Innlent

Sautján stiga hiti í kortunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fiskideginum verður fagnað á Dalvík um helgina.
Fiskideginum verður fagnað á Dalvík um helgina. Rigg
Eins og svo oft áður verður veðrinu misskipt á landinu næstu daga, eins og veðurfræðingur Veðurstofunnar kemst að orði nú í morgun.

Sunnan heiða verður víðast hvar bjartviðri í norðanáttinni sem er ríkjandi en norðantil, einkum austan við Tröllaskaga og á austanverðu landinu, verður mun þungbúnara um að litast. Þar verður vætusamt í dag og fram eftir degi á morgun.

Þá mun hitinn ekki ná sér á strik norðantil en „þar sem sólin vermir grund sunnan jökla gæti hámarkshiti náð jafn vel 17 stigum,“ eins og veðurfræðingurinn kemst að orði.

Hann bætir við að svipað veður sé í kortunum á morgun en þó dregur bæði úr vindi og úrkomu undir kvöld. Það verður þó rólegra um að litast um helgina, bæði hvað varðar vind og úrkomu - „og ættu hinar ýmsu hátíðir helgarinnar að geta farið fram án þess að veðrið setji strik í reikninginn.“



Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðlæg átt 3-10 m/s, en vestlægari syðst og skýjað með köflum. Stöku skúrir seinnipartinn en Léttir víðast til undir kvöld. Hiti 7 til 14 stig.

Á sunnudag:

Breytileg átt 3-8 og bjart að mestu, en skýjað með köflum vestantil og líkur á stöku skúrum síðdegis. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:

Austlæg eða breytileg átt 3-8, skýjað með köflum og dálítil rigning eða skúrir sunnantil. Hiti yfirleitt 8 til 14 stig.

Á þriðjudag:

Hægur vindur, skýjað með köflum og stöku skúrir, en þurrt að mestu norðanlands. Áfram svipaður hiti.

Á miðvikudag:

Hægur vindur og minniháttar væta, en útlit fyrir vaxandi austanátt með rigningu syðst á landinu undir kvöld. Hiti 8 til 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×