Barcelona hefur nú gefið það út að tölvuþrjótur hafi brotist inn á Twitter-síðu félagsins eftir að þar kom fram að Barcelona hefði gengið frá kaupunum á Argentínumanninum Angel di Maria frá Paris Saint-Germain.
Katalóníuliðið hefur enn ekki tekist að fylla í skarð Brasilíumannsins Neymars sem fór til Paris Saint-Germain fyrir metfé.
Hakkarahópurinn OurMine ber ábyrgð af fréttinni af Angel di Maria. Þeir settu inn á Barcelona Twitter-reikninginn: „Vertu velkominn Angel di Maria til FC Bacelona“. Sky segir frá.

Barcelona hefur enn ekki tekist að kaupa Philippe Coutinho frá Liverpool eða Ousmane Dembélé frá Dortmund sem eru efstu menn á óskalistanum.
Það voru hinsvegar einhverjar fréttir af því að Börsungar væru farnir að horfa til þess að fá Angel di Maria frá Paris Saint-Germain og tölvuþrjótarnir stukku á það.
Það fyndnasta af öllu væri síðan ef að Angel di Maria komi eftir allt saman til Barcelona frá Paris Saint-Germain áður en félagsskiptaglugginn lokar í næstu viku.