Jóga fyrir tættar mæður og þreytta feður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 23:51 Sigrún Halla segir að hugleiðsla sé gott tæki til að vinna úr erfiðum upplifunum. Sigrún Halla „Ég á það til að setja ullarsokka á hendurnar á barninu mínu, skilja eftir kveikt á eldavélarhellunum og fara út úr húsi og ég man aldrei nokkurn tíman eftir afmælisdögum.“ Þetta segir Sigrún Halla, jógakennari, um kveikjuna að námskeiðinu sem hún er að fara af stað með sem er undir yfirskriftinni „jóga fyrir tættar mæður og þreytta feður.“ Hún segir að sín leið til að „halda sönsum“ sé að stunda Kundalini jóga og því segir Sigrún að titill námskeiðsins sé í höfuðið á sjálfri sér „Ég veit að það eru ótalmargir þarna úti, konur og karlar, sem eru í sömu sporum og ég. Þaðan spratt þessi hugmynd að vera með jóga fyrir tættar mæður og þreytta pabba,“ segir Sigrún.Sigrún Halla segir fjölskyldur vera undir miklu álagi.Helgi ÓmarssonÍ námskeiðslýsingunni segir: „Álag og áreiti sem við búum við í dag er gríðarlegt“ og þá segir Sigrún í samtali við Vísi að utanaðkomandi álag hafi aukist til muna á fjölskyldur eins og þær leggi sig. „Það er svo mikil pressa að standa sig á öllum vígstöðvum; í vinnunni, í uppeldinu og í félagslífinu. Það er svo mikið álag sem fylgir öllu þessu upplýsingaflæði sem við verðum fyrir í gegnum samfélagsmiðla, án þess að gera lítið úr upplifun fyrri kynslóða,“ segir Sigrún sem bætir við að í sífellu þurfi að gera og græja. Spurð að því hvort hún mæli með námskeiðinu fyrir konur sem þjáist af fæðingarþunglyndi svarar Sigrún játandi. „Hugleiðsla er gott tækifæri til úrvinnslu á erfiðum upplifunum,“ segir Sigrún sem bendir á að ávinningur þess að stunda jóga sé fjölþættur: „Kundalini jóga, sem er það jóga sem ég kenni er, kallað jóga meðvitundar. Tækni til að finna tengingu við sjálfan sig og umheiminn. Það styrkir taugakerfið, innkirtlakerfið, ónæmiskerfið, lungun, eykur einbeitingu, minnkar streitu. Ég gæti haldið lengi áfram,“ segir Sigrún. Á námskeiðinu segir Sigrún að verði lögð áhersla á að minnka streitu, auka einbeitingu og jafnvægi í líkamanum. „Ójafnvægi í huganum getur komið fram sem líkamleg einkenni og líkamlegir kvillar geta valdið ójafnvægi í huganum. Ef við erum þreytt og tætt og eigum erfitt með að ná utan um hlutina, þá er besta ráðið að koma jafnvægi á sjálfan sig. Um leið og því er náð er auðveldara að koma jafnvægi á hlutina í kringum þig,“ segir Sigrún.Standa fyrir „jógaþoni“Námskeiðið er kennt í jógasal Ljósheima en í boði er „opin vika“ dagana 28. ágúst – 2. september þar sem frítt er í alla tíma samkvæmt stundaskrá. Svo ætla þær að enda dagskrána á sunnudeginum 3. sept. með jógaþoni. Fólk getur stundað jóga allan daginn. „Við ætlum að vera með stanslaust jóga frá 10:00-22:00 þar sem allir tímarnir eru kenndir í stuttri útgáfu eða 30 mínútur hver tími. Þá gefst fólki tækifæri á að prófa sem flestar tegundir af jóga sem boði eru í Ljósheimum í vetur,“ segir Sigrún. Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
„Ég á það til að setja ullarsokka á hendurnar á barninu mínu, skilja eftir kveikt á eldavélarhellunum og fara út úr húsi og ég man aldrei nokkurn tíman eftir afmælisdögum.“ Þetta segir Sigrún Halla, jógakennari, um kveikjuna að námskeiðinu sem hún er að fara af stað með sem er undir yfirskriftinni „jóga fyrir tættar mæður og þreytta feður.“ Hún segir að sín leið til að „halda sönsum“ sé að stunda Kundalini jóga og því segir Sigrún að titill námskeiðsins sé í höfuðið á sjálfri sér „Ég veit að það eru ótalmargir þarna úti, konur og karlar, sem eru í sömu sporum og ég. Þaðan spratt þessi hugmynd að vera með jóga fyrir tættar mæður og þreytta pabba,“ segir Sigrún.Sigrún Halla segir fjölskyldur vera undir miklu álagi.Helgi ÓmarssonÍ námskeiðslýsingunni segir: „Álag og áreiti sem við búum við í dag er gríðarlegt“ og þá segir Sigrún í samtali við Vísi að utanaðkomandi álag hafi aukist til muna á fjölskyldur eins og þær leggi sig. „Það er svo mikil pressa að standa sig á öllum vígstöðvum; í vinnunni, í uppeldinu og í félagslífinu. Það er svo mikið álag sem fylgir öllu þessu upplýsingaflæði sem við verðum fyrir í gegnum samfélagsmiðla, án þess að gera lítið úr upplifun fyrri kynslóða,“ segir Sigrún sem bætir við að í sífellu þurfi að gera og græja. Spurð að því hvort hún mæli með námskeiðinu fyrir konur sem þjáist af fæðingarþunglyndi svarar Sigrún játandi. „Hugleiðsla er gott tækifæri til úrvinnslu á erfiðum upplifunum,“ segir Sigrún sem bendir á að ávinningur þess að stunda jóga sé fjölþættur: „Kundalini jóga, sem er það jóga sem ég kenni er, kallað jóga meðvitundar. Tækni til að finna tengingu við sjálfan sig og umheiminn. Það styrkir taugakerfið, innkirtlakerfið, ónæmiskerfið, lungun, eykur einbeitingu, minnkar streitu. Ég gæti haldið lengi áfram,“ segir Sigrún. Á námskeiðinu segir Sigrún að verði lögð áhersla á að minnka streitu, auka einbeitingu og jafnvægi í líkamanum. „Ójafnvægi í huganum getur komið fram sem líkamleg einkenni og líkamlegir kvillar geta valdið ójafnvægi í huganum. Ef við erum þreytt og tætt og eigum erfitt með að ná utan um hlutina, þá er besta ráðið að koma jafnvægi á sjálfan sig. Um leið og því er náð er auðveldara að koma jafnvægi á hlutina í kringum þig,“ segir Sigrún.Standa fyrir „jógaþoni“Námskeiðið er kennt í jógasal Ljósheima en í boði er „opin vika“ dagana 28. ágúst – 2. september þar sem frítt er í alla tíma samkvæmt stundaskrá. Svo ætla þær að enda dagskrána á sunnudeginum 3. sept. með jógaþoni. Fólk getur stundað jóga allan daginn. „Við ætlum að vera með stanslaust jóga frá 10:00-22:00 þar sem allir tímarnir eru kenndir í stuttri útgáfu eða 30 mínútur hver tími. Þá gefst fólki tækifæri á að prófa sem flestar tegundir af jóga sem boði eru í Ljósheimum í vetur,“ segir Sigrún.
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira