Alpahúfan er komin aftur fyrir haustið Ritstjórn skrifar 22. ágúst 2017 14:45 Glamour/Getty Margir hafa mismunandi minningar þegar þeir hugsa um gömlu góðu alpahúfuna, og er hægt að tengja hana bæði við tísku fjórða áratugarins, pólítískar hreyfingar eða franska konu í röndóttum bol í París. Alpahúfan hefur að sjálfsögðu verið lengi til staðar í búðum og mjög oft til í mismunandi útfærslum, en orðið mun meira áberandi síðustu mánuði. Alpahúfan er nefnilega komin sterk inn fyrir haustið, og er það Maria Grazia Chiuri, yfirhönnuður Christian Dior sem kom henni á kortið. Maria sendi nánast hverja einustu fyrirsætu niður tískupallinn með leður-alpahúfu fyrir haust-og vetrarlínuna 2017/2018. Síðan þá hafa stjörnur eins og Rihanna og fyrirsætan Bella Hadid sést með húfuna og verður þessi húfa mjög áberandi í vetur. Hvort sem það er í leðri eða úr öðru efni, finnum okkur alpahúfu fyrir haustið.Leikkonan Greta Garbo árið 1932, fyrir myndina As You Desire Me. Með velúr-alpahúfu. The Black Panther var pólítísk hreyfing sem barðist fyrir réttindum svartra í Ameríku, í kringum 1960-1970. Þeir báru svartar alpahúfur. Christian DiorChristian DiorFyrirsætan Bella HadidÁ tískupöllum Jacquemus fyrir haust/vetur 2017/2018.Rihanna með leður-alpahúfu frá Christian Dior. Mest lesið Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour Karen Elson á Íslandi Glamour Glimmer-skegg næsti man-bun? Glamour Harry Styles í Gucci á forsíðu Rolling Stone Glamour Kim verður Kleópatra Glamour Jennifer Lawrence var rokkaraleg í prinsessukjól frá Dior Glamour Gigi Hadid litar sig dökkhærða Glamour Það er tískumyndakvöld í kvöld Glamour Búið spil eftir 10 mánaða samband Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour
Margir hafa mismunandi minningar þegar þeir hugsa um gömlu góðu alpahúfuna, og er hægt að tengja hana bæði við tísku fjórða áratugarins, pólítískar hreyfingar eða franska konu í röndóttum bol í París. Alpahúfan hefur að sjálfsögðu verið lengi til staðar í búðum og mjög oft til í mismunandi útfærslum, en orðið mun meira áberandi síðustu mánuði. Alpahúfan er nefnilega komin sterk inn fyrir haustið, og er það Maria Grazia Chiuri, yfirhönnuður Christian Dior sem kom henni á kortið. Maria sendi nánast hverja einustu fyrirsætu niður tískupallinn með leður-alpahúfu fyrir haust-og vetrarlínuna 2017/2018. Síðan þá hafa stjörnur eins og Rihanna og fyrirsætan Bella Hadid sést með húfuna og verður þessi húfa mjög áberandi í vetur. Hvort sem það er í leðri eða úr öðru efni, finnum okkur alpahúfu fyrir haustið.Leikkonan Greta Garbo árið 1932, fyrir myndina As You Desire Me. Með velúr-alpahúfu. The Black Panther var pólítísk hreyfing sem barðist fyrir réttindum svartra í Ameríku, í kringum 1960-1970. Þeir báru svartar alpahúfur. Christian DiorChristian DiorFyrirsætan Bella HadidÁ tískupöllum Jacquemus fyrir haust/vetur 2017/2018.Rihanna með leður-alpahúfu frá Christian Dior.
Mest lesið Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour Karen Elson á Íslandi Glamour Glimmer-skegg næsti man-bun? Glamour Harry Styles í Gucci á forsíðu Rolling Stone Glamour Kim verður Kleópatra Glamour Jennifer Lawrence var rokkaraleg í prinsessukjól frá Dior Glamour Gigi Hadid litar sig dökkhærða Glamour Það er tískumyndakvöld í kvöld Glamour Búið spil eftir 10 mánaða samband Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour