Meirihluti starfsfólks með magakveisu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 20:15 Skólasetningu í Hvassaleitishluta Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. Skólasetningu hefur verið frestað fram á fimmtudag þar sem 26 af 36 manna starfsliði skólans hefur veikst af magapest á síðustu dögum. Skólasetningu sem átti að vera á morgun hefur verið frestað um að minnsta kosti tvo daga, eða þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að nokkur sýni væru til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta á næstu dögum. Næstu skref verða ákveðin í kjölfarið. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir að svör þurfi að fást áður en börnin mæta í skólann. „Við erum að fresta þessu til þess að fá betri mynd af stöðunni og til þess að börnin fái að njóta vafans. Þannig að við séum ekki að stefna þeim í neina hugsanlega magakveisu," segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Ef veikindin reynast nóróveirusýking er ljóst að mikið hreinsunarstarf þarf að fara fram í skólanum og gæti skólastarf því frestast enn frekar. Sviðsstjórinn segir þó allt eins líklegt að um matareitrun eða aðra pest sé að ræða og verða ákvarðanir um áframhaldið teknar þegar það liggur fyrir. „Við bara byrjum á þessu og síðan upplýsum við skólasamfélagið; foreldra og starfsmenn, um áframhaldið," segir Helgi. Leikskólabörn eru nú í Háaleitisskóla sökum myglu sem kom upp í þeirra húsnæði en veikindin hafa hvorki hrjáð börnin né starfsfólkið á þeirri deild. „Þetta á ekki að hafa nein áhrif á það svæði. Það eru hvorki dæmi um einkenni hjá starfsfólki né börnum sem hafa verið að nýta þann hluta skólahúsnæðisins," segir Helgi. Skátar leigðu Háaleitisskóla í lok júlímánaðar en hópsýking kom síðar upp hjá þeim. Sviðsstjóri skólamála telur þó ólíklegt að veikindin tengist þar sem nokkrar vikur séu liðnar frá dvöl skátanna í skólanum. „Það var hópur sem gisti þarna í seinni hluta júlí og þetta er að koma núna í miðjum ágúst. Þannig að tengslin þarna á milli eru engin," segir Helgi. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Skólasetningu í Hvassaleitishluta Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. Skólasetningu hefur verið frestað fram á fimmtudag þar sem 26 af 36 manna starfsliði skólans hefur veikst af magapest á síðustu dögum. Skólasetningu sem átti að vera á morgun hefur verið frestað um að minnsta kosti tvo daga, eða þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að nokkur sýni væru til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta á næstu dögum. Næstu skref verða ákveðin í kjölfarið. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir að svör þurfi að fást áður en börnin mæta í skólann. „Við erum að fresta þessu til þess að fá betri mynd af stöðunni og til þess að börnin fái að njóta vafans. Þannig að við séum ekki að stefna þeim í neina hugsanlega magakveisu," segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Ef veikindin reynast nóróveirusýking er ljóst að mikið hreinsunarstarf þarf að fara fram í skólanum og gæti skólastarf því frestast enn frekar. Sviðsstjórinn segir þó allt eins líklegt að um matareitrun eða aðra pest sé að ræða og verða ákvarðanir um áframhaldið teknar þegar það liggur fyrir. „Við bara byrjum á þessu og síðan upplýsum við skólasamfélagið; foreldra og starfsmenn, um áframhaldið," segir Helgi. Leikskólabörn eru nú í Háaleitisskóla sökum myglu sem kom upp í þeirra húsnæði en veikindin hafa hvorki hrjáð börnin né starfsfólkið á þeirri deild. „Þetta á ekki að hafa nein áhrif á það svæði. Það eru hvorki dæmi um einkenni hjá starfsfólki né börnum sem hafa verið að nýta þann hluta skólahúsnæðisins," segir Helgi. Skátar leigðu Háaleitisskóla í lok júlímánaðar en hópsýking kom síðar upp hjá þeim. Sviðsstjóri skólamála telur þó ólíklegt að veikindin tengist þar sem nokkrar vikur séu liðnar frá dvöl skátanna í skólanum. „Það var hópur sem gisti þarna í seinni hluta júlí og þetta er að koma núna í miðjum ágúst. Þannig að tengslin þarna á milli eru engin," segir Helgi.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira