Danir og Bretar hafa áhyggjur af mögulegu Kötlugosi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 13:18 Katla sefur rótt enn sem komið er. vísir/gva Svo virðist sem heimsbyggðin öll, eða allavega Danir og Bretar, fylgist spenntir með jarðhræringum í Kötlu þessa dagana. Danska blaðið BT skrifaði grein þar sem farið er yfir ástandið hjá eldfjallinu og hefur breska blaðið Independent einnig spáð fyrir um að stutt sé í næsta gos, hvort sem það verði í Kötlu eða annarsstaðar. Vitna þeir meðal annars í nýlega skjálftahrinu á Reykjanesi við Fagradalsfjall.Jarðskjálftasagan rakin Danska blaðið rekur jarðskjálftasögu undanfarinna daga og þeir sagðir hafa verið um 500 talsins. Minnst er á að á sunnudaginn síðastliðinn hafi litakóða Kötlu verið breytt í gult. Því var síðan breytt aftur í grænt. Gosið í Kötlu er þar sett í samhengi við áhrif gossins í Eyjafjallajökli sem lamaði alla flugumverð í dágóðan tíma. Þar er þó lagður sá varnagli að þótt jarðskjálftar hafi verið algengir þýði það ekki endilega að eldgos sé á næsta leiti. „Versta mögulega útkoman er sú að ef Katla gýs, sem er fimm sinnum stærri eldstöð en sú sem gaus árið 2010, þá muni öskuský fara yfir Danmörku og Evrópu alla. Þetta eldfjall er sérstaklega hættulegt af því það er þakið ís og snjó og þegar hann bráðnar verður kröftug sprenging,“ segir Henning Andersen, eldfjallasérfræðingur. Henning segir það vera 50 prósent líkur á að eldfjallið gjósi í bráð.Hefur róast Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir að Katla sé farin að hægja ansi mikið á sér eftir hlaupið um helgina. Algengt sé að hún láti finna meira fyrir sér yfir sumartímann. Þá hefur rafleiðni einnig minnkað. Hún segir hins vegar að þau geti ekki útilokað neitt en þau búist ekki við mikilli virkni á næstunni. Katla Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Hlaupið í Múlakvísl í rénun Ekki hægt að útiloka annað hlaup. 29. júlí 2017 15:58 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Svo virðist sem heimsbyggðin öll, eða allavega Danir og Bretar, fylgist spenntir með jarðhræringum í Kötlu þessa dagana. Danska blaðið BT skrifaði grein þar sem farið er yfir ástandið hjá eldfjallinu og hefur breska blaðið Independent einnig spáð fyrir um að stutt sé í næsta gos, hvort sem það verði í Kötlu eða annarsstaðar. Vitna þeir meðal annars í nýlega skjálftahrinu á Reykjanesi við Fagradalsfjall.Jarðskjálftasagan rakin Danska blaðið rekur jarðskjálftasögu undanfarinna daga og þeir sagðir hafa verið um 500 talsins. Minnst er á að á sunnudaginn síðastliðinn hafi litakóða Kötlu verið breytt í gult. Því var síðan breytt aftur í grænt. Gosið í Kötlu er þar sett í samhengi við áhrif gossins í Eyjafjallajökli sem lamaði alla flugumverð í dágóðan tíma. Þar er þó lagður sá varnagli að þótt jarðskjálftar hafi verið algengir þýði það ekki endilega að eldgos sé á næsta leiti. „Versta mögulega útkoman er sú að ef Katla gýs, sem er fimm sinnum stærri eldstöð en sú sem gaus árið 2010, þá muni öskuský fara yfir Danmörku og Evrópu alla. Þetta eldfjall er sérstaklega hættulegt af því það er þakið ís og snjó og þegar hann bráðnar verður kröftug sprenging,“ segir Henning Andersen, eldfjallasérfræðingur. Henning segir það vera 50 prósent líkur á að eldfjallið gjósi í bráð.Hefur róast Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir að Katla sé farin að hægja ansi mikið á sér eftir hlaupið um helgina. Algengt sé að hún láti finna meira fyrir sér yfir sumartímann. Þá hefur rafleiðni einnig minnkað. Hún segir hins vegar að þau geti ekki útilokað neitt en þau búist ekki við mikilli virkni á næstunni.
Katla Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Hlaupið í Múlakvísl í rénun Ekki hægt að útiloka annað hlaup. 29. júlí 2017 15:58 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14
Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28