Féll tvívegis á lyfjaprófi en vann Bolt í sögulegu hlaupi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2017 20:56 Justin Gatlin er heimsmeistari í 100 m hlaupi, 35 ára gamall og eftir að hafa fallið tvívegis á lyfjaprófi. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin kom öllum að óvörum með því að bera sigur úr býtum í 100 m hlaupi á HM í frjálsum í kvöld. Usain Bolt, sem var að hlaupa sitt síðasta 100 m hlaup á ferlinum, varð að sætta sig við brons. Gatlin hljóp á 9,92 sekúndum sem er besti tími ársins. Christian Coleman frá Bandaríkjunum varð annar á 9,94 sekúndum og Bolt kom þriðji í mark á 9,95 sekúndum. Eins og sjá má á tímunum munaði afar litlu á efstu þremur en Bolt átti erfitt start. Coleman byrjaði mjög vel en Gatlin átti magnaðan endasprett og skaust fram úr á lokametunum. Hann hljóp á áttundu braut en þeir Coleman og Bolt voru hlið við hlið, á fjórðu og fimmtu braut. Þrátt fyrir að Bolt hafi ekki verið upp á sitt besta í sumar og talsvert frá sínu besta þorðu fáir að spá því að hann myndi ekki vinna gull í greininni, enda sigursælasti hlaupari sögunnar. Heimsmetið hans, 9,58 sekúndur, sem hann setti á HM í Berlín fyrir átta árum síðan stendur enn. Síðan þá hefur Bolt unnið nánast öll gullverðlaun á stórmótum sem hafa verið í boði fyrir hann, í 100 og 200 m hlaupi. Hann varð þó af gullinu á HM í Suður-Kóreu árið 2011 vegna þjófstarts.Gatlin grét af gleði eftir sigurinn í kvöld.Vísir/AFPBolt hafði gefið út að hann muni hætta að keppa í frjálsíþróttum eftir HM í London og var því hlaupsins í kvöld beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann mun hætta keppni í frjálsíþróttum eftir að hann keppir í 4x100 m boðhlaupi karla með liði Jamaíku. Það fer fram í næstu viku. Gatlin er 35 ára og fremur óvinsæll hvar sem hann keppir, þar sem hann féll á lyfjaprófi árið 2001 og svo aftur árið 2006. Hann fékk fjögurra ára bann í síðara skiptið og hóf aftur að keppa í ágúst 2010. Greinilegt var að titillinn í kvöld hafði mikla þýðingu fyrir hann og var Gatlin í tárum eftir sigurinn. Hann kraup hins vegar fyrir Bolt sem kveður frjálsíþróttirnar á næstu dögum, ef hann stendur við yfirlýsingar sínar. Gatlin varð síðast heimsmeistari í 100 m hlaupi á HM í Helsinki árið 2005. Hann vann silfur á HM í Peking fyrir tveimur árum sem og á HM í Moskvu árið 2013. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Bolt fór áfram í úrslitin Usain Bolt fær tækifæri til að vinna enn einn heimsmeistaratitilinn í 100 m hlaupi karla. 5. ágúst 2017 19:00 Bolt örugglega áfram í undanúrslit Sprettharðasti maður heims var í engum vandræðum með sinn riðil í undanrásunum á HM í London. 4. ágúst 2017 20:10 Usain Bolt: Verða að hætta að nota ólögleg lyf því annars deyr sportið Kveðjumót Usain Bolt er að hefjast en hann er kominn til London þar sem Jamaíkamaðurinn mun á næstu dögum taka þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. 2. ágúst 2017 09:00 Bolt hundóánægður með fyrsta hlaupið Segir frammistöðuna í 100 m hlaupi í gær hafa verið afar slæma hjá sér. 5. ágúst 2017 12:15 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin kom öllum að óvörum með því að bera sigur úr býtum í 100 m hlaupi á HM í frjálsum í kvöld. Usain Bolt, sem var að hlaupa sitt síðasta 100 m hlaup á ferlinum, varð að sætta sig við brons. Gatlin hljóp á 9,92 sekúndum sem er besti tími ársins. Christian Coleman frá Bandaríkjunum varð annar á 9,94 sekúndum og Bolt kom þriðji í mark á 9,95 sekúndum. Eins og sjá má á tímunum munaði afar litlu á efstu þremur en Bolt átti erfitt start. Coleman byrjaði mjög vel en Gatlin átti magnaðan endasprett og skaust fram úr á lokametunum. Hann hljóp á áttundu braut en þeir Coleman og Bolt voru hlið við hlið, á fjórðu og fimmtu braut. Þrátt fyrir að Bolt hafi ekki verið upp á sitt besta í sumar og talsvert frá sínu besta þorðu fáir að spá því að hann myndi ekki vinna gull í greininni, enda sigursælasti hlaupari sögunnar. Heimsmetið hans, 9,58 sekúndur, sem hann setti á HM í Berlín fyrir átta árum síðan stendur enn. Síðan þá hefur Bolt unnið nánast öll gullverðlaun á stórmótum sem hafa verið í boði fyrir hann, í 100 og 200 m hlaupi. Hann varð þó af gullinu á HM í Suður-Kóreu árið 2011 vegna þjófstarts.Gatlin grét af gleði eftir sigurinn í kvöld.Vísir/AFPBolt hafði gefið út að hann muni hætta að keppa í frjálsíþróttum eftir HM í London og var því hlaupsins í kvöld beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann mun hætta keppni í frjálsíþróttum eftir að hann keppir í 4x100 m boðhlaupi karla með liði Jamaíku. Það fer fram í næstu viku. Gatlin er 35 ára og fremur óvinsæll hvar sem hann keppir, þar sem hann féll á lyfjaprófi árið 2001 og svo aftur árið 2006. Hann fékk fjögurra ára bann í síðara skiptið og hóf aftur að keppa í ágúst 2010. Greinilegt var að titillinn í kvöld hafði mikla þýðingu fyrir hann og var Gatlin í tárum eftir sigurinn. Hann kraup hins vegar fyrir Bolt sem kveður frjálsíþróttirnar á næstu dögum, ef hann stendur við yfirlýsingar sínar. Gatlin varð síðast heimsmeistari í 100 m hlaupi á HM í Helsinki árið 2005. Hann vann silfur á HM í Peking fyrir tveimur árum sem og á HM í Moskvu árið 2013.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Bolt fór áfram í úrslitin Usain Bolt fær tækifæri til að vinna enn einn heimsmeistaratitilinn í 100 m hlaupi karla. 5. ágúst 2017 19:00 Bolt örugglega áfram í undanúrslit Sprettharðasti maður heims var í engum vandræðum með sinn riðil í undanrásunum á HM í London. 4. ágúst 2017 20:10 Usain Bolt: Verða að hætta að nota ólögleg lyf því annars deyr sportið Kveðjumót Usain Bolt er að hefjast en hann er kominn til London þar sem Jamaíkamaðurinn mun á næstu dögum taka þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. 2. ágúst 2017 09:00 Bolt hundóánægður með fyrsta hlaupið Segir frammistöðuna í 100 m hlaupi í gær hafa verið afar slæma hjá sér. 5. ágúst 2017 12:15 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Bolt fór áfram í úrslitin Usain Bolt fær tækifæri til að vinna enn einn heimsmeistaratitilinn í 100 m hlaupi karla. 5. ágúst 2017 19:00
Bolt örugglega áfram í undanúrslit Sprettharðasti maður heims var í engum vandræðum með sinn riðil í undanrásunum á HM í London. 4. ágúst 2017 20:10
Usain Bolt: Verða að hætta að nota ólögleg lyf því annars deyr sportið Kveðjumót Usain Bolt er að hefjast en hann er kominn til London þar sem Jamaíkamaðurinn mun á næstu dögum taka þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. 2. ágúst 2017 09:00
Bolt hundóánægður með fyrsta hlaupið Segir frammistöðuna í 100 m hlaupi í gær hafa verið afar slæma hjá sér. 5. ágúst 2017 12:15
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn