Camilla Rut sýnir frá undirbúningnum: „Það er erfitt að hlaupa þegar maður er að byrja“ 16. ágúst 2017 09:00 Camilla Rut er á Snapchat undir nafninu camyklikk. Camilla Rut Snapparinn Camilla Rut er ein þeirra sem hleypur til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Þegar þetta er skrifað er hún í fimmta sæti í áheitasöfnun hlauparanna. Camilla Rut hefur safnað 648.137 krónum fyrir Barnaspítala Hringsins síðunni Hlaupastyrkur og enn eru nokkrir dagar eftir af áheitasöfnuninni. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum, ekki einu sinni í mínum villtustu draumum. Þetta er alveg frábært og það er svo gott að geta gefið til baka,“ sagði Camilla Rut í samtali við Vísi. Yngri bróðir Camillu Rutar og tveir frændur hennar hafa þurft að dvelja á Barnaspítalanum vegna veikinda og því var val hennar á góðgerðarfélagi einstaklega persónuleg.Aldrei farið út að hlaupa„Þegar ég heimsótti frænda minn á Barnaspítala Hringsins á dögunum rak ég augun í að flest tækin og tólin sem voru inni á herberginu hans voru merkt sem gjöf frá Hringskonum. Ég áttaði mig þá á því hversu mikið Hringskonur eru að gera fyrir Barnaspítalann.“ Camilla Rut skráði sig í Reykjavíkurmaraþonið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum um að hlaupa og safna áheitum. Camilla Rut sló til þrátt fyrir að vera ekki hlaupari og er hún spennt fyrir hlaupinu á laugardag. „Ég skráði mig í hlaupið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum. Ég hafði svo samband við líkamsræktarstöðina sem ég er að æfa hjá til þess að athuga hvort að það væru einhverjir þjálfarar lausir til þess að taka mig að sér í sumar. Ég var nefnilega ekki í neinu hlaupaformi,“ segir Camilla Rut og hlær. Hún hafði aldrei farið út að hlaupa þegar hún byrjaði þessa þjálfun svo undirbúningsferlið fyrir Reykjavíkurmaraþonið hefur verið henni krefjandi áskorun.Camilla RutErfitt ferli„Gurrý bauðst til þess að taka mig að sér og er ég ótrúlega fegin því,“ segir Camilla Rut en hennar fylgjendur á Snapchat hafa fengið að sjá hlaupaæfingarnar og annan undirbúning í allt sumar. „Ég hef verið að hlaupa allt að átta kílómetra í sumar og ætla ekkert að hlaupa 10 kílómetra fyrr en í hlaupinu sjálfu,“útskýrir Camilla Rut. „Ég ákvað að taka sjálfa mig í gegn á sama tíma og það rífur alltaf í, bæði líkamlega og andlega, þegar maður gerir það. Þetta hefur því verið átakamikið sumar og mikið búið að ganga á. Þetta eru samt breytingar til hins betra. Þó að þetta sé alltaf erfitt þegar á því stendur kemur maður bara sterkari til baka. Það er erfitt að hlaupa þegar maður er að byrja en þegar þolið kemur þá verður þetta auðveldara. Þetta gengur upp á endanum.“ Guðríður Torfadóttir þjálfari Camillu er dugleg að hvetja hana áfram í hlaupunum en Camilla Rut segist einnig fá mikla hvatningu í gegnum Snapchat frá fylgjendum sínum, ættingjum og vinum. „Ég skipti á milli Tinu Turner og Mötley Crüe, það hjálpar mér í gegnum þetta,“ segir hlauparinn um tónlistarval sitt á æfingum.Eins og sjá má á þessu skjáskoti af Snapchat fær Camilla Rut mikla hvatningu frá sínum fylgjendum þegar hún fer út að hlaupaCamilla RutSýnir allar hliðar á Snapchat„Ég hef leyft mínum fylgjendum að sjá allar hliðarnar á þessu, um daginn grét ég,“ segir Camilla en hún hefur talað mjög opinskátt um kvíða og andlega líðan á Snapchat. „Fólk kann virkilega að meta það að maður sé raunverulegur og sýni allt það sem er í gangi. Mér finnst mikilvægt að sýna líka þegar þetta er erfitt og mér gengur ekki vel. Að taka sjálfan sig í gegn er enginn dans á rósum.“ Camilla Rut er orðin þekkt fyrir sína einlægni á Snapchat og virðast margir tengja við hana og það sem hún er að ganga í gegnum. „Ég er hreinskilin og er ekki að fela neitt eða sykurhúða hlutina. Það er svo gott að vera alltaf samkvæmur sjálfum sér.“Hér má finna áheitasíðu Camillu. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Snapparinn Camilla Rut er ein þeirra sem hleypur til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Þegar þetta er skrifað er hún í fimmta sæti í áheitasöfnun hlauparanna. Camilla Rut hefur safnað 648.137 krónum fyrir Barnaspítala Hringsins síðunni Hlaupastyrkur og enn eru nokkrir dagar eftir af áheitasöfnuninni. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum, ekki einu sinni í mínum villtustu draumum. Þetta er alveg frábært og það er svo gott að geta gefið til baka,“ sagði Camilla Rut í samtali við Vísi. Yngri bróðir Camillu Rutar og tveir frændur hennar hafa þurft að dvelja á Barnaspítalanum vegna veikinda og því var val hennar á góðgerðarfélagi einstaklega persónuleg.Aldrei farið út að hlaupa„Þegar ég heimsótti frænda minn á Barnaspítala Hringsins á dögunum rak ég augun í að flest tækin og tólin sem voru inni á herberginu hans voru merkt sem gjöf frá Hringskonum. Ég áttaði mig þá á því hversu mikið Hringskonur eru að gera fyrir Barnaspítalann.“ Camilla Rut skráði sig í Reykjavíkurmaraþonið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum um að hlaupa og safna áheitum. Camilla Rut sló til þrátt fyrir að vera ekki hlaupari og er hún spennt fyrir hlaupinu á laugardag. „Ég skráði mig í hlaupið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum. Ég hafði svo samband við líkamsræktarstöðina sem ég er að æfa hjá til þess að athuga hvort að það væru einhverjir þjálfarar lausir til þess að taka mig að sér í sumar. Ég var nefnilega ekki í neinu hlaupaformi,“ segir Camilla Rut og hlær. Hún hafði aldrei farið út að hlaupa þegar hún byrjaði þessa þjálfun svo undirbúningsferlið fyrir Reykjavíkurmaraþonið hefur verið henni krefjandi áskorun.Camilla RutErfitt ferli„Gurrý bauðst til þess að taka mig að sér og er ég ótrúlega fegin því,“ segir Camilla Rut en hennar fylgjendur á Snapchat hafa fengið að sjá hlaupaæfingarnar og annan undirbúning í allt sumar. „Ég hef verið að hlaupa allt að átta kílómetra í sumar og ætla ekkert að hlaupa 10 kílómetra fyrr en í hlaupinu sjálfu,“útskýrir Camilla Rut. „Ég ákvað að taka sjálfa mig í gegn á sama tíma og það rífur alltaf í, bæði líkamlega og andlega, þegar maður gerir það. Þetta hefur því verið átakamikið sumar og mikið búið að ganga á. Þetta eru samt breytingar til hins betra. Þó að þetta sé alltaf erfitt þegar á því stendur kemur maður bara sterkari til baka. Það er erfitt að hlaupa þegar maður er að byrja en þegar þolið kemur þá verður þetta auðveldara. Þetta gengur upp á endanum.“ Guðríður Torfadóttir þjálfari Camillu er dugleg að hvetja hana áfram í hlaupunum en Camilla Rut segist einnig fá mikla hvatningu í gegnum Snapchat frá fylgjendum sínum, ættingjum og vinum. „Ég skipti á milli Tinu Turner og Mötley Crüe, það hjálpar mér í gegnum þetta,“ segir hlauparinn um tónlistarval sitt á æfingum.Eins og sjá má á þessu skjáskoti af Snapchat fær Camilla Rut mikla hvatningu frá sínum fylgjendum þegar hún fer út að hlaupaCamilla RutSýnir allar hliðar á Snapchat„Ég hef leyft mínum fylgjendum að sjá allar hliðarnar á þessu, um daginn grét ég,“ segir Camilla en hún hefur talað mjög opinskátt um kvíða og andlega líðan á Snapchat. „Fólk kann virkilega að meta það að maður sé raunverulegur og sýni allt það sem er í gangi. Mér finnst mikilvægt að sýna líka þegar þetta er erfitt og mér gengur ekki vel. Að taka sjálfan sig í gegn er enginn dans á rósum.“ Camilla Rut er orðin þekkt fyrir sína einlægni á Snapchat og virðast margir tengja við hana og það sem hún er að ganga í gegnum. „Ég er hreinskilin og er ekki að fela neitt eða sykurhúða hlutina. Það er svo gott að vera alltaf samkvæmur sjálfum sér.“Hér má finna áheitasíðu Camillu.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira