„Átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2017 18:45 Karlmaður sem glímir við geðsjúkdóm segir að ungir karlmenn verði að opna sig til þess að takast á við sjúkdóminn. Hann gagnrýnir að bráðamóttaka geðdeildar skuli vera með takmarkaðan opnunartíma, sem getur verið lífshættulegt fyrir einstakling sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður skrifaði opinn pistill á Vísi í gær þar sem hann beinir orðum sínum til ungra karlmanna sem vilja deyja, en þar fer hann í gegnum þær hugsanir sem sækja á, eins og hann upplifði í sínum veikindum. „Þetta er versta tímabil ævi manns að ganga í gegnum. Það er einhvern veginn svona öll sund virðast lokuð og það er ekki mikil jákvæðni gagnvart framtíðinni,“ segir Ingólfur. Hann segir áríðandi fyrir þá sem gangi í gegnum svona tímabil að finna þrautseigjuna til þess að standa af sér storminn og samhliða því að vinna í sjálfum sér. Hann segir að aðstoð fjölskyldunnar hafi verið ómetanleg í sínu bataferli. „Ferlið sjálft hefur innihaldið heimsóknir til geðlækna, á geðdeild og tíma hjá sálfræðingi og þar hefur maður kynnst góðu fólki sem hefur hjálpað manni mikið,“ segir Ingólfur. Ingólfur þurfti í sínum veikindum að leita á geðdeild þar sem hann var vistaður til skamms tíma. Hann gagnrýnir að geðdeildin skuli vera með takmarkaðan opnunartíma. „Fyrir það fyrsta að þá er starfsfólkið virkilega hæft. Mjög gott starfsfólk sem ég kynntist en því miður að þá er upplifunin slík að þú ert svona hálf partinn afgangs. Það hefur rosalega mikil áhrif á mann ekki til góðs og sem dæmi er algjörlega átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild. Það er eiginlega bara til háborinnar skammar og því má breyta strax á morgun,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að yfirvöld verði að efla forvarnir í málaflokknum og hlúa betur að geðdeildinni. „Algjörlega og grípa fyrr inn í. Fólk á ekki að vera aðframkomið upp á geðdeild í mikilli sjálfsvígshættu. Það á líka að vera hægt að leita sér aðstoðar og grípa til aðgerða miklu miklu fyrr þegar það stefnir í óefni, segir Ingólfur. Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn. Var það annað sjálfsvígið á deildinni á tíu dögum. Yfirstjórn spítalans fundaði um málið með heilbrigðisráðherra á föstudaginn en ekkert hefur heyrst frá henni vegna atviksins. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Karlmaður sem glímir við geðsjúkdóm segir að ungir karlmenn verði að opna sig til þess að takast á við sjúkdóminn. Hann gagnrýnir að bráðamóttaka geðdeildar skuli vera með takmarkaðan opnunartíma, sem getur verið lífshættulegt fyrir einstakling sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður skrifaði opinn pistill á Vísi í gær þar sem hann beinir orðum sínum til ungra karlmanna sem vilja deyja, en þar fer hann í gegnum þær hugsanir sem sækja á, eins og hann upplifði í sínum veikindum. „Þetta er versta tímabil ævi manns að ganga í gegnum. Það er einhvern veginn svona öll sund virðast lokuð og það er ekki mikil jákvæðni gagnvart framtíðinni,“ segir Ingólfur. Hann segir áríðandi fyrir þá sem gangi í gegnum svona tímabil að finna þrautseigjuna til þess að standa af sér storminn og samhliða því að vinna í sjálfum sér. Hann segir að aðstoð fjölskyldunnar hafi verið ómetanleg í sínu bataferli. „Ferlið sjálft hefur innihaldið heimsóknir til geðlækna, á geðdeild og tíma hjá sálfræðingi og þar hefur maður kynnst góðu fólki sem hefur hjálpað manni mikið,“ segir Ingólfur. Ingólfur þurfti í sínum veikindum að leita á geðdeild þar sem hann var vistaður til skamms tíma. Hann gagnrýnir að geðdeildin skuli vera með takmarkaðan opnunartíma. „Fyrir það fyrsta að þá er starfsfólkið virkilega hæft. Mjög gott starfsfólk sem ég kynntist en því miður að þá er upplifunin slík að þú ert svona hálf partinn afgangs. Það hefur rosalega mikil áhrif á mann ekki til góðs og sem dæmi er algjörlega átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild. Það er eiginlega bara til háborinnar skammar og því má breyta strax á morgun,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að yfirvöld verði að efla forvarnir í málaflokknum og hlúa betur að geðdeildinni. „Algjörlega og grípa fyrr inn í. Fólk á ekki að vera aðframkomið upp á geðdeild í mikilli sjálfsvígshættu. Það á líka að vera hægt að leita sér aðstoðar og grípa til aðgerða miklu miklu fyrr þegar það stefnir í óefni, segir Ingólfur. Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn. Var það annað sjálfsvígið á deildinni á tíu dögum. Yfirstjórn spítalans fundaði um málið með heilbrigðisráðherra á föstudaginn en ekkert hefur heyrst frá henni vegna atviksins.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20
Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17
Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53
Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56