Hryðjuverk í Barcelona: Sendiferðabíl ekið á fólk á Römblunni Atli Ísleifsson, Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 17. ágúst 2017 15:26 Ramblan í Barcelona. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Afp Sendiferðabíl hefur verið ekið á hóp fólks á Römblunni í Barcelona. Innanríkisráðherra Katalóníu segir að 13 séu látnir og rúmlega 100 særðir, þar af 15 alvarlega. Óttast er að mun fleiri hafi látið lífið. Lögregla segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða.Blaðið La Vanguardia greinir frá því að bíllinn hafi stöðvast eftir að hafa verið ekið á sjoppu á mótum Römblunnar og Carrer Bonsucces.Sendiferðabíllinn var af gerðinni Fíat og hvítur að lit. Ökumaður bílsins stakk af frá vettvangi og er enn ófundinn. Lögreglan handtók mann að nafni Driss Oukabir sem talið er að hafi leigt sendiferðabílinn. Þá var annar maður handtekinn á áttunda tímanum, hann hefur ekki verið nafngreindur. Hvorugur þeirra er sagður vera ökumaður bílsins sem notaður var í árásinni.Lögreglan hefur fundið annan bíl sem sagður er hafa notaður við árásina í bænum Vic, 72 kílómetra frá Barcelona.Ökumaður bíls, sem tengdist árásinni ekki á nokkurn hátt, var skotinn til bana eftir að hafa ekið á tvo lögreglumenn í útjaðri borgarinnar. Mikil lögregluaðgerð stendur enn yfir í Barcelona.Fréttir hafa borist um að árásarmennirnir, einn eða fleiri, hafi tekið fólk í gíslingu á veitingastað nærri La Boqueria. Lögreglan í Katalóníu segir ekkert hæft í þeim fréttum.Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 17:05 að staðartíma, eða 15:05 að íslenskum tíma.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið lokuð í rúmlega 6 klukkustundir. Vegfarendur eru þó beðnir um að hafa varann á og fylgja fyrirmælum lögreglunnar.Íslamska ríkið segir árásarmennina hafa verið á sínum vegum.Fréttin verður uppfærð, en fylgjast má með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan.
Sendiferðabíl hefur verið ekið á hóp fólks á Römblunni í Barcelona. Innanríkisráðherra Katalóníu segir að 13 séu látnir og rúmlega 100 særðir, þar af 15 alvarlega. Óttast er að mun fleiri hafi látið lífið. Lögregla segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða.Blaðið La Vanguardia greinir frá því að bíllinn hafi stöðvast eftir að hafa verið ekið á sjoppu á mótum Römblunnar og Carrer Bonsucces.Sendiferðabíllinn var af gerðinni Fíat og hvítur að lit. Ökumaður bílsins stakk af frá vettvangi og er enn ófundinn. Lögreglan handtók mann að nafni Driss Oukabir sem talið er að hafi leigt sendiferðabílinn. Þá var annar maður handtekinn á áttunda tímanum, hann hefur ekki verið nafngreindur. Hvorugur þeirra er sagður vera ökumaður bílsins sem notaður var í árásinni.Lögreglan hefur fundið annan bíl sem sagður er hafa notaður við árásina í bænum Vic, 72 kílómetra frá Barcelona.Ökumaður bíls, sem tengdist árásinni ekki á nokkurn hátt, var skotinn til bana eftir að hafa ekið á tvo lögreglumenn í útjaðri borgarinnar. Mikil lögregluaðgerð stendur enn yfir í Barcelona.Fréttir hafa borist um að árásarmennirnir, einn eða fleiri, hafi tekið fólk í gíslingu á veitingastað nærri La Boqueria. Lögreglan í Katalóníu segir ekkert hæft í þeim fréttum.Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 17:05 að staðartíma, eða 15:05 að íslenskum tíma.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið lokuð í rúmlega 6 klukkustundir. Vegfarendur eru þó beðnir um að hafa varann á og fylgja fyrirmælum lögreglunnar.Íslamska ríkið segir árásarmennina hafa verið á sínum vegum.Fréttin verður uppfærð, en fylgjast má með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan.
Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Innlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Sjá meira