Öllum að óvörum náði Norðmaðurinn Karsten Warholm að vinna gull í 400 m grindahlaupi á HM í frjálsum í London í gær. Sigur Warholm var sá fyrsti hjá Norðmanni á HM í frjálsum í níu ár, síðan að Andreas Thorkildsen vann gull í spjótkasti.
Warholm er einungis 21 ára og er fyrrum tugþrautarkappi. Tímabilið er hans fyrsta þar sem hann keppir eingöngu í 400 m grindahlaupi og það bar árangur í gær.
Kerron Clement, Ólympíumeistarinn í greininni, þurfti að játa sig sigraðan í gær en viðbrögð Warholm voru ósvikin þegar hann kom í mark í gær.
„Ég trúi þessu í alvörunni ekki,“ sagði Warholm sem er orðin að þjóðarhetju í Noregi og aðalumfjöllunarefni fjölmiðla þar í landi. „Ég hef lagt svo mikið á mig en ég veit ekki hvað ég hef gert. Þetta er ótrúleg tilfinning - ég er heimsmeistari.“
Warholm spilaði knattspyrnu þar til hann varð fjórtán ára en þá tóku frjálsíþróttirnar við. Í fyrstu þótti hann mikið efni í stökkgreinum en árið 2015 var tekin ákvörðun um að einbeita sér að 400 m grindahlaupi.
Hann vann sinn riðil í undanrásum í greinni á Ólympíuleikunum í fyrra, en komst ekki í úrslitin. Nánar er fjallað um feril hans í frétt VG.
21 árs Norðmaður stal senunni með óvæntu gulli
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn