Camilla Rut sýnir frá undirbúningnum: „Það er erfitt að hlaupa þegar maður er að byrja“ 16. ágúst 2017 09:00 Camilla Rut er á Snapchat undir nafninu camyklikk. Camilla Rut Snapparinn Camilla Rut er ein þeirra sem hleypur til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Þegar þetta er skrifað er hún í fimmta sæti í áheitasöfnun hlauparanna. Camilla Rut hefur safnað 648.137 krónum fyrir Barnaspítala Hringsins síðunni Hlaupastyrkur og enn eru nokkrir dagar eftir af áheitasöfnuninni. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum, ekki einu sinni í mínum villtustu draumum. Þetta er alveg frábært og það er svo gott að geta gefið til baka,“ sagði Camilla Rut í samtali við Vísi. Yngri bróðir Camillu Rutar og tveir frændur hennar hafa þurft að dvelja á Barnaspítalanum vegna veikinda og því var val hennar á góðgerðarfélagi einstaklega persónuleg.Aldrei farið út að hlaupa„Þegar ég heimsótti frænda minn á Barnaspítala Hringsins á dögunum rak ég augun í að flest tækin og tólin sem voru inni á herberginu hans voru merkt sem gjöf frá Hringskonum. Ég áttaði mig þá á því hversu mikið Hringskonur eru að gera fyrir Barnaspítalann.“ Camilla Rut skráði sig í Reykjavíkurmaraþonið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum um að hlaupa og safna áheitum. Camilla Rut sló til þrátt fyrir að vera ekki hlaupari og er hún spennt fyrir hlaupinu á laugardag. „Ég skráði mig í hlaupið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum. Ég hafði svo samband við líkamsræktarstöðina sem ég er að æfa hjá til þess að athuga hvort að það væru einhverjir þjálfarar lausir til þess að taka mig að sér í sumar. Ég var nefnilega ekki í neinu hlaupaformi,“ segir Camilla Rut og hlær. Hún hafði aldrei farið út að hlaupa þegar hún byrjaði þessa þjálfun svo undirbúningsferlið fyrir Reykjavíkurmaraþonið hefur verið henni krefjandi áskorun.Camilla RutErfitt ferli„Gurrý bauðst til þess að taka mig að sér og er ég ótrúlega fegin því,“ segir Camilla Rut en hennar fylgjendur á Snapchat hafa fengið að sjá hlaupaæfingarnar og annan undirbúning í allt sumar. „Ég hef verið að hlaupa allt að átta kílómetra í sumar og ætla ekkert að hlaupa 10 kílómetra fyrr en í hlaupinu sjálfu,“útskýrir Camilla Rut. „Ég ákvað að taka sjálfa mig í gegn á sama tíma og það rífur alltaf í, bæði líkamlega og andlega, þegar maður gerir það. Þetta hefur því verið átakamikið sumar og mikið búið að ganga á. Þetta eru samt breytingar til hins betra. Þó að þetta sé alltaf erfitt þegar á því stendur kemur maður bara sterkari til baka. Það er erfitt að hlaupa þegar maður er að byrja en þegar þolið kemur þá verður þetta auðveldara. Þetta gengur upp á endanum.“ Guðríður Torfadóttir þjálfari Camillu er dugleg að hvetja hana áfram í hlaupunum en Camilla Rut segist einnig fá mikla hvatningu í gegnum Snapchat frá fylgjendum sínum, ættingjum og vinum. „Ég skipti á milli Tinu Turner og Mötley Crüe, það hjálpar mér í gegnum þetta,“ segir hlauparinn um tónlistarval sitt á æfingum.Eins og sjá má á þessu skjáskoti af Snapchat fær Camilla Rut mikla hvatningu frá sínum fylgjendum þegar hún fer út að hlaupaCamilla RutSýnir allar hliðar á Snapchat„Ég hef leyft mínum fylgjendum að sjá allar hliðarnar á þessu, um daginn grét ég,“ segir Camilla en hún hefur talað mjög opinskátt um kvíða og andlega líðan á Snapchat. „Fólk kann virkilega að meta það að maður sé raunverulegur og sýni allt það sem er í gangi. Mér finnst mikilvægt að sýna líka þegar þetta er erfitt og mér gengur ekki vel. Að taka sjálfan sig í gegn er enginn dans á rósum.“ Camilla Rut er orðin þekkt fyrir sína einlægni á Snapchat og virðast margir tengja við hana og það sem hún er að ganga í gegnum. „Ég er hreinskilin og er ekki að fela neitt eða sykurhúða hlutina. Það er svo gott að vera alltaf samkvæmur sjálfum sér.“Hér má finna áheitasíðu Camillu. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Snapparinn Camilla Rut er ein þeirra sem hleypur til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Þegar þetta er skrifað er hún í fimmta sæti í áheitasöfnun hlauparanna. Camilla Rut hefur safnað 648.137 krónum fyrir Barnaspítala Hringsins síðunni Hlaupastyrkur og enn eru nokkrir dagar eftir af áheitasöfnuninni. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum, ekki einu sinni í mínum villtustu draumum. Þetta er alveg frábært og það er svo gott að geta gefið til baka,“ sagði Camilla Rut í samtali við Vísi. Yngri bróðir Camillu Rutar og tveir frændur hennar hafa þurft að dvelja á Barnaspítalanum vegna veikinda og því var val hennar á góðgerðarfélagi einstaklega persónuleg.Aldrei farið út að hlaupa„Þegar ég heimsótti frænda minn á Barnaspítala Hringsins á dögunum rak ég augun í að flest tækin og tólin sem voru inni á herberginu hans voru merkt sem gjöf frá Hringskonum. Ég áttaði mig þá á því hversu mikið Hringskonur eru að gera fyrir Barnaspítalann.“ Camilla Rut skráði sig í Reykjavíkurmaraþonið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum um að hlaupa og safna áheitum. Camilla Rut sló til þrátt fyrir að vera ekki hlaupari og er hún spennt fyrir hlaupinu á laugardag. „Ég skráði mig í hlaupið í byrjun sumars eftir að hafa fengið áskorun frá Hringskonum. Ég hafði svo samband við líkamsræktarstöðina sem ég er að æfa hjá til þess að athuga hvort að það væru einhverjir þjálfarar lausir til þess að taka mig að sér í sumar. Ég var nefnilega ekki í neinu hlaupaformi,“ segir Camilla Rut og hlær. Hún hafði aldrei farið út að hlaupa þegar hún byrjaði þessa þjálfun svo undirbúningsferlið fyrir Reykjavíkurmaraþonið hefur verið henni krefjandi áskorun.Camilla RutErfitt ferli„Gurrý bauðst til þess að taka mig að sér og er ég ótrúlega fegin því,“ segir Camilla Rut en hennar fylgjendur á Snapchat hafa fengið að sjá hlaupaæfingarnar og annan undirbúning í allt sumar. „Ég hef verið að hlaupa allt að átta kílómetra í sumar og ætla ekkert að hlaupa 10 kílómetra fyrr en í hlaupinu sjálfu,“útskýrir Camilla Rut. „Ég ákvað að taka sjálfa mig í gegn á sama tíma og það rífur alltaf í, bæði líkamlega og andlega, þegar maður gerir það. Þetta hefur því verið átakamikið sumar og mikið búið að ganga á. Þetta eru samt breytingar til hins betra. Þó að þetta sé alltaf erfitt þegar á því stendur kemur maður bara sterkari til baka. Það er erfitt að hlaupa þegar maður er að byrja en þegar þolið kemur þá verður þetta auðveldara. Þetta gengur upp á endanum.“ Guðríður Torfadóttir þjálfari Camillu er dugleg að hvetja hana áfram í hlaupunum en Camilla Rut segist einnig fá mikla hvatningu í gegnum Snapchat frá fylgjendum sínum, ættingjum og vinum. „Ég skipti á milli Tinu Turner og Mötley Crüe, það hjálpar mér í gegnum þetta,“ segir hlauparinn um tónlistarval sitt á æfingum.Eins og sjá má á þessu skjáskoti af Snapchat fær Camilla Rut mikla hvatningu frá sínum fylgjendum þegar hún fer út að hlaupaCamilla RutSýnir allar hliðar á Snapchat„Ég hef leyft mínum fylgjendum að sjá allar hliðarnar á þessu, um daginn grét ég,“ segir Camilla en hún hefur talað mjög opinskátt um kvíða og andlega líðan á Snapchat. „Fólk kann virkilega að meta það að maður sé raunverulegur og sýni allt það sem er í gangi. Mér finnst mikilvægt að sýna líka þegar þetta er erfitt og mér gengur ekki vel. Að taka sjálfan sig í gegn er enginn dans á rósum.“ Camilla Rut er orðin þekkt fyrir sína einlægni á Snapchat og virðast margir tengja við hana og það sem hún er að ganga í gegnum. „Ég er hreinskilin og er ekki að fela neitt eða sykurhúða hlutina. Það er svo gott að vera alltaf samkvæmur sjálfum sér.“Hér má finna áheitasíðu Camillu.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira