Gerbreytt staða Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 13:34 Verslun á Íslandi stendur á tímamótum. Áskoranir mæta kaupmönnum úr mörgum áttum. Miklu munar um internetverslunina en í ofanálag þurfa íslenskir kaupmenn nú að glíma við alþjóðlegar verslunarkeðjur sem hingað sækja í auknum mæli. Á síðustu misserum hefur fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja haslað sér völl á okkar litla markaði. Fyrst Bauhaus, svo Costco og nú síðast H&M. Útlend merki eru í sjáflu sér engin nýlunda. Breytingin felst í því að nú reka hin alþjóðlegu risafyrirtæki verslanirnar sjálf, milliliðalaust, en ekki með sérleyfissamningum eins og hingað til hefur nánast undantekningalaust tíðkast með þekkt útlend vörumerki eins og Zara, Sports Direct, Topshop, Debenhams. Hingað til hafa alþjóðleg stórfyrirtæki vafalaust litið á Ísland sem of lítinn bita. Þau hafa einfaldlega ekki talið borga sig að opna verslanir hér á landi. Augljóst er hvað hefur breyst - ferðamannafjöldinn. Ísland er ekki lengur einangruð eyja í norðri heldur vinsæll áfangastaður ferðamanna sem gjarnan vilja gera sín innkaup á stöðum sem þeir þekkja. Ísland er líka, og sennilega sérstaklega í tilviki Costco, áhugaverður tilraunamarkaður. Hér má prófa nýjungar og æfa sig áður en haldið er á stærri alþjóðlega markaði. Innlendir kaupmenn hafa heldur betur fundið fyrir samkeppninni á undanförnum mánuðum. Gengi Haga, stærsta verslunarfyrirtækis landsins, hefur hríðfallið í kauphöllinni, og olíufélögin hafa sömuleiðis átt í vandræðum. Þá eru ótalin fyrirtæki sem ekki eru skráð á markað og þurfa ekki að birta rekstrarniðurstöður sínar. Kaupmennirnir þurfa ekki bara að etja kappi við nýja alþjóðlega keppinauta, heldur einnig internetið. Heimurinn er skyndilega innan seilingar fyrir íslenska neytendur. Skórnir sem þú skoðar á netinu geta verið komnir upp að dyrum daginn eftir. Kostnaður við sendingu og opinber gjöld eru miklu minni en áður. Áhugavert hefur verið að fylgjast með þessum breytingum dynja yfir. Þeir sem fyrir voru á markaðnum hafa reynt að undirbúa sig. Hagar hafa til að mynda minnkað verslanir sínar og hætt að selja föt. Óljóst er hvort þessar breytingar skili tilætluðum árangri. Hvað neytendur varðar hefur verið athyglisvert að fylgjast með hversu mikils pirrings virðist gæta út í rótgróin verslunarfyrirtæki hér á landi. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, að neytendur hafi það á tilfinningunni að á þeim hafi verið okrað. Vissulega er rétt að innlendir kaupmenn líða fyrir smæðina í samkeppni við erlenda risa. Þeir hafa líka búið við há opinber gjöld og vonlausan gjaldmiðil. Það skýrir hins vegar ekki allt. Íslenskra kaupmanna bíður það verkefni að endurheimta traust neytenda í breyttu rekstrarumhverfi. Tíminn leiðir í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Verslun á Íslandi stendur á tímamótum. Áskoranir mæta kaupmönnum úr mörgum áttum. Miklu munar um internetverslunina en í ofanálag þurfa íslenskir kaupmenn nú að glíma við alþjóðlegar verslunarkeðjur sem hingað sækja í auknum mæli. Á síðustu misserum hefur fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja haslað sér völl á okkar litla markaði. Fyrst Bauhaus, svo Costco og nú síðast H&M. Útlend merki eru í sjáflu sér engin nýlunda. Breytingin felst í því að nú reka hin alþjóðlegu risafyrirtæki verslanirnar sjálf, milliliðalaust, en ekki með sérleyfissamningum eins og hingað til hefur nánast undantekningalaust tíðkast með þekkt útlend vörumerki eins og Zara, Sports Direct, Topshop, Debenhams. Hingað til hafa alþjóðleg stórfyrirtæki vafalaust litið á Ísland sem of lítinn bita. Þau hafa einfaldlega ekki talið borga sig að opna verslanir hér á landi. Augljóst er hvað hefur breyst - ferðamannafjöldinn. Ísland er ekki lengur einangruð eyja í norðri heldur vinsæll áfangastaður ferðamanna sem gjarnan vilja gera sín innkaup á stöðum sem þeir þekkja. Ísland er líka, og sennilega sérstaklega í tilviki Costco, áhugaverður tilraunamarkaður. Hér má prófa nýjungar og æfa sig áður en haldið er á stærri alþjóðlega markaði. Innlendir kaupmenn hafa heldur betur fundið fyrir samkeppninni á undanförnum mánuðum. Gengi Haga, stærsta verslunarfyrirtækis landsins, hefur hríðfallið í kauphöllinni, og olíufélögin hafa sömuleiðis átt í vandræðum. Þá eru ótalin fyrirtæki sem ekki eru skráð á markað og þurfa ekki að birta rekstrarniðurstöður sínar. Kaupmennirnir þurfa ekki bara að etja kappi við nýja alþjóðlega keppinauta, heldur einnig internetið. Heimurinn er skyndilega innan seilingar fyrir íslenska neytendur. Skórnir sem þú skoðar á netinu geta verið komnir upp að dyrum daginn eftir. Kostnaður við sendingu og opinber gjöld eru miklu minni en áður. Áhugavert hefur verið að fylgjast með þessum breytingum dynja yfir. Þeir sem fyrir voru á markaðnum hafa reynt að undirbúa sig. Hagar hafa til að mynda minnkað verslanir sínar og hætt að selja föt. Óljóst er hvort þessar breytingar skili tilætluðum árangri. Hvað neytendur varðar hefur verið athyglisvert að fylgjast með hversu mikils pirrings virðist gæta út í rótgróin verslunarfyrirtæki hér á landi. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, að neytendur hafi það á tilfinningunni að á þeim hafi verið okrað. Vissulega er rétt að innlendir kaupmenn líða fyrir smæðina í samkeppni við erlenda risa. Þeir hafa líka búið við há opinber gjöld og vonlausan gjaldmiðil. Það skýrir hins vegar ekki allt. Íslenskra kaupmanna bíður það verkefni að endurheimta traust neytenda í breyttu rekstrarumhverfi. Tíminn leiðir í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar að lokum.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar