Setja milljarð í að bæta vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2017 20:00 Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um að það vanti fólk í yfir 130 stöður í leikskólum og yfir sjötíu í grunnskólum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir algjört forgangsatriði hjá borginni að fylla þessar stöður. „Þetta vinnst með sameiginlegu átaki. Stjórnendur okkar eru útsjónasamir að leita lausna og sviðið er að vinna baki brotnu til að leysa þessi mál. Og það mun leysast," segir Skúli. Stjórnendur hafa bent á að það hafi verið augljóst hvert stefndi strax í vor og margir furða sig á seinum viðbrögðum stjórnvalda. Skúli segir að unnið hafi verið að greiningu á vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara frá því síðasta haust og bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. „Það stefnir í að þetta gæti orðið einn milljarður til viðbótar við þá tvo milljarða sem við höfum fengið í aukningu á þessu ári, miðað við í fyrra, þannig að þetta eru býsna stórar tölur.“Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsÞetta fjármagn er ekki hægt að nota í launahækkanir enda eru laun greidd eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga. En borgin mun einnig reyna að höfða til þeirra sem hafa kennararéttindi en starfa á öðrum vettvangi - enda fimm þúsund manns á landinu með kennaramenntun. „Við erum að láta vinna rannsókn af hverju þessi hópur er ekki að nýta sína menntun og hvað við getum gert til að fá fólkið til starfa.“En eru það einhver geimvísindi, er þetta ekki bara spurning um hærri laun? Það er þess vegna sem við byrjuðum á að hækka launin. Þau hafa hækkað talsvert mikið frá 2014 en sannarlega mega þau hækka meira. Það þarf að mínu mati að breyta gildismatinu og launastrúktúrnum í landinu," segir Skúli Helgason. Tengdar fréttir Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Biðlistar lengjast hjá dagforeldrum sem eru enn með börn á leikskólaaldri í vistun og foreldrar barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu. 10. ágúst 2017 19:08 Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45 Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um að það vanti fólk í yfir 130 stöður í leikskólum og yfir sjötíu í grunnskólum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir algjört forgangsatriði hjá borginni að fylla þessar stöður. „Þetta vinnst með sameiginlegu átaki. Stjórnendur okkar eru útsjónasamir að leita lausna og sviðið er að vinna baki brotnu til að leysa þessi mál. Og það mun leysast," segir Skúli. Stjórnendur hafa bent á að það hafi verið augljóst hvert stefndi strax í vor og margir furða sig á seinum viðbrögðum stjórnvalda. Skúli segir að unnið hafi verið að greiningu á vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara frá því síðasta haust og bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. „Það stefnir í að þetta gæti orðið einn milljarður til viðbótar við þá tvo milljarða sem við höfum fengið í aukningu á þessu ári, miðað við í fyrra, þannig að þetta eru býsna stórar tölur.“Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsÞetta fjármagn er ekki hægt að nota í launahækkanir enda eru laun greidd eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga. En borgin mun einnig reyna að höfða til þeirra sem hafa kennararéttindi en starfa á öðrum vettvangi - enda fimm þúsund manns á landinu með kennaramenntun. „Við erum að láta vinna rannsókn af hverju þessi hópur er ekki að nýta sína menntun og hvað við getum gert til að fá fólkið til starfa.“En eru það einhver geimvísindi, er þetta ekki bara spurning um hærri laun? Það er þess vegna sem við byrjuðum á að hækka launin. Þau hafa hækkað talsvert mikið frá 2014 en sannarlega mega þau hækka meira. Það þarf að mínu mati að breyta gildismatinu og launastrúktúrnum í landinu," segir Skúli Helgason.
Tengdar fréttir Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Biðlistar lengjast hjá dagforeldrum sem eru enn með börn á leikskólaaldri í vistun og foreldrar barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu. 10. ágúst 2017 19:08 Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45 Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Biðlistar lengjast hjá dagforeldrum sem eru enn með börn á leikskólaaldri í vistun og foreldrar barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu. 10. ágúst 2017 19:08
Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45
Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30