Til sölu í sjálfsölunum verða til dæmis vinsælu þunnu dúnúlpurnar og ullarnærföt frá merkinu sem koma í nettum umbúðum og því þægilegt að taka með sér. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi tilraun merksins, sem er með höfuðstöðvar sínar í Japan og rekur til að mynda um 1700 verslanir í Asíu, muni heppnast.
Þetta gæti ef til vill hentað fyrir farþega sem eru að ferðast frá heitum löndum löndum í kaldara loftslag og gleymdu að pakka föðurlandinu - spurning hvort þetta smellpassi ekki á okkar eigin Leifsstöð?
