Erlent

Fyrstu fórnarlömbin í Barselóna nafngreind

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Búið er að bera kennsl á og nafngreina fyrstu fórnarlömbin sem féllu í hryðjuverkaárásinni í Barselóna í gær. Einn hét hét Bruno Gulotta og var frá Ítalíu. Hann var 35 ára gamall, tveggja barna faðir sem var í fríi með fjölskyldu sinni.

Gulotta varð fyrir bílnum þar sem hann gekk eftir verslunargötunni Römblu og hélt í hönd fimm ára sonar síns. Eiginkona hans, Martina, gekk á eftir honum með sjö mánaða dóttur þeirra í fanginu.

Samkvæmt frétt Telegraph tókst Martinu að kippa syni þeirra úr vegi bílsins í tæka tíð.

Einnig hefur verið nafngreind kona frá Belgíu sem dó. Hún hét Elke Vanbockrijck og var 44 ára gömul. Hún var í fríi með eiginmanni sínum og sonum.

Hér má sjá yfirlýsingu frá vinnufélögum Gulotta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×