Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2017 10:20 Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall. Vísir/EPA Lögregla í Danmörku staðfesti í morgun að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudag hafi verið sænska blaðakonan Kim Isabel Fredrika Wall. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafði boðið Wall í ferð í heimasmíðuðum kafbát hans, en Wall hugðist skrifa um eigandann og kafbátinn. Lögregla segir að útlimir líksins hafi meðvitað verið sagaðir af og þá fannst málmstykki bundið við búkinn. Madsen sagðist fyrr í vikunni hafa varpað líki Wall fyrir borð og sagði að hún hafi látið lífið eftir að slys varð um borð í bátnum. Madsen er í gæsluvarðhaldi.Starfaði út um allan heimWall varð einungis þrítug, en starfaði á ferli sínum sem blaðamaður meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og í Kyrrahafi. Hún stundaði meðal annars nám í hinum virta Sorbonne-skóla í París og nam alþjóðasamskipti við London School of Economics. Þá lauk hún meistaranámi í blaðamennsku við Columbia University í New York árið 2013.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen„Kim er mjög einbeitt, metnaðarfull og hefur dálæti á vinnu sinni. Hún skrifar oft um félagsleg málefni, alþjóðastjórnmál, dægurmál og jafnréttismál,“ sagði í svari fjölskyldu Wall til Aftonbladet þegar hennar var leitað.Takmarkalaus sorgMóðir Wall, Indrid, birti færstu á Facebook-síðu sinni í morgun, eftir að ljóst varð að dóttir hennar væri látin. „Það er með takmarkalausri sorg og skelfingu sem við höfum fengið þau skilaboð að líkamsleifar dóttur okkar og systur hafa fundist. Umfang hörmunganna eru okkur enn ekki ljós og mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Ingrid. Móðir Kim segir ennfremur dóttur sína hafa gefið hinum veiku, varnarlausu og jaðarsettu rödd. Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiKim var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Árið 2016 hlaut hún Hansen Mieth-verðlaunin fyrir grein sína um loftslagsbreytingar og kjarnorkusprengingar á Marshalleyjunum í Kyrrahafi. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Lögregla í Danmörku staðfesti í morgun að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudag hafi verið sænska blaðakonan Kim Isabel Fredrika Wall. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafði boðið Wall í ferð í heimasmíðuðum kafbát hans, en Wall hugðist skrifa um eigandann og kafbátinn. Lögregla segir að útlimir líksins hafi meðvitað verið sagaðir af og þá fannst málmstykki bundið við búkinn. Madsen sagðist fyrr í vikunni hafa varpað líki Wall fyrir borð og sagði að hún hafi látið lífið eftir að slys varð um borð í bátnum. Madsen er í gæsluvarðhaldi.Starfaði út um allan heimWall varð einungis þrítug, en starfaði á ferli sínum sem blaðamaður meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og í Kyrrahafi. Hún stundaði meðal annars nám í hinum virta Sorbonne-skóla í París og nam alþjóðasamskipti við London School of Economics. Þá lauk hún meistaranámi í blaðamennsku við Columbia University í New York árið 2013.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen„Kim er mjög einbeitt, metnaðarfull og hefur dálæti á vinnu sinni. Hún skrifar oft um félagsleg málefni, alþjóðastjórnmál, dægurmál og jafnréttismál,“ sagði í svari fjölskyldu Wall til Aftonbladet þegar hennar var leitað.Takmarkalaus sorgMóðir Wall, Indrid, birti færstu á Facebook-síðu sinni í morgun, eftir að ljóst varð að dóttir hennar væri látin. „Það er með takmarkalausri sorg og skelfingu sem við höfum fengið þau skilaboð að líkamsleifar dóttur okkar og systur hafa fundist. Umfang hörmunganna eru okkur enn ekki ljós og mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Ingrid. Móðir Kim segir ennfremur dóttur sína hafa gefið hinum veiku, varnarlausu og jaðarsettu rödd. Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiKim var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Árið 2016 hlaut hún Hansen Mieth-verðlaunin fyrir grein sína um loftslagsbreytingar og kjarnorkusprengingar á Marshalleyjunum í Kyrrahafi.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55
Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20