins hafa fengið boðskortið sent. Verslunin verður svo opnuð fyrir almenning laugardaginn 26. ágúst.Boðskortið þykir mjög veglegt en athygli vekur að það er á ensku.Vísir/Sylvía RutSamkvæmið verður haldið í svokallaðri „flagship store“, eða aðalverslun, H&M á Íslandi í Smáralind. Íslenskum tískulaukum, eða „trendsetters“ svokölluðum, er enn fremur boðið að versla H&M-flíkur í opnunarhófinu á veglegum afslætti og sleppa þar með við röðina á laugardeginum, hinum eiginlega opnunardegi. „Njóttu þess að versla með 20 prósent afslætti af öllu í versluninni,“ er skrifað í boðskortinu. Þá er handhöfum boðskortsins boðið að taka með sér einn gest á viðburðinn þann 24. ágúst „Taktu með þér vin með tískuvit og vertu með okkur eftirminnilega kvöldstund,“ stendur enn fremur í boðskortinu en athygli vekur að allur texti er á ensku.Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland, er ein þeirra sem fékk boðskort á viðburð H&M.Manuela Ósk HarðardóttirÍslendingar nú þegar einsleitir í klæðaburðiManuela Ósk Harðardóttir er ein þeirra sem fékk boðskort á viðburðinn. Í samtali við Vísi segist hún ætla að mæta ef hún verður á landinu en hún stundar nám í Los Angeles. Hún er ánægð með komu H&M til Íslands og segir að þetta muni auka úrvalið á Íslandi sem sé mjög fínt. „Þetta er bara jákvætt. Ég hef aldrei verið þessi sjúka H&M týpa en auðvitað er þetta spennandi.“ Manuela heldur að þetta muni samt ekki hafa mikil áhrif á fatastíl Íslendinga. „Mér finnst íslendingar yfirhöfuð svolítið einsleitir í klæðaburði og það kemur alltaf einhver tískubylgja í hvert sinn, sem flestir fylgja.“ Auk Manuelu hafa þær Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning, lífsstílsbloggararnir Guðrún Helga Sortveit og Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir, Erna Hreinsdóttir, fyrrum ritstjóri Nýs Lífs, Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, fjölmiðlakona, fengið boðskort í opnunarhóf H&M þann 24. ágúst næstkomandi.Fyrsti gesturinn fær 25 þúsund króna gjafabréfVerslun H&M í Smáralind mun vera á tveimur hæðum og ná yfir rými sem er 3.000 fermetrar. Þá verða tvær H&M-verslanir opnaðar til viðbótar í Kringlunni og í miðbæ Reykjavíkur.Þeir sem fengu boðskort í opnunarhóf H&M munu líklega sleppa við raðir á hinum eiginlega opnunardegi.Vísir/Sylvía RutBúist er við miklum mannfjölda í Smáralind á sjálfan opnunardaginn 26. ágúst en fyrstu þúsund gestirnir munu fá gjafakort í verslunina. Fyrsti einstaklingurinn í röðinni fær gjafabréf að andvirði 25 þúsund krónum, gestur númer tvö fær 20 þúsund króna gjafabréf og 15.000 kr. gjafabréf hlýtur þriðji gesturinn. Næstu þúsund gestir fá að gjöf 1.500 króna gjafakort í verslunina. Tengdar fréttir H&M opnar í Smáralind þann 26. ágúst Verslunin verður á tveimur hæðum og 3.000 fermetrar. 25. júlí 2017 09:32 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tískurisinn H&M hefur sent út boðskort í opnunarhóf aðalverslunar sinnar á Íslandi. Verslunin verður opnuð í Smáralind í lok þessa mánaðar en helstu tískuáhrifavöldum landsins hefur verið boðið í fyrirpartí sem haldið verður fimmtudaginn 24. ágúst, tveimur dögum fyrir eiginlega opnun. Í opnunarhófinu býðst viðtakendum boðskortsins að versla flíkur tískumerkisins á 20 prósent afslætti.Fá afslátt og mega taka með sér vinÍ boðskortinu, sem sent var út í gær, er komu H&M hingað til lands fagnað. Handhöfum boðskortsins er boðið í samkvæmi fimmtudaginn 24. ágúst klukkan 19 en ljóst er að margir helstu áhrifavaldar og lífsstílsbloggarar innan íslenska tískuheimsins hafa fengið boðskortið sent. Verslunin verður svo opnuð fyrir almenning laugardaginn 26. ágúst.Boðskortið þykir mjög veglegt en athygli vekur að það er á ensku.Vísir/Sylvía RutSamkvæmið verður haldið í svokallaðri „flagship store“, eða aðalverslun, H&M á Íslandi í Smáralind. Íslenskum tískulaukum, eða „trendsetters“ svokölluðum, er enn fremur boðið að versla H&M-flíkur í opnunarhófinu á veglegum afslætti og sleppa þar með við röðina á laugardeginum, hinum eiginlega opnunardegi. „Njóttu þess að versla með 20 prósent afslætti af öllu í versluninni,“ er skrifað í boðskortinu. Þá er handhöfum boðskortsins boðið að taka með sér einn gest á viðburðinn þann 24. ágúst „Taktu með þér vin með tískuvit og vertu með okkur eftirminnilega kvöldstund,“ stendur enn fremur í boðskortinu en athygli vekur að allur texti er á ensku.Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland, er ein þeirra sem fékk boðskort á viðburð H&M.Manuela Ósk HarðardóttirÍslendingar nú þegar einsleitir í klæðaburðiManuela Ósk Harðardóttir er ein þeirra sem fékk boðskort á viðburðinn. Í samtali við Vísi segist hún ætla að mæta ef hún verður á landinu en hún stundar nám í Los Angeles. Hún er ánægð með komu H&M til Íslands og segir að þetta muni auka úrvalið á Íslandi sem sé mjög fínt. „Þetta er bara jákvætt. Ég hef aldrei verið þessi sjúka H&M týpa en auðvitað er þetta spennandi.“ Manuela heldur að þetta muni samt ekki hafa mikil áhrif á fatastíl Íslendinga. „Mér finnst íslendingar yfirhöfuð svolítið einsleitir í klæðaburði og það kemur alltaf einhver tískubylgja í hvert sinn, sem flestir fylgja.“ Auk Manuelu hafa þær Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning, lífsstílsbloggararnir Guðrún Helga Sortveit og Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir, Erna Hreinsdóttir, fyrrum ritstjóri Nýs Lífs, Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, fjölmiðlakona, fengið boðskort í opnunarhóf H&M þann 24. ágúst næstkomandi.Fyrsti gesturinn fær 25 þúsund króna gjafabréfVerslun H&M í Smáralind mun vera á tveimur hæðum og ná yfir rými sem er 3.000 fermetrar. Þá verða tvær H&M-verslanir opnaðar til viðbótar í Kringlunni og í miðbæ Reykjavíkur.Þeir sem fengu boðskort í opnunarhóf H&M munu líklega sleppa við raðir á hinum eiginlega opnunardegi.Vísir/Sylvía RutBúist er við miklum mannfjölda í Smáralind á sjálfan opnunardaginn 26. ágúst en fyrstu þúsund gestirnir munu fá gjafakort í verslunina. Fyrsti einstaklingurinn í röðinni fær gjafabréf að andvirði 25 þúsund krónum, gestur númer tvö fær 20 þúsund króna gjafabréf og 15.000 kr. gjafabréf hlýtur þriðji gesturinn. Næstu þúsund gestir fá að gjöf 1.500 króna gjafakort í verslunina.
Tengdar fréttir H&M opnar í Smáralind þann 26. ágúst Verslunin verður á tveimur hæðum og 3.000 fermetrar. 25. júlí 2017 09:32 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
H&M opnar í Smáralind þann 26. ágúst Verslunin verður á tveimur hæðum og 3.000 fermetrar. 25. júlí 2017 09:32