Hundruð manna grófust undir aurflóði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Margir óðu út í drulluna í von um að bjarga ástvinum sínum. Það er hættulegt verk sé fólk ekki nægilega hávaxið til að standa upp úr forinni. vísir/afp Óttast er að hundruð hafi látist eftir að aurskriða fór yfir úthverfi Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Fjölmargar ólöglegar byggingar höfðu verið reistar á því svæði sem aurinn flæddi yfir. „Það er líklegt að hundruð liggi grafin undir framburðinum,“ segir Victor Foh, varaforseti landsins. „Þetta er skelfilegur atburður. Ég er algjörlega niðurbrotinn. Sem stendur vinnum við að því að girða svæðið af og koma fólki af vettvangi.“ „Hingað hafa komið yfir 300 lík og talan fer bara hækkandi,“ sagði Mohamed Sinneh, starfsmaður líkhúss í Freetown, við AFP fréttaveituna. Hann bætti því við að geymslur hússins væru yfirfullar. Tölur frá Rauða krossinum herma að að minnsta kosti 200 hafi farist. Næsta víst er talið að það sé vanáætlað. Hersveitir og björgunarlið hafa verið kallaðar út til að bjarga fólki úr rústum húsa sinna. Talið er ólíklegt að fólk sem lenti í flóðinu muni komast lífs af. Ríkissjónvarp landsins rauf útsendingu til að sýna frá björgunaraðgerðum. Myndirnar voru sláandi. Sumstaðar óð fólk aur upp að hálsi í örvæntingarfullri tilraun til að finna ástvini sem lentu undir forinni. Björgunaraðgerðir eru sérstaklega varasamar á svæðinu. Aurinn er þéttur ásjónar en sé fæti drepið óvarlega niður er mikil hætta á að hann geti gleypt mann. Flóð eru algeng í höfuðborginni en aðeins eru tvö ár síðan tíu fórust í höfuðborginni Freetown, sem er á vesturströnd Afríku, í flóðum. Um milljón manns býr í borginni en þúsundir töpuðu heimili sínu þá. Ljóst er að tjónið nú er enn meira því heilu hverfin hurfu af yfirborði jarðar í aurflóðinu. Ástæðu flóðsins má rekja til mikils úrhellis sem verið hefur í landinu undanfarna daga. Í ósamþykktum byggðum og fátækum hverfum er algengt að ástandi holræsa og vega sé ábótavant. Sumstaðar er ekki um það að ræða að slík mannvirki séu til staðar. Afleiðingin getur verið sú að regnvatn rennur ekki í rörum neðan jarðar heldur safnast saman ofanjarðar með fyrrgreindum afleiðingum. Birtist í Fréttablaðinu Síerra Leóne Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Óttast er að hundruð hafi látist eftir að aurskriða fór yfir úthverfi Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Fjölmargar ólöglegar byggingar höfðu verið reistar á því svæði sem aurinn flæddi yfir. „Það er líklegt að hundruð liggi grafin undir framburðinum,“ segir Victor Foh, varaforseti landsins. „Þetta er skelfilegur atburður. Ég er algjörlega niðurbrotinn. Sem stendur vinnum við að því að girða svæðið af og koma fólki af vettvangi.“ „Hingað hafa komið yfir 300 lík og talan fer bara hækkandi,“ sagði Mohamed Sinneh, starfsmaður líkhúss í Freetown, við AFP fréttaveituna. Hann bætti því við að geymslur hússins væru yfirfullar. Tölur frá Rauða krossinum herma að að minnsta kosti 200 hafi farist. Næsta víst er talið að það sé vanáætlað. Hersveitir og björgunarlið hafa verið kallaðar út til að bjarga fólki úr rústum húsa sinna. Talið er ólíklegt að fólk sem lenti í flóðinu muni komast lífs af. Ríkissjónvarp landsins rauf útsendingu til að sýna frá björgunaraðgerðum. Myndirnar voru sláandi. Sumstaðar óð fólk aur upp að hálsi í örvæntingarfullri tilraun til að finna ástvini sem lentu undir forinni. Björgunaraðgerðir eru sérstaklega varasamar á svæðinu. Aurinn er þéttur ásjónar en sé fæti drepið óvarlega niður er mikil hætta á að hann geti gleypt mann. Flóð eru algeng í höfuðborginni en aðeins eru tvö ár síðan tíu fórust í höfuðborginni Freetown, sem er á vesturströnd Afríku, í flóðum. Um milljón manns býr í borginni en þúsundir töpuðu heimili sínu þá. Ljóst er að tjónið nú er enn meira því heilu hverfin hurfu af yfirborði jarðar í aurflóðinu. Ástæðu flóðsins má rekja til mikils úrhellis sem verið hefur í landinu undanfarna daga. Í ósamþykktum byggðum og fátækum hverfum er algengt að ástandi holræsa og vega sé ábótavant. Sumstaðar er ekki um það að ræða að slík mannvirki séu til staðar. Afleiðingin getur verið sú að regnvatn rennur ekki í rörum neðan jarðar heldur safnast saman ofanjarðar með fyrrgreindum afleiðingum.
Birtist í Fréttablaðinu Síerra Leóne Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira