Kjartan Henry Finnbogason og félagar hans í Horsens fara frábærlega af stað á nýju tímabili í dönsku úrvalsdeildinni og unnu í dag 1-0 sigur á Silkeborg á heimavelli.
Kjartan Henry skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á sjöttu mínútu en þetta var hans fyrsta mark á nýju tímabili.
Horsens hefur komið á óvart og unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum og skaust upp í toppsæti deildarinnar með sigrinum í kvöld.
Nordsjælland er einnig með níu stig og á leik til góða gegn Lyngby um helgina.
Það var einnig spilað í Rússlandi í kvöld en þar var Sverrir Ingi Ingason í sigurliði er Rostov vann Anzhi, 1-0, á útivelli. Sverrir spilaði allan leikinn fyrir Rostov í kvöld.
Rostov er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeilarinnar með sjö stig að loknum fjórum leikjum.
Kjartan Henry skoraði og Horsens á toppinn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn




„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti


