Stjórnmál og lygar Þorvaldur Gylfason skrifar 3. ágúst 2017 10:00 Stjórnmálamenn hagræða stundum sannleikanum. Þeir ljúga stundum að kjósendum og hver að öðrum. Það liggur fyrir. Sumir beinlínis lifa lífinu ljúgandi, t.d. Trump Bandaríkjaforseti. Samt þykir sannleikurinn jafnan sagna beztur á vettvangi stjórnmálanna á þann hátt að það telst í þingræðisríkjum vera alvarlegt brot og yfirleitt frágangssök að segja þingheimi ósatt. Ráðherra sem villir um fyrir t.d. skozka þinginu verður skilyrðislaust að segja af sér. Á Bretlandi er ekki bannað með lögum að ljúga að þingheimi, en lygi á þingi leiðir þó jafnan til afsagnar. Á Íslandi er ekki bannað með lögum að ljúga að Alþingi. Í nýjum siðareglum fyrir alþingismenn segir m.a. að „alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika“. Sem sagt: þeir mega helzt ekki ljúga og svíkja. Þegar Benjamín Disraeli forsætisráðherra Bretlands 1874-1880 var áminntur fyrir að segja í þinginu: „Helmingur þingmanna er svikahrappar,“ tók hann ummælin til baka með því að segja: „Helmingur þingmanna er ekki svikahrappar.“BandaríkinLygi í ræðustóli á Bandaríkjaþingi eða í vitnastúku frammi fyrir þingnefnd þar er lögð að jöfnu við meinsæri og er því lögbrot sem getur varðað allt að fimm ára fangelsi. Af þessu leiðir algengt rannsóknarúrræði þar vestra sem er að koma sakborningum í þá stöðu að þeir þurfi að velja milli játningar og meinsæris. Þetta úrræði hefur verið notað m.a. til að koma lögum yfir brotlega stjórnmálamenn. Þannig var t.d. John Mitchell dómsmálaráðherra í forsetatíð Richards Nixon 1969-1974 dæmdur í allt að fjögurra ára fangelsi m.a. fyrir meinsæri. Mitchell er eini dómsmálaráðherra landsins með fangavist á ferilskránni. Konan hans hét Martha. Lewis Libby, hægri hönd Dicks Cheney varaforseta George W. Bush forseta 2001-2008, fékk einnig fangelsisdóm m.a. fyrir meinsæri.Dómar og flokkarTölurnar segja sögu. Í forsetatíð Nixons fengu 55 af samstarfsmönnum hans dóma, þ.m.t. sjálfur dómsmálaráðherrann. Flestir voru þeir dæmdir vegna innbrotsins í Watergate-bygginguna í Washington, þar af fengu 15 fangelsisdóma. Næstur Nixon kemur George W. Bush. Í forsetatíð hans fengu 16 af hans mönnum dóma, þar af níu fangelsisdóma. Fast á hæla honum fylgir Ronald Reagan: 16 af hans mönnum fengu dóma, þar af átta fangelsisdóma. Í þessu ljósi vekur það eftirtekt að engu fleiri bankamenn hafa fengið fangelsisdóma í Bandaríkjunum en á Íslandi, 35 í báðum löndum til þessa. Munurinn á flokkunum tveim vekur einnig eftirtekt. Frá 1969 hafa Bandaríkjaforsetar úr röðum demókrata setið í 20 ár og úr röðum repúblikana í 28 ár. Í forsetatíð repúblikana hafa 34 menn forsetans verið dæmdir til fangavistar á móti einum úr hópi demókrata. Hvor flokkanna tveggja skyldi hafa breytzt úr breiðleitum borgaraflokki í harðsvíraðan öfgaflokk sem virðist nú keppa að því einu að mylja undir auðmenn með öllum ráðum? Það eru repúblikanar. Demókrataflokkurinn hefur á hinn bóginn haldið sínu striki nokkurn veginn sem breiðfylking ólíkra hagsmunahópa.Rússadindlar?Þessi dómareynslusaga er umhugsunarefni nú þegar mörg spjót standa á Trump forseta, einkum vegna meintra tengsla hans og manna hans við Rússa og gruns um lögbrot í því viðfangi. Nýjar upplýsingar um viðskipti Trumps við rússnesku mafíuna langt aftur í tímann birtust um daginn í grein eftir blaðamanninn og rithöfundinn Craig Unger í tímaritinu New Republic. Þar kemur m.a. fram að í Trump Tower, 58 hæða háhýsinu við Fifth Avenue á Manhattan sem ber nafn forsetans, gátu menn keypt íbúðir án þess að segja til nafns. Einn Rússinn keypti fimm íbúðir fyrir sex milljónir dala og greiddi þær út í hönd. Trump liggur því nú auk annars undir grun um að hafa rekið umfangsmikla fjárböðun fyrir Rússa. Hann fékk reyndar 10 milljón dala sekt 2015 fyrir fjárböðun um árabil í spilavíti sínu Taj Mahal í Atlantic City.Robert Mueller, fv. yfirmaður alríkislögreglunnar FBI, starfar nú sem sérstakur saksóknari á vegum dómsmálaráðuneytisins. Honum er ætlað að leiða fram sannleikann um meint samskipti Trumps og manna hans við Rússa. Saksóknarinn hefur víðtæka lagaheimild til að leggja hald á gögn og kveðja hvern sem er til yfirheyrslu, einnig forsetann. Þar eð forsetinn er alræmdur lygari gæti honum orðið hált á svelli sannleikans í vitnastúku hjá saksóknaranum. Forsetinn leitar nú leiða til að losa sig við saksóknarann líkt og Nixon gerði á sinni tíð og gælir jafnvel upphátt við þá hugmynd að veita sjálfum sér og sínum sakaruppgjöf ef á þarf að halda. Dramað gæti undið upp á sig áður en yfir lýkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn hagræða stundum sannleikanum. Þeir ljúga stundum að kjósendum og hver að öðrum. Það liggur fyrir. Sumir beinlínis lifa lífinu ljúgandi, t.d. Trump Bandaríkjaforseti. Samt þykir sannleikurinn jafnan sagna beztur á vettvangi stjórnmálanna á þann hátt að það telst í þingræðisríkjum vera alvarlegt brot og yfirleitt frágangssök að segja þingheimi ósatt. Ráðherra sem villir um fyrir t.d. skozka þinginu verður skilyrðislaust að segja af sér. Á Bretlandi er ekki bannað með lögum að ljúga að þingheimi, en lygi á þingi leiðir þó jafnan til afsagnar. Á Íslandi er ekki bannað með lögum að ljúga að Alþingi. Í nýjum siðareglum fyrir alþingismenn segir m.a. að „alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika“. Sem sagt: þeir mega helzt ekki ljúga og svíkja. Þegar Benjamín Disraeli forsætisráðherra Bretlands 1874-1880 var áminntur fyrir að segja í þinginu: „Helmingur þingmanna er svikahrappar,“ tók hann ummælin til baka með því að segja: „Helmingur þingmanna er ekki svikahrappar.“BandaríkinLygi í ræðustóli á Bandaríkjaþingi eða í vitnastúku frammi fyrir þingnefnd þar er lögð að jöfnu við meinsæri og er því lögbrot sem getur varðað allt að fimm ára fangelsi. Af þessu leiðir algengt rannsóknarúrræði þar vestra sem er að koma sakborningum í þá stöðu að þeir þurfi að velja milli játningar og meinsæris. Þetta úrræði hefur verið notað m.a. til að koma lögum yfir brotlega stjórnmálamenn. Þannig var t.d. John Mitchell dómsmálaráðherra í forsetatíð Richards Nixon 1969-1974 dæmdur í allt að fjögurra ára fangelsi m.a. fyrir meinsæri. Mitchell er eini dómsmálaráðherra landsins með fangavist á ferilskránni. Konan hans hét Martha. Lewis Libby, hægri hönd Dicks Cheney varaforseta George W. Bush forseta 2001-2008, fékk einnig fangelsisdóm m.a. fyrir meinsæri.Dómar og flokkarTölurnar segja sögu. Í forsetatíð Nixons fengu 55 af samstarfsmönnum hans dóma, þ.m.t. sjálfur dómsmálaráðherrann. Flestir voru þeir dæmdir vegna innbrotsins í Watergate-bygginguna í Washington, þar af fengu 15 fangelsisdóma. Næstur Nixon kemur George W. Bush. Í forsetatíð hans fengu 16 af hans mönnum dóma, þar af níu fangelsisdóma. Fast á hæla honum fylgir Ronald Reagan: 16 af hans mönnum fengu dóma, þar af átta fangelsisdóma. Í þessu ljósi vekur það eftirtekt að engu fleiri bankamenn hafa fengið fangelsisdóma í Bandaríkjunum en á Íslandi, 35 í báðum löndum til þessa. Munurinn á flokkunum tveim vekur einnig eftirtekt. Frá 1969 hafa Bandaríkjaforsetar úr röðum demókrata setið í 20 ár og úr röðum repúblikana í 28 ár. Í forsetatíð repúblikana hafa 34 menn forsetans verið dæmdir til fangavistar á móti einum úr hópi demókrata. Hvor flokkanna tveggja skyldi hafa breytzt úr breiðleitum borgaraflokki í harðsvíraðan öfgaflokk sem virðist nú keppa að því einu að mylja undir auðmenn með öllum ráðum? Það eru repúblikanar. Demókrataflokkurinn hefur á hinn bóginn haldið sínu striki nokkurn veginn sem breiðfylking ólíkra hagsmunahópa.Rússadindlar?Þessi dómareynslusaga er umhugsunarefni nú þegar mörg spjót standa á Trump forseta, einkum vegna meintra tengsla hans og manna hans við Rússa og gruns um lögbrot í því viðfangi. Nýjar upplýsingar um viðskipti Trumps við rússnesku mafíuna langt aftur í tímann birtust um daginn í grein eftir blaðamanninn og rithöfundinn Craig Unger í tímaritinu New Republic. Þar kemur m.a. fram að í Trump Tower, 58 hæða háhýsinu við Fifth Avenue á Manhattan sem ber nafn forsetans, gátu menn keypt íbúðir án þess að segja til nafns. Einn Rússinn keypti fimm íbúðir fyrir sex milljónir dala og greiddi þær út í hönd. Trump liggur því nú auk annars undir grun um að hafa rekið umfangsmikla fjárböðun fyrir Rússa. Hann fékk reyndar 10 milljón dala sekt 2015 fyrir fjárböðun um árabil í spilavíti sínu Taj Mahal í Atlantic City.Robert Mueller, fv. yfirmaður alríkislögreglunnar FBI, starfar nú sem sérstakur saksóknari á vegum dómsmálaráðuneytisins. Honum er ætlað að leiða fram sannleikann um meint samskipti Trumps og manna hans við Rússa. Saksóknarinn hefur víðtæka lagaheimild til að leggja hald á gögn og kveðja hvern sem er til yfirheyrslu, einnig forsetann. Þar eð forsetinn er alræmdur lygari gæti honum orðið hált á svelli sannleikans í vitnastúku hjá saksóknaranum. Forsetinn leitar nú leiða til að losa sig við saksóknarann líkt og Nixon gerði á sinni tíð og gælir jafnvel upphátt við þá hugmynd að veita sjálfum sér og sínum sakaruppgjöf ef á þarf að halda. Dramað gæti undið upp á sig áður en yfir lýkur.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun