Áberandi minna af kannabisefnum og meira af hvítum efnum á Þjóðhátíð Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. ágúst 2017 13:36 Líf og fjör var í Dalnum í gærkvöldi en á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið á borð lögreglu í Vestmannaeyjum um helgina. Vísir/Óskar P. Þó nokkur mál komu inn á borð lögreglu í Eyjum í nótt og gistu fimm fangageymslur. Þá segir yfirlögregluþjónn í Eyjum hvít efni áberandi í fíkniefnamálum sem lögregla hefur afskipti af en minna hefur verið um kannabisefni á þessari sögulega fjölmennu Þjóðhátíð. Mörg þúsund manns tóku þátt í Brekkusöngnum í gær. „Reyndar eru hér fimm í fangageymslu en það er vegna ölvunarástands og menn sem höfðu verið til vandræða. Engin alvarleg mál hafa komið upp,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum en nokkur mál komu til kasta lögreglu á staðnum í nótt.Athyglisverð þróun í fíkniefnamálum Á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið upp í Eyjum frá því á fimmtudag en eftir nóttina segir Jóhannes að allt hafi gengið vel. „Það er náttúrulega ýmsu sem þurfti að sinna en engin alvarleg mál. Á hátíðinni hafa komið upp á fimmta tug fíkniefnamála en eftir nóttina er ekki hægt að segja neitt annað en að það hafi gengið vel miðað við þann gríðarlega fjölda sem var í gærkvöldi,“ segir Jóhannes í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar, en um þrettán fíkniefnamál bættust við frá því í gær. Umfang málanna segir Jóhannes af svipuðum toga og fyrri ár. Í samtali við Vísi segir Jóhannes að alvarlegustu málin hafi verið kynferðisbrotið, sem tilkynnt var um skömmu eftir miðnætti á föstudag, og þá var gerð ein líkamsárás. Aðspurður hvort fleiri kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu um helgina ítrekar Jóhannes þá stefnu lögreglu í Eyjum að segja aðeins frá þegar rannsóknarhagsmunir hafa verið tryggðir, ef um sé að ræða fleiri mál. Stærstu fíkniefnamálin segir Jóhannes hafa varðað hvít efni, amfetamín og kókaín, sem ætluð voru til sölu. Þá segir hann í samtali við Vísi athyglisverða þróun hafa orðið í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð. „Það er samt áberandi hvað er mun minna af kannabisefnum og miklu meira af hvítum efnum. Það vekur athygli, þessi hvítu efni.“Vel gekk hjá lögreglu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt, að sögn Jóhannesar Ólafssonar yfirlögregluþjóns.Vísir/Óskar P.Fólk kemur sér heim í rólegheitum á fjölsóttri Þjóðhátíð Jóhannes segir að Þjóðhátíð í ár sé með fjölmennari Þjóðhátíðum ef ekki sú fjölmennasta. „Ég held það sé hægt að segja það. Þetta var svo ofboðslegur fjöldi í Brekkunni. Það kæmi mér ekki á óvart ef þarna hefðu verið allt að sextán þúsund manns,“ en strax eftir Brekkusöng tók fjöldi fólks að búa sig til heimferðar. „Það gekk nú bara ótrúlega vel og í morgun þegar ég fór niður á bryggju, það kom mér á óvart, að þetta er í fyrsta sinn sem ég sé bara enga á bryggjunni. Menn eru annað hvort ekki vaknaðir eða hafa verið svona lengi að. Yfirleitt er biðröð þarna niður frá í ferjurnar,“ segir Jóhannes sem á þó von á erilsömum degi hjá lögreglu í dag. „Hann verður náttúrulega erilsamur eins og mánudagarnir eru alltaf. Það eru ýmsir sem þarf að aðstoða og leita til okkar með ýmis vandamál. Það er bara vaninn á mánudegi eftir Þjóðhátíð en í kvöld vona ég að flestir hafi komist heilir til síns heima,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Þó nokkur mál komu inn á borð lögreglu í Eyjum í nótt og gistu fimm fangageymslur. Þá segir yfirlögregluþjónn í Eyjum hvít efni áberandi í fíkniefnamálum sem lögregla hefur afskipti af en minna hefur verið um kannabisefni á þessari sögulega fjölmennu Þjóðhátíð. Mörg þúsund manns tóku þátt í Brekkusöngnum í gær. „Reyndar eru hér fimm í fangageymslu en það er vegna ölvunarástands og menn sem höfðu verið til vandræða. Engin alvarleg mál hafa komið upp,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum en nokkur mál komu til kasta lögreglu á staðnum í nótt.Athyglisverð þróun í fíkniefnamálum Á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið upp í Eyjum frá því á fimmtudag en eftir nóttina segir Jóhannes að allt hafi gengið vel. „Það er náttúrulega ýmsu sem þurfti að sinna en engin alvarleg mál. Á hátíðinni hafa komið upp á fimmta tug fíkniefnamála en eftir nóttina er ekki hægt að segja neitt annað en að það hafi gengið vel miðað við þann gríðarlega fjölda sem var í gærkvöldi,“ segir Jóhannes í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar, en um þrettán fíkniefnamál bættust við frá því í gær. Umfang málanna segir Jóhannes af svipuðum toga og fyrri ár. Í samtali við Vísi segir Jóhannes að alvarlegustu málin hafi verið kynferðisbrotið, sem tilkynnt var um skömmu eftir miðnætti á föstudag, og þá var gerð ein líkamsárás. Aðspurður hvort fleiri kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu um helgina ítrekar Jóhannes þá stefnu lögreglu í Eyjum að segja aðeins frá þegar rannsóknarhagsmunir hafa verið tryggðir, ef um sé að ræða fleiri mál. Stærstu fíkniefnamálin segir Jóhannes hafa varðað hvít efni, amfetamín og kókaín, sem ætluð voru til sölu. Þá segir hann í samtali við Vísi athyglisverða þróun hafa orðið í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð. „Það er samt áberandi hvað er mun minna af kannabisefnum og miklu meira af hvítum efnum. Það vekur athygli, þessi hvítu efni.“Vel gekk hjá lögreglu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt, að sögn Jóhannesar Ólafssonar yfirlögregluþjóns.Vísir/Óskar P.Fólk kemur sér heim í rólegheitum á fjölsóttri Þjóðhátíð Jóhannes segir að Þjóðhátíð í ár sé með fjölmennari Þjóðhátíðum ef ekki sú fjölmennasta. „Ég held það sé hægt að segja það. Þetta var svo ofboðslegur fjöldi í Brekkunni. Það kæmi mér ekki á óvart ef þarna hefðu verið allt að sextán þúsund manns,“ en strax eftir Brekkusöng tók fjöldi fólks að búa sig til heimferðar. „Það gekk nú bara ótrúlega vel og í morgun þegar ég fór niður á bryggju, það kom mér á óvart, að þetta er í fyrsta sinn sem ég sé bara enga á bryggjunni. Menn eru annað hvort ekki vaknaðir eða hafa verið svona lengi að. Yfirleitt er biðröð þarna niður frá í ferjurnar,“ segir Jóhannes sem á þó von á erilsömum degi hjá lögreglu í dag. „Hann verður náttúrulega erilsamur eins og mánudagarnir eru alltaf. Það eru ýmsir sem þarf að aðstoða og leita til okkar með ýmis vandamál. Það er bara vaninn á mánudegi eftir Þjóðhátíð en í kvöld vona ég að flestir hafi komist heilir til síns heima,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira