Í tilefni línunnar kemur einnig út hálsmen, sem rúmar varalitinn fullkomnlega og var það hannað af Olivier sjálfum, og rímar það vel við haust- og vetrarlínu tískuhússins.
Olivier segir að hanna varalit sé ekkert mjög ólíkt því að hanna föt. Að varalitur geti sagt mikið um í hvaða skapi maður er og auðvelt sé að tjá sig með litunum. Segir hann línuna vera fyrir sterkar konur og ákveðnar konur.
Balmain-konan er einmitt sterk og ákveðin að sögn Olivier. ,,Ef Balmain ætlar að gera varalit þá verður hann að vera stórkostlegasti varalitur sem til er." Segir Olivier um línuna.
Stór orð! En þetta er góð leið til að vera partur af Balmain án þess að þurfa að eyða stórfé, og eru umbúðirnar mjög fallegar.

