Segir óþarft að elta veðrið um helgina Sæunn Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Þeir sem hyggjast njóta verslunarmannahelgarinnar í botn hafa fjöldann allan af útihátíðum til að velja úr, hvort sem þeir vilja vera í höfuðborginni að njóta Innipúkans í Kvosinni eða fara alla leið austur í Neskaupstað og upplifa Neistaflug sem hefur verið haldið síðan 1993. Fjölskylduhátíðir eru í boði víða, tónlistaruppákomur eru í hverjum landshluta og hægt er að keppa í fjölbreyttum íþróttum eins og til dæmis mýrarbolta og reiptogi. Úrval af tónleikum er sjaldan meira en um helgina, á Norðanpaunki koma til að mynda yfir fjörutíu hljómsveitir fram. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir keimlíkt útlit fyrir allt landið um helgina. „Fólk ætti ekki að þurfa að velja sér stað eftir veðri það er enginn landshluti betri hvað það varðar. Tíðindin um helgina eru aðallega að sjaldan hefur verið rólegra veður um verslunarmannahelgina en núna, vindurinn er svo hægur. Það er mjög mikilvægt fyrir þá sem ætla að vera í tjaldi til dæmis og líka þá sem ferðast með aftanívagn. Það er ekki útlit fyrir að verði vandræði vegna vinds um helgina. Það eru líka góðar fréttir fyrir siglingar til Vestmannaeyja,“ segir hann. „Það er engin sérstök hitabylgja í kortunum. Þetta er bara ágætis íslenskur sumarhiti, 10 til 15 stig, en getur farið hærra þar sem sólin nær að skína. Þetta er í kaldara lagi uppi í háloftunum. Það verður skýjað með köflum, sem sagt skýjaðra en hitt en sést samt til sólar inn á milli. Það eru líkur á skúrum um allt landið og mestar líkur á þeim síðdegis,“ segir Teitur. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þeir sem hyggjast njóta verslunarmannahelgarinnar í botn hafa fjöldann allan af útihátíðum til að velja úr, hvort sem þeir vilja vera í höfuðborginni að njóta Innipúkans í Kvosinni eða fara alla leið austur í Neskaupstað og upplifa Neistaflug sem hefur verið haldið síðan 1993. Fjölskylduhátíðir eru í boði víða, tónlistaruppákomur eru í hverjum landshluta og hægt er að keppa í fjölbreyttum íþróttum eins og til dæmis mýrarbolta og reiptogi. Úrval af tónleikum er sjaldan meira en um helgina, á Norðanpaunki koma til að mynda yfir fjörutíu hljómsveitir fram. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir keimlíkt útlit fyrir allt landið um helgina. „Fólk ætti ekki að þurfa að velja sér stað eftir veðri það er enginn landshluti betri hvað það varðar. Tíðindin um helgina eru aðallega að sjaldan hefur verið rólegra veður um verslunarmannahelgina en núna, vindurinn er svo hægur. Það er mjög mikilvægt fyrir þá sem ætla að vera í tjaldi til dæmis og líka þá sem ferðast með aftanívagn. Það er ekki útlit fyrir að verði vandræði vegna vinds um helgina. Það eru líka góðar fréttir fyrir siglingar til Vestmannaeyja,“ segir hann. „Það er engin sérstök hitabylgja í kortunum. Þetta er bara ágætis íslenskur sumarhiti, 10 til 15 stig, en getur farið hærra þar sem sólin nær að skína. Þetta er í kaldara lagi uppi í háloftunum. Það verður skýjað með köflum, sem sagt skýjaðra en hitt en sést samt til sólar inn á milli. Það eru líkur á skúrum um allt landið og mestar líkur á þeim síðdegis,“ segir Teitur.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira