Setja milljarð í að bæta vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2017 20:00 Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um að það vanti fólk í yfir 130 stöður í leikskólum og yfir sjötíu í grunnskólum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir algjört forgangsatriði hjá borginni að fylla þessar stöður. „Þetta vinnst með sameiginlegu átaki. Stjórnendur okkar eru útsjónasamir að leita lausna og sviðið er að vinna baki brotnu til að leysa þessi mál. Og það mun leysast," segir Skúli. Stjórnendur hafa bent á að það hafi verið augljóst hvert stefndi strax í vor og margir furða sig á seinum viðbrögðum stjórnvalda. Skúli segir að unnið hafi verið að greiningu á vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara frá því síðasta haust og bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. „Það stefnir í að þetta gæti orðið einn milljarður til viðbótar við þá tvo milljarða sem við höfum fengið í aukningu á þessu ári, miðað við í fyrra, þannig að þetta eru býsna stórar tölur.“Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsÞetta fjármagn er ekki hægt að nota í launahækkanir enda eru laun greidd eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga. En borgin mun einnig reyna að höfða til þeirra sem hafa kennararéttindi en starfa á öðrum vettvangi - enda fimm þúsund manns á landinu með kennaramenntun. „Við erum að láta vinna rannsókn af hverju þessi hópur er ekki að nýta sína menntun og hvað við getum gert til að fá fólkið til starfa.“En eru það einhver geimvísindi, er þetta ekki bara spurning um hærri laun? Það er þess vegna sem við byrjuðum á að hækka launin. Þau hafa hækkað talsvert mikið frá 2014 en sannarlega mega þau hækka meira. Það þarf að mínu mati að breyta gildismatinu og launastrúktúrnum í landinu," segir Skúli Helgason. Tengdar fréttir Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Biðlistar lengjast hjá dagforeldrum sem eru enn með börn á leikskólaaldri í vistun og foreldrar barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu. 10. ágúst 2017 19:08 Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45 Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um að það vanti fólk í yfir 130 stöður í leikskólum og yfir sjötíu í grunnskólum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir algjört forgangsatriði hjá borginni að fylla þessar stöður. „Þetta vinnst með sameiginlegu átaki. Stjórnendur okkar eru útsjónasamir að leita lausna og sviðið er að vinna baki brotnu til að leysa þessi mál. Og það mun leysast," segir Skúli. Stjórnendur hafa bent á að það hafi verið augljóst hvert stefndi strax í vor og margir furða sig á seinum viðbrögðum stjórnvalda. Skúli segir að unnið hafi verið að greiningu á vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara frá því síðasta haust og bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. „Það stefnir í að þetta gæti orðið einn milljarður til viðbótar við þá tvo milljarða sem við höfum fengið í aukningu á þessu ári, miðað við í fyrra, þannig að þetta eru býsna stórar tölur.“Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsÞetta fjármagn er ekki hægt að nota í launahækkanir enda eru laun greidd eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga. En borgin mun einnig reyna að höfða til þeirra sem hafa kennararéttindi en starfa á öðrum vettvangi - enda fimm þúsund manns á landinu með kennaramenntun. „Við erum að láta vinna rannsókn af hverju þessi hópur er ekki að nýta sína menntun og hvað við getum gert til að fá fólkið til starfa.“En eru það einhver geimvísindi, er þetta ekki bara spurning um hærri laun? Það er þess vegna sem við byrjuðum á að hækka launin. Þau hafa hækkað talsvert mikið frá 2014 en sannarlega mega þau hækka meira. Það þarf að mínu mati að breyta gildismatinu og launastrúktúrnum í landinu," segir Skúli Helgason.
Tengdar fréttir Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Biðlistar lengjast hjá dagforeldrum sem eru enn með börn á leikskólaaldri í vistun og foreldrar barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu. 10. ágúst 2017 19:08 Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45 Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Biðlistar lengjast hjá dagforeldrum sem eru enn með börn á leikskólaaldri í vistun og foreldrar barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu. 10. ágúst 2017 19:08
Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45
Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30