Gerbreytt staða Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 13:34 Verslun á Íslandi stendur á tímamótum. Áskoranir mæta kaupmönnum úr mörgum áttum. Miklu munar um internetverslunina en í ofanálag þurfa íslenskir kaupmenn nú að glíma við alþjóðlegar verslunarkeðjur sem hingað sækja í auknum mæli. Á síðustu misserum hefur fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja haslað sér völl á okkar litla markaði. Fyrst Bauhaus, svo Costco og nú síðast H&M. Útlend merki eru í sjáflu sér engin nýlunda. Breytingin felst í því að nú reka hin alþjóðlegu risafyrirtæki verslanirnar sjálf, milliliðalaust, en ekki með sérleyfissamningum eins og hingað til hefur nánast undantekningalaust tíðkast með þekkt útlend vörumerki eins og Zara, Sports Direct, Topshop, Debenhams. Hingað til hafa alþjóðleg stórfyrirtæki vafalaust litið á Ísland sem of lítinn bita. Þau hafa einfaldlega ekki talið borga sig að opna verslanir hér á landi. Augljóst er hvað hefur breyst - ferðamannafjöldinn. Ísland er ekki lengur einangruð eyja í norðri heldur vinsæll áfangastaður ferðamanna sem gjarnan vilja gera sín innkaup á stöðum sem þeir þekkja. Ísland er líka, og sennilega sérstaklega í tilviki Costco, áhugaverður tilraunamarkaður. Hér má prófa nýjungar og æfa sig áður en haldið er á stærri alþjóðlega markaði. Innlendir kaupmenn hafa heldur betur fundið fyrir samkeppninni á undanförnum mánuðum. Gengi Haga, stærsta verslunarfyrirtækis landsins, hefur hríðfallið í kauphöllinni, og olíufélögin hafa sömuleiðis átt í vandræðum. Þá eru ótalin fyrirtæki sem ekki eru skráð á markað og þurfa ekki að birta rekstrarniðurstöður sínar. Kaupmennirnir þurfa ekki bara að etja kappi við nýja alþjóðlega keppinauta, heldur einnig internetið. Heimurinn er skyndilega innan seilingar fyrir íslenska neytendur. Skórnir sem þú skoðar á netinu geta verið komnir upp að dyrum daginn eftir. Kostnaður við sendingu og opinber gjöld eru miklu minni en áður. Áhugavert hefur verið að fylgjast með þessum breytingum dynja yfir. Þeir sem fyrir voru á markaðnum hafa reynt að undirbúa sig. Hagar hafa til að mynda minnkað verslanir sínar og hætt að selja föt. Óljóst er hvort þessar breytingar skili tilætluðum árangri. Hvað neytendur varðar hefur verið athyglisvert að fylgjast með hversu mikils pirrings virðist gæta út í rótgróin verslunarfyrirtæki hér á landi. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, að neytendur hafi það á tilfinningunni að á þeim hafi verið okrað. Vissulega er rétt að innlendir kaupmenn líða fyrir smæðina í samkeppni við erlenda risa. Þeir hafa líka búið við há opinber gjöld og vonlausan gjaldmiðil. Það skýrir hins vegar ekki allt. Íslenskra kaupmanna bíður það verkefni að endurheimta traust neytenda í breyttu rekstrarumhverfi. Tíminn leiðir í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Verslun á Íslandi stendur á tímamótum. Áskoranir mæta kaupmönnum úr mörgum áttum. Miklu munar um internetverslunina en í ofanálag þurfa íslenskir kaupmenn nú að glíma við alþjóðlegar verslunarkeðjur sem hingað sækja í auknum mæli. Á síðustu misserum hefur fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja haslað sér völl á okkar litla markaði. Fyrst Bauhaus, svo Costco og nú síðast H&M. Útlend merki eru í sjáflu sér engin nýlunda. Breytingin felst í því að nú reka hin alþjóðlegu risafyrirtæki verslanirnar sjálf, milliliðalaust, en ekki með sérleyfissamningum eins og hingað til hefur nánast undantekningalaust tíðkast með þekkt útlend vörumerki eins og Zara, Sports Direct, Topshop, Debenhams. Hingað til hafa alþjóðleg stórfyrirtæki vafalaust litið á Ísland sem of lítinn bita. Þau hafa einfaldlega ekki talið borga sig að opna verslanir hér á landi. Augljóst er hvað hefur breyst - ferðamannafjöldinn. Ísland er ekki lengur einangruð eyja í norðri heldur vinsæll áfangastaður ferðamanna sem gjarnan vilja gera sín innkaup á stöðum sem þeir þekkja. Ísland er líka, og sennilega sérstaklega í tilviki Costco, áhugaverður tilraunamarkaður. Hér má prófa nýjungar og æfa sig áður en haldið er á stærri alþjóðlega markaði. Innlendir kaupmenn hafa heldur betur fundið fyrir samkeppninni á undanförnum mánuðum. Gengi Haga, stærsta verslunarfyrirtækis landsins, hefur hríðfallið í kauphöllinni, og olíufélögin hafa sömuleiðis átt í vandræðum. Þá eru ótalin fyrirtæki sem ekki eru skráð á markað og þurfa ekki að birta rekstrarniðurstöður sínar. Kaupmennirnir þurfa ekki bara að etja kappi við nýja alþjóðlega keppinauta, heldur einnig internetið. Heimurinn er skyndilega innan seilingar fyrir íslenska neytendur. Skórnir sem þú skoðar á netinu geta verið komnir upp að dyrum daginn eftir. Kostnaður við sendingu og opinber gjöld eru miklu minni en áður. Áhugavert hefur verið að fylgjast með þessum breytingum dynja yfir. Þeir sem fyrir voru á markaðnum hafa reynt að undirbúa sig. Hagar hafa til að mynda minnkað verslanir sínar og hætt að selja föt. Óljóst er hvort þessar breytingar skili tilætluðum árangri. Hvað neytendur varðar hefur verið athyglisvert að fylgjast með hversu mikils pirrings virðist gæta út í rótgróin verslunarfyrirtæki hér á landi. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, að neytendur hafi það á tilfinningunni að á þeim hafi verið okrað. Vissulega er rétt að innlendir kaupmenn líða fyrir smæðina í samkeppni við erlenda risa. Þeir hafa líka búið við há opinber gjöld og vonlausan gjaldmiðil. Það skýrir hins vegar ekki allt. Íslenskra kaupmanna bíður það verkefni að endurheimta traust neytenda í breyttu rekstrarumhverfi. Tíminn leiðir í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar að lokum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun