Fimm skátar enn þá veikir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 20:00 Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Flestir skátar og foringjar þeirra hafa verið útskrifaðir úr sóttkví í fjöldahjálpastöðinni í Hveragerði. Átta voru eftir í húsinu í dag og þar af voru fimm ennþá veikir. Halda þarf stöðinni opinni að minnsta kosti til morguns. Alls voru 181 erlendur skáti og foringjar þeirra fluttir frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði á fimmtudagskvöld vegna nóróveirusýkingar sem kom upp í hópnum. Um var að ræða umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi.Flestir hafa nú verið útskrifaðir og lögðu einhverjir af stað heim með flugi í morgun. „Núna eru flestir farnir úr húsi. Það eru átta skátar eftir í húsi. Þar af eru fiimm sem eru veikir og þar af fjórir sem eru ennþá með einkenni," segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Sóttvarnarlæknir tekur ákvarðanir um útskrift og fengu 59 skátar að yfirgefa miðstöðina í dag. Til þess að fá að útskrifast þurfa einstaklingar að hafa verið einkennalausir í að minnsta kosti átta klukkustundir. Þar sem fimm eru ennþá veikir er ekki útlit fyrir að hægt verði að loka miðstöðinni í dag. „Þeir verða sennilega hérna yfir nóttina og síðan verður staðan tekin á morgun. Hvernig heilsan þeirra er og hvort sóttvarnalæknir útskrifi þá," segir Fjóla. Nýja kerran notuð Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Fyrir einungis tveimur mánuðum keypti Árnesingadeild Rauða Krossins neyðarkerru sem hugsuð var til nota í mögulegum jarðskjálftum eða hamförum. Þær reyndust nauðsynlegar í þessari aðgerð þar sem beddar og ýmis annar búnaður var þar til staðar. „Við vorum stolt þegar við gátum rennt úr hlaði með þessa kerru af því við áttum ekki von á að við þyrftum nokkurn tímann að nota hana. En annað kom nú á daginn og við erum búin að læra ótrúlega mikið á þessu," segir Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Farga þurfti fatnaði einhverra skáta og þurftu því sumir á hreinum fötum og skóm að halda en Rauði Krossinn sá um að útvega það. Enginn sjálfboðaliði eða starfsmaður á svæðinu hefur veikst en Fjóla segir að álagið hafi verið mikið. „Það er búið að vera að sjálfsögðu mikið álag á öllum en við erum mjög stór hópur af sjálfboðaliðum og Rauða Krossinum og það hafa allir sinnt sínu hlutverki afskaplega vel," segir Fjóla. Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira
Flestir skátar og foringjar þeirra hafa verið útskrifaðir úr sóttkví í fjöldahjálpastöðinni í Hveragerði. Átta voru eftir í húsinu í dag og þar af voru fimm ennþá veikir. Halda þarf stöðinni opinni að minnsta kosti til morguns. Alls voru 181 erlendur skáti og foringjar þeirra fluttir frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði á fimmtudagskvöld vegna nóróveirusýkingar sem kom upp í hópnum. Um var að ræða umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi.Flestir hafa nú verið útskrifaðir og lögðu einhverjir af stað heim með flugi í morgun. „Núna eru flestir farnir úr húsi. Það eru átta skátar eftir í húsi. Þar af eru fiimm sem eru veikir og þar af fjórir sem eru ennþá með einkenni," segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Sóttvarnarlæknir tekur ákvarðanir um útskrift og fengu 59 skátar að yfirgefa miðstöðina í dag. Til þess að fá að útskrifast þurfa einstaklingar að hafa verið einkennalausir í að minnsta kosti átta klukkustundir. Þar sem fimm eru ennþá veikir er ekki útlit fyrir að hægt verði að loka miðstöðinni í dag. „Þeir verða sennilega hérna yfir nóttina og síðan verður staðan tekin á morgun. Hvernig heilsan þeirra er og hvort sóttvarnalæknir útskrifi þá," segir Fjóla. Nýja kerran notuð Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Fyrir einungis tveimur mánuðum keypti Árnesingadeild Rauða Krossins neyðarkerru sem hugsuð var til nota í mögulegum jarðskjálftum eða hamförum. Þær reyndust nauðsynlegar í þessari aðgerð þar sem beddar og ýmis annar búnaður var þar til staðar. „Við vorum stolt þegar við gátum rennt úr hlaði með þessa kerru af því við áttum ekki von á að við þyrftum nokkurn tímann að nota hana. En annað kom nú á daginn og við erum búin að læra ótrúlega mikið á þessu," segir Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Farga þurfti fatnaði einhverra skáta og þurftu því sumir á hreinum fötum og skóm að halda en Rauði Krossinn sá um að útvega það. Enginn sjálfboðaliði eða starfsmaður á svæðinu hefur veikst en Fjóla segir að álagið hafi verið mikið. „Það er búið að vera að sjálfsögðu mikið álag á öllum en við erum mjög stór hópur af sjálfboðaliðum og Rauða Krossinum og það hafa allir sinnt sínu hlutverki afskaplega vel," segir Fjóla.
Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira