Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 08:30 Hlutabréf Icelandair hafa lækkað um 28 prósent eftir að félagið gaf út kolsvarta afkomuviðvörun 1. febrúar. vísir/pjetur Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Síðan þá hefur gengi hlutabréfa í félaginu lækkað um 28 prósent. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa í flugfélaginu í lok janúarmánaðar, sem Markaðurinn hefur séð, fór vogunarsjóðurinn af hluthafalista Icelandair í mánuðinum. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Opportunity Investments, sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 22,5 milljónir hluta. Miðað við að bréf félagsins voru alla jafna að ganga kaupum og sölum á genginu 22 krónur á hlut í janúar má gera ráð fyrir að sjóðurinn hafi selt hlut sinn fyrir um 495 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur Taconic Capital jafnframt losað um alla eignarhluti sína í öðrum skráðum félögum hér á landi það sem af er árinu. Sjóðurinn hóf að gera sig gildandi á íslenskum hlutabréfamarkaði í fyrra með kaupum á bréfum í Reitum fasteignafélagi, Icelandair Group, Högum, Marel, Eik fasteignafélagi og N1. Þrátt fyrir að sú fjárfesting hafi á þeim tíma samanlagt numið milljörðum króna, þá voru kaup sjóðsins í hverju félagi fyrir sig ekki af þeirri stærðargráðu að þau skiluðu honum á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa. Vogunarsjóðurinn á mikilla hagsmuna að gæta hér á landi sem langsamlega stærsti einstaki hluthafi eignarhaldsfélagsins Kaupþings, með tæplega fjörutíu prósenta hlut, sem og stór eigandi í Arion banka með 9,99 prósenta hlut. Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir dala og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. Stjórnendur félagsins hækkuðu í síðasta mánuði spána í 150 til 160 milljónir dala. Hlutabréf flugfélagsins hafa hríðfallið í verði eftir að félagið sendi frá sér umrædda afkomuviðvörun. Alls nemur lækkunin um 28 prósentum. Bréfin meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Síðan þá hefur gengi hlutabréfa í félaginu lækkað um 28 prósent. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa í flugfélaginu í lok janúarmánaðar, sem Markaðurinn hefur séð, fór vogunarsjóðurinn af hluthafalista Icelandair í mánuðinum. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Opportunity Investments, sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 22,5 milljónir hluta. Miðað við að bréf félagsins voru alla jafna að ganga kaupum og sölum á genginu 22 krónur á hlut í janúar má gera ráð fyrir að sjóðurinn hafi selt hlut sinn fyrir um 495 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur Taconic Capital jafnframt losað um alla eignarhluti sína í öðrum skráðum félögum hér á landi það sem af er árinu. Sjóðurinn hóf að gera sig gildandi á íslenskum hlutabréfamarkaði í fyrra með kaupum á bréfum í Reitum fasteignafélagi, Icelandair Group, Högum, Marel, Eik fasteignafélagi og N1. Þrátt fyrir að sú fjárfesting hafi á þeim tíma samanlagt numið milljörðum króna, þá voru kaup sjóðsins í hverju félagi fyrir sig ekki af þeirri stærðargráðu að þau skiluðu honum á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa. Vogunarsjóðurinn á mikilla hagsmuna að gæta hér á landi sem langsamlega stærsti einstaki hluthafi eignarhaldsfélagsins Kaupþings, með tæplega fjörutíu prósenta hlut, sem og stór eigandi í Arion banka með 9,99 prósenta hlut. Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir dala og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. Stjórnendur félagsins hækkuðu í síðasta mánuði spána í 150 til 160 milljónir dala. Hlutabréf flugfélagsins hafa hríðfallið í verði eftir að félagið sendi frá sér umrædda afkomuviðvörun. Alls nemur lækkunin um 28 prósentum. Bréfin meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira