Þetta fá íslensku félögin vegna Evrópuleikjanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. ágúst 2017 12:00 Vísir/Andri Marinó Knattspyrnusamband Evrópu er búið að staðfesta að greiðslur til félaga vegna þátttöku í Evrópukeppnunum tveimur eru þær sömu í ár og á síðasta tímabili. Það þýðir að FH fær ekki minna en 160 milljónir í sinn hlut í ár eins og áður hefur verið greint frá. Sjá einnig: Margar milljónir í boði fyrir FH Öll félög fá greitt fyrir að taka þátt í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA og fara greiðslurnar hækkandi eftir því sem liðin komast lengra í keppninni. Stökkið er hins vegar gríðarlegt þegar komið er annars vegar að umspilsumferð fyrir Meistaradeild Evrópu og svo riðlakeppnunum bæði Meistaradeildarinnar og Evrópudeildar UEFA. FH tapaði fyrir NK Maribor frá Slóveníu og komst þar með ekki í umspilsumferð Meistaradeildar Evrópu sem hefði tryggt félaginu ekki minna en 789 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. FH-ingar fá þó annað tækifæri til að fá stórar upphæðir frá UEFA en með því að slá Braga úr leik fær liðið ekki minna en 460 milljónir króna í sinn hlut. Þá eiga eftir að bætast við tekjur af markaðshlutdeild sem öll félög í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fá sem og aukagreiðslur fyrir hvert unnið stig í keppninni. Tapi FH-ingar hins vegar fyrir Braga fá Hafnfirðingar 31,3 milljónir króna í sinn hlut eins og öll önnur lið sem falla úr leik í þessari umferð. Kemur það til viðbótar þeim 127 milljónum sem FH-ingar voru þegar búnir að tryggja sér með þátttöku sinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í sumar. Valur og KR komust áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og fá 56,2 milljónir króna í sinn hlut. Stjarnan, sem tapaði fyrir Shamrock Rovers í fyrstu umferðinni, fær 27,5 milljónir frá UEFA. Hér má sjá greiðslur UEFA vegna Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sigruðu meistarana í fyrsta leik í sögu „danska“ félagsins Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er búið að staðfesta að greiðslur til félaga vegna þátttöku í Evrópukeppnunum tveimur eru þær sömu í ár og á síðasta tímabili. Það þýðir að FH fær ekki minna en 160 milljónir í sinn hlut í ár eins og áður hefur verið greint frá. Sjá einnig: Margar milljónir í boði fyrir FH Öll félög fá greitt fyrir að taka þátt í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA og fara greiðslurnar hækkandi eftir því sem liðin komast lengra í keppninni. Stökkið er hins vegar gríðarlegt þegar komið er annars vegar að umspilsumferð fyrir Meistaradeild Evrópu og svo riðlakeppnunum bæði Meistaradeildarinnar og Evrópudeildar UEFA. FH tapaði fyrir NK Maribor frá Slóveníu og komst þar með ekki í umspilsumferð Meistaradeildar Evrópu sem hefði tryggt félaginu ekki minna en 789 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. FH-ingar fá þó annað tækifæri til að fá stórar upphæðir frá UEFA en með því að slá Braga úr leik fær liðið ekki minna en 460 milljónir króna í sinn hlut. Þá eiga eftir að bætast við tekjur af markaðshlutdeild sem öll félög í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fá sem og aukagreiðslur fyrir hvert unnið stig í keppninni. Tapi FH-ingar hins vegar fyrir Braga fá Hafnfirðingar 31,3 milljónir króna í sinn hlut eins og öll önnur lið sem falla úr leik í þessari umferð. Kemur það til viðbótar þeim 127 milljónum sem FH-ingar voru þegar búnir að tryggja sér með þátttöku sinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í sumar. Valur og KR komust áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og fá 56,2 milljónir króna í sinn hlut. Stjarnan, sem tapaði fyrir Shamrock Rovers í fyrstu umferðinni, fær 27,5 milljónir frá UEFA. Hér má sjá greiðslur UEFA vegna Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sigruðu meistarana í fyrsta leik í sögu „danska“ félagsins Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00
Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00