Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atli Ísleifsson skrifar 22. ágúst 2017 12:55 Sænska blaðakonan Kim Wall var stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen á fimmtudagskvöldinu 10. ágúst síðastliðinn. Síðast sást til sænsku konunnar Kim Wall á lífi fimmtudaginn 10. ágúst þegar hún lagði af stað í ferð með danska uppfinningamanninum Peter Madsen í heimasmíðuðum kafbát frá Kaupmannahöfn. Wall hefur verið leitað síðan, en greint var frá því í gær að Madsen hafi viðurkennt fyrir lögreglu og dómara að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að slys hafi orðið um borð í kafbátnum sem leiddi til dauða Wall. Búkur af sundurlimuðu líki fannst í gær í Kögeflóa sem talið er að gæti verið Wall. Kaupmannahafnarlögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem hún mun greina nánar frá líkfundinum og rannsókn málsins. Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd en sænska og danska ríkissjónvarpið hafa tekið saman hvernig málinu hefur undið fram. Peter Madsen þegar hann kom aftur á land.Vísir/EPA 10. ágúst (fimmtudagur) • Sænska blaðakonan Kim Wall er stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen. Hún ætlar sér að skrifa grein um bæði kafbátinn og eigandann. Síðast sést til hennar í Kaupmannahöfn um klukkan 19:30 að staðartíma.11. ágúst (föstudagur) • Um klukkan 2:30 hefur kærasti Wall samband við lögreglu þar sem kafbáturinn hefur ekki snúið aftur til hafnar í Kaupmannahöfn. Klukkan 3:39 um nótt berst lögreglu tilkynning um sjóslys. • Snemma morguns hefst leit að kafbátnum þar sem bæði sænski og danski sjóherinn tekur þátt. • Klukkan 10:30 finnst kafbáturinn í Kögeflóa. Samband næst við eigandann Peter Madsen sem segist vera á leið aftur til hafnar. Greint er frá því að öllum um borð í bátnum líði vel. • Klukkan 11 sekkur kafbáturinn skyndilega. Björgunarliði tekst að bjarga Madsen en Wall er hvergi sjáanleg. Rætt er við Madsen sem til að byrja með er ekki grunaður um brot. • Klukkan 13:30 greinir lögregla frá því að kafarar ætli sér að reyna að komast inn í kafbátinn. Það tekst ekki. • Klukkan 17:44 er greint frá því að Madsen sé grunaður um morð eða manndráp. Hann neitar sök og fullyrðir að hann hafi hleypt Wall frá borði á Refshaleøen klukkan 22:30 kvöldið áður.12. ágúst (laugardagur) • Skömmu fyrir klukkan 10 á laugardagsmorgninum er byrjað að hífa kafbátinn upp af hafsbotni. • Síðdegis er Madsen færður fyrir dómara þar sem krafa um gæsluvarðhaldsúrskurð er tekin fyrir fyrir luktum dyrum.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen• Madsen er úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald vegna gruns um að verið valdur að dauða Wall. • Um kvöldið er kafbáturinn færður til Nordhavnen í Kaupmannahöfn. Kim Wall hefur verið leitað í og við Kögeflóa og víðar.Vísir/EPA 13. ágúst (sunnudagur)• Snemma að morgni sunnudagsins er kafbáturinn tæmdur af vatni og tæknimenn lögreglu halda ofan í bátinn. • Klukkan 11:30 greinir lögregla frá því á blaðamannafundi að enginn hafi fundist í kafbátnum. Litið sé á bátinn sem vettvang mögulegs glæps og vill lögregla meina að bátnum hafi verið sökkt að ásettu ráði. Madsen segir bátinn hins vegar hafa sokkið vegna bilunar í kjölfestutanki. • Lögregla leitar Kim Wall á landi, til sjós og úr lofti.14. ágúst (mánudagur) • Lögregla í Kaupmannahöfn segist ekki útiloka að Wall hafi farið frá borði erlendis, til dæmis í Þýskalandi. • Lögmaður Madsen segir að skjólstæðingur sinni ætli sér ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann neitar þó áfram sök.16. ágúst (miðvikudagur) • Lögregla segir Madsen nú vera grunaðan um að hafa verið valdur að dauða Wall vegna sérstaks gáleysis.17. ágúst (fimmtudagur) • Lögregla greinir frá því að hún leiti nú látinnar manneskju. Fyrst og fremst sé leitað í Kögeflóa.19. ágúst (laugardagur) • Helsingör Dagblad fullyrðir að Madsen hafi ætlað sér að „laga eitthvað“ í bátnum skömmu áður en hann sökk.21. ágúst (mánudagur) • Kaupmannahafnarlögreglan greinir frá því að Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð. • Hjólreiðamaður hjólar fram á búk við strendur Kögeflóa. Búið er að saga höfuð, hendur og fætur af búknum. Lögregla rannsakar hvort að búkurinn sé af Kim Wall. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Veita frekari upplýsingar um líkið í dag Þangað til biðst danska lögreglan undan frekari viðtölum. Talið er að líkið geti verið af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 22. ágúst 2017 07:38 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Síðast sást til sænsku konunnar Kim Wall á lífi fimmtudaginn 10. ágúst þegar hún lagði af stað í ferð með danska uppfinningamanninum Peter Madsen í heimasmíðuðum kafbát frá Kaupmannahöfn. Wall hefur verið leitað síðan, en greint var frá því í gær að Madsen hafi viðurkennt fyrir lögreglu og dómara að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að slys hafi orðið um borð í kafbátnum sem leiddi til dauða Wall. Búkur af sundurlimuðu líki fannst í gær í Kögeflóa sem talið er að gæti verið Wall. Kaupmannahafnarlögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem hún mun greina nánar frá líkfundinum og rannsókn málsins. Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd en sænska og danska ríkissjónvarpið hafa tekið saman hvernig málinu hefur undið fram. Peter Madsen þegar hann kom aftur á land.Vísir/EPA 10. ágúst (fimmtudagur) • Sænska blaðakonan Kim Wall er stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen. Hún ætlar sér að skrifa grein um bæði kafbátinn og eigandann. Síðast sést til hennar í Kaupmannahöfn um klukkan 19:30 að staðartíma.11. ágúst (föstudagur) • Um klukkan 2:30 hefur kærasti Wall samband við lögreglu þar sem kafbáturinn hefur ekki snúið aftur til hafnar í Kaupmannahöfn. Klukkan 3:39 um nótt berst lögreglu tilkynning um sjóslys. • Snemma morguns hefst leit að kafbátnum þar sem bæði sænski og danski sjóherinn tekur þátt. • Klukkan 10:30 finnst kafbáturinn í Kögeflóa. Samband næst við eigandann Peter Madsen sem segist vera á leið aftur til hafnar. Greint er frá því að öllum um borð í bátnum líði vel. • Klukkan 11 sekkur kafbáturinn skyndilega. Björgunarliði tekst að bjarga Madsen en Wall er hvergi sjáanleg. Rætt er við Madsen sem til að byrja með er ekki grunaður um brot. • Klukkan 13:30 greinir lögregla frá því að kafarar ætli sér að reyna að komast inn í kafbátinn. Það tekst ekki. • Klukkan 17:44 er greint frá því að Madsen sé grunaður um morð eða manndráp. Hann neitar sök og fullyrðir að hann hafi hleypt Wall frá borði á Refshaleøen klukkan 22:30 kvöldið áður.12. ágúst (laugardagur) • Skömmu fyrir klukkan 10 á laugardagsmorgninum er byrjað að hífa kafbátinn upp af hafsbotni. • Síðdegis er Madsen færður fyrir dómara þar sem krafa um gæsluvarðhaldsúrskurð er tekin fyrir fyrir luktum dyrum.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen• Madsen er úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald vegna gruns um að verið valdur að dauða Wall. • Um kvöldið er kafbáturinn færður til Nordhavnen í Kaupmannahöfn. Kim Wall hefur verið leitað í og við Kögeflóa og víðar.Vísir/EPA 13. ágúst (sunnudagur)• Snemma að morgni sunnudagsins er kafbáturinn tæmdur af vatni og tæknimenn lögreglu halda ofan í bátinn. • Klukkan 11:30 greinir lögregla frá því á blaðamannafundi að enginn hafi fundist í kafbátnum. Litið sé á bátinn sem vettvang mögulegs glæps og vill lögregla meina að bátnum hafi verið sökkt að ásettu ráði. Madsen segir bátinn hins vegar hafa sokkið vegna bilunar í kjölfestutanki. • Lögregla leitar Kim Wall á landi, til sjós og úr lofti.14. ágúst (mánudagur) • Lögregla í Kaupmannahöfn segist ekki útiloka að Wall hafi farið frá borði erlendis, til dæmis í Þýskalandi. • Lögmaður Madsen segir að skjólstæðingur sinni ætli sér ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann neitar þó áfram sök.16. ágúst (miðvikudagur) • Lögregla segir Madsen nú vera grunaðan um að hafa verið valdur að dauða Wall vegna sérstaks gáleysis.17. ágúst (fimmtudagur) • Lögregla greinir frá því að hún leiti nú látinnar manneskju. Fyrst og fremst sé leitað í Kögeflóa.19. ágúst (laugardagur) • Helsingör Dagblad fullyrðir að Madsen hafi ætlað sér að „laga eitthvað“ í bátnum skömmu áður en hann sökk.21. ágúst (mánudagur) • Kaupmannahafnarlögreglan greinir frá því að Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð. • Hjólreiðamaður hjólar fram á búk við strendur Kögeflóa. Búið er að saga höfuð, hendur og fætur af búknum. Lögregla rannsakar hvort að búkurinn sé af Kim Wall.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Veita frekari upplýsingar um líkið í dag Þangað til biðst danska lögreglan undan frekari viðtölum. Talið er að líkið geti verið af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 22. ágúst 2017 07:38 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Veita frekari upplýsingar um líkið í dag Þangað til biðst danska lögreglan undan frekari viðtölum. Talið er að líkið geti verið af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 22. ágúst 2017 07:38
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30
Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20