Íslenska hagkerfið hefur breyst mikið á undanförnum árum Heimir Már Pétursson skrifar 4. ágúst 2017 14:15 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor. Vísir/GVA Vöruskiptajöfnuður Íslendinga hefur verið neikvæður í rúm tvö ár eftir að hafa verið jákvæður í fimm ár þar á undan. Þetta þýðir að Íslendingar eru að flytja mun meira inn af vörum en þeir flytja út, en prófessor í hagfræði segir þetta sýna að Ísland sé orðið efnahagslega líkara þróuðustu ríkjum en áður. Í júlímánuði fluttu Íslendingar út vörur fyrir 35,7 milljarða króna og fluttu inn vörur fyrir 57 milljarða. Mismunurinn er 21,4 milljarðar króna, sem þýðir að vöruskiptajöfnuður þjóðarinnar var neikvæður um þá upphæð í júlí. Það er reyndar ekki nýtt að Íslendingar flytji út minni verðmæti í vörum en þeir flytja inn, því vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið neikvæður frá því í maí árið 2015, eða í rúm tvö ár. Í fimm ár þar á undan var vöruskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þetta sýni að þjónustutengd útflutningsstarfsemi sé að taka yfir af vöruútflutningi og ryðja vöruútflutningi til hliðar. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu ef forsendur að baki útflutningnum séu eðlilegar. „Það er að segja ef þarna er að endurspeglast aukin hagkvæmni í þjónustu samanborið við vöruframleiðslu. Þetta er þróun sem við höfum séð í mörgum öðrum þjóðfélögum. Þar sem umfang framleiðslu á einhverjum sem þú getur látið detta ofan á tána á þér er að minnka og þetta óáþreifanlega, þjónusta, ferðaþjónusta, hótelþjónusta og svo framvegis er að aukast að umfangi. Þannig að þetta er í takti við það sem við sjáum í öðrum þjóðfélögum,“ segir Þórólfur.Vaxtaverkir og aðlögunarkostnaðuríslenska hagkerfið sé að þessu leyti að verða líkara því sem þekkist í þróuðustu ríkjum heims. „Og minna líkt hráefnaframleiðslu þjóðfélögunum sem eru gjarnan kennd við þróunarlönd eða þriðja heiminn. Þannig að því markinu til er þetta merki um þroska. En það má ekki gleyma því að á meðan svona breytingar verða þá finna þeir sem eru í vöruframleiðslunni fyrir því að rekstur í þeim greinum verður erfiðari og þessu fylgja vaxtaverkir og aðlögunarkostnaður,“ segir Þórólfur. Það sé hins vegar hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að þessi breyting eða aðlögun verði ekki of dýru verði keypt fyrir framleiðslugreinarnar. Frá hruni hefur orðið mikil breyting á efnahagskerfinu með hröðum vexti ferðaþjónustunnar og þar með þjónustuútflutningi sem er orðinn stærstur hluti útflutnings þjóðarinnar á nokkrum árum. Hvernig árar í ferðaþjónustunni skiptir þjóðarbúið því meira máli en áður. „Við erum orðin viðkvæmari fyrir því sama og aðrir eru viðkvæmir fyrir. Ferðalög ráðast af tekjum og efnahag fólks. Þannig að þegar herðir á dalnum annars staðar finnum við fyrr fyrir því en við höfum gert,“ segir Þórólfur Matthíasson. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Vöruskiptajöfnuður Íslendinga hefur verið neikvæður í rúm tvö ár eftir að hafa verið jákvæður í fimm ár þar á undan. Þetta þýðir að Íslendingar eru að flytja mun meira inn af vörum en þeir flytja út, en prófessor í hagfræði segir þetta sýna að Ísland sé orðið efnahagslega líkara þróuðustu ríkjum en áður. Í júlímánuði fluttu Íslendingar út vörur fyrir 35,7 milljarða króna og fluttu inn vörur fyrir 57 milljarða. Mismunurinn er 21,4 milljarðar króna, sem þýðir að vöruskiptajöfnuður þjóðarinnar var neikvæður um þá upphæð í júlí. Það er reyndar ekki nýtt að Íslendingar flytji út minni verðmæti í vörum en þeir flytja inn, því vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið neikvæður frá því í maí árið 2015, eða í rúm tvö ár. Í fimm ár þar á undan var vöruskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þetta sýni að þjónustutengd útflutningsstarfsemi sé að taka yfir af vöruútflutningi og ryðja vöruútflutningi til hliðar. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu ef forsendur að baki útflutningnum séu eðlilegar. „Það er að segja ef þarna er að endurspeglast aukin hagkvæmni í þjónustu samanborið við vöruframleiðslu. Þetta er þróun sem við höfum séð í mörgum öðrum þjóðfélögum. Þar sem umfang framleiðslu á einhverjum sem þú getur látið detta ofan á tána á þér er að minnka og þetta óáþreifanlega, þjónusta, ferðaþjónusta, hótelþjónusta og svo framvegis er að aukast að umfangi. Þannig að þetta er í takti við það sem við sjáum í öðrum þjóðfélögum,“ segir Þórólfur.Vaxtaverkir og aðlögunarkostnaðuríslenska hagkerfið sé að þessu leyti að verða líkara því sem þekkist í þróuðustu ríkjum heims. „Og minna líkt hráefnaframleiðslu þjóðfélögunum sem eru gjarnan kennd við þróunarlönd eða þriðja heiminn. Þannig að því markinu til er þetta merki um þroska. En það má ekki gleyma því að á meðan svona breytingar verða þá finna þeir sem eru í vöruframleiðslunni fyrir því að rekstur í þeim greinum verður erfiðari og þessu fylgja vaxtaverkir og aðlögunarkostnaður,“ segir Þórólfur. Það sé hins vegar hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að þessi breyting eða aðlögun verði ekki of dýru verði keypt fyrir framleiðslugreinarnar. Frá hruni hefur orðið mikil breyting á efnahagskerfinu með hröðum vexti ferðaþjónustunnar og þar með þjónustuútflutningi sem er orðinn stærstur hluti útflutnings þjóðarinnar á nokkrum árum. Hvernig árar í ferðaþjónustunni skiptir þjóðarbúið því meira máli en áður. „Við erum orðin viðkvæmari fyrir því sama og aðrir eru viðkvæmir fyrir. Ferðalög ráðast af tekjum og efnahag fólks. Þannig að þegar herðir á dalnum annars staðar finnum við fyrr fyrir því en við höfum gert,“ segir Þórólfur Matthíasson.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira