Þúsund knattspyrnuleikir fóru fram í Fossvoginum um helgina þegar Arion Banka mót Víkings fór fram.
Meira en tvö þúsund börn á aldrinum fjögurra til átta ára tóku þátt í mótinu. Keppt var í sjöunda og áttunda flokki karla og kvenna en alls voru 370 lið skráð til leiks frá félögum víðs vegar að á landinu.
Eins og gefur að skilja er umfangið mikið þegar svo stór hópur kemur saman en mótshaldarar telja að gestir á mótinu hafi verið á milli sjö og átta þúsund um helgina.
Alls komu 300 sjálfboðaliðar að skipulagi mótsins og 180 dómarar, þar af margir leikmanna meistaraflokka karla og kvenna úr Víkingi. Spilað var á alls átján völlum en engin úrslit voru þó skráð, enda tilgangurinn fyrst og fremst að koma saman og spila góða knattspyrnu.
Þetta er í sjöunda sinn sem mótið er haldið og fer það vaxandi með hverju árinu
