Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 15:40 Íbúar Reykjanesbæjar munu ekki verða vitni að sýningu Fornbílaklúbbsins þetta árið. Vísir/Valgarður Fornbílaklúbbur Íslands er ekki sáttur við ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ólafs Helga Kjartanssonar, að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ sem haldinn verður 2. september næstkomandi. Stjórn Fornbílaklúbbsins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að ákvörðun lögreglustjórans sé óskiljanleg, þá sérstaklega í ljósi þess að hátíðarakstur bifhjóla hafi ekki verið blásinn af. Þá er gagnrýnt að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í samráði við klúbbinn, stjórn hans eða aðra klúbba Segja þeir ákvörðunina vera illa rökstudda og gagnrýna að þeim hafi ekki borist neinar skýringar. Hefur klúbburinn ákveðið að aflýsa ráðgerðum akstri og sýningu fornbílanna. Þá hvetur klúbburinn alla eigendur fornbíla um að sniðganga hátíðina nema að lögreglustjórinn endurskoði ákvörðun sína. Ef ákvörðunin verður ekki endurskoðuð mun þátttöku klúbbsins verða endanlega lokið um nána framtíð. Fréttastofa sendi fyrirspurn á Ólaf Helga vegna málsins. Segir hann ákvörðunina hafa verið tekna út frá öryggissjónarmiðum enda séu þau ávallt höfð í fyrirrúmi. Ekki sé verið að beina þessu að einstaka félögum eða hópi manna. „Öryggi almennings er haft að leiðarljósi í þessum efnum sem öðrum,“ segir í skriflegu svari Ólafs. Menning Samgöngur Ljósanótt Reykjanesbær Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fornbílaklúbbur Íslands er ekki sáttur við ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ólafs Helga Kjartanssonar, að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ sem haldinn verður 2. september næstkomandi. Stjórn Fornbílaklúbbsins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að ákvörðun lögreglustjórans sé óskiljanleg, þá sérstaklega í ljósi þess að hátíðarakstur bifhjóla hafi ekki verið blásinn af. Þá er gagnrýnt að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í samráði við klúbbinn, stjórn hans eða aðra klúbba Segja þeir ákvörðunina vera illa rökstudda og gagnrýna að þeim hafi ekki borist neinar skýringar. Hefur klúbburinn ákveðið að aflýsa ráðgerðum akstri og sýningu fornbílanna. Þá hvetur klúbburinn alla eigendur fornbíla um að sniðganga hátíðina nema að lögreglustjórinn endurskoði ákvörðun sína. Ef ákvörðunin verður ekki endurskoðuð mun þátttöku klúbbsins verða endanlega lokið um nána framtíð. Fréttastofa sendi fyrirspurn á Ólaf Helga vegna málsins. Segir hann ákvörðunina hafa verið tekna út frá öryggissjónarmiðum enda séu þau ávallt höfð í fyrirrúmi. Ekki sé verið að beina þessu að einstaka félögum eða hópi manna. „Öryggi almennings er haft að leiðarljósi í þessum efnum sem öðrum,“ segir í skriflegu svari Ólafs.
Menning Samgöngur Ljósanótt Reykjanesbær Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira