Breiðablik og FH fá 72 milljónir vegna sölu Gylfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. ágúst 2017 10:15 Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Swansea. Vísir/Getty Þegar Gylfi Þór Sigurðsson gengur í raðir Everton munu íslensku félögin sem hann spilaði með fá uppeldisbætur sem nema samtals tæpum 72 milljónum króna, miðað við gengi dagsins. Kaupverð Gylfa hefur ekki verið gefið upp en enskir fjölmiðlar telja það vera um 45 milljónir punda. Samkvæmt heimildum Vísis greiðir Everton um 40 milljónir strax en afganginn þegar Gylfi hefur uppfyllt ákveðin skilyrði samningsins. Miðað við 40 milljóna punda grunnkaupverð og gengi dagsins í dag fær Breiðabliki rúmar 42 milljónir í sinn hlut og FH tæpar 30 milljónir. Gylfi Þór spilaði í yngri flokkum FH en skipti yfir í Breiðablik árið 2003, þá á þrettánda aldursári. Hann var í Kópavoginum í tvö ár og átta mánuði, uns hann samdi við Reading í október 2005. Gylfi Þór var þá nýorðinn sextán ára. Samkvæmt heimildum Vísis fær Breiðablik 0,75 prósent af kaupverði Gylfa Þórs í sinn hlut en FH 0,53 prósent. Þess ber að geta að uppeldisbætur eru greiddar út í hvert sinn sem að leikmaður hefur félagaskipti á milli knattspyrnusambanda, en Gylfi er nú að fara frá Swansea, sem er undir knattspyrnusambandi Wales, til þess enska. Reading fær langmest í sinn hlut af uppeldisbótunum, um 142 milljónir króna. Hoffenheim fær 51 milljón og Tottenham 13 milljónir. Útreikning á hvernig uppeldisbætur skiptast á milli félaga má sjá á heimasíðu FIFA. Gylfi Þór mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá Everton og líklegt er að hann verði kynntur sem nýr leikmaður liðsins innan skamms.Svona skiptast uppeldisbætur Gylfa Þórs: FH: 0,53% Breiðablik: 0,75% Reading: 2,54% Hoffenheim: 0,92% Tottenham: 0,24% Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 „Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17 Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00 Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30 Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Sjá meira
Þegar Gylfi Þór Sigurðsson gengur í raðir Everton munu íslensku félögin sem hann spilaði með fá uppeldisbætur sem nema samtals tæpum 72 milljónum króna, miðað við gengi dagsins. Kaupverð Gylfa hefur ekki verið gefið upp en enskir fjölmiðlar telja það vera um 45 milljónir punda. Samkvæmt heimildum Vísis greiðir Everton um 40 milljónir strax en afganginn þegar Gylfi hefur uppfyllt ákveðin skilyrði samningsins. Miðað við 40 milljóna punda grunnkaupverð og gengi dagsins í dag fær Breiðabliki rúmar 42 milljónir í sinn hlut og FH tæpar 30 milljónir. Gylfi Þór spilaði í yngri flokkum FH en skipti yfir í Breiðablik árið 2003, þá á þrettánda aldursári. Hann var í Kópavoginum í tvö ár og átta mánuði, uns hann samdi við Reading í október 2005. Gylfi Þór var þá nýorðinn sextán ára. Samkvæmt heimildum Vísis fær Breiðablik 0,75 prósent af kaupverði Gylfa Þórs í sinn hlut en FH 0,53 prósent. Þess ber að geta að uppeldisbætur eru greiddar út í hvert sinn sem að leikmaður hefur félagaskipti á milli knattspyrnusambanda, en Gylfi er nú að fara frá Swansea, sem er undir knattspyrnusambandi Wales, til þess enska. Reading fær langmest í sinn hlut af uppeldisbótunum, um 142 milljónir króna. Hoffenheim fær 51 milljón og Tottenham 13 milljónir. Útreikning á hvernig uppeldisbætur skiptast á milli félaga má sjá á heimasíðu FIFA. Gylfi Þór mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá Everton og líklegt er að hann verði kynntur sem nýr leikmaður liðsins innan skamms.Svona skiptast uppeldisbætur Gylfa Þórs: FH: 0,53% Breiðablik: 0,75% Reading: 2,54% Hoffenheim: 0,92% Tottenham: 0,24%
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 „Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17 Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00 Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30 Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Sjá meira
Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00
„Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17
Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00
Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30
Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22