Ísfiskur heldur áfram vinnslu bolfisks á Akranesi

Samkvæmt tilkynningu frá HB Granda var kostnaðarverð vinnsluhússins 340 milljónir króna.
Bæjarstjórn Akraness fagnar þessum áformum og segir ánægjulegt að unnið hafi verið markvisst að því að ljúka samningum í dag, þegar vinnsla HB Granda stöðvast.
„Er það von bæjarstjórnar að í þessu felist enn frekari tækifæri fyrir fiskvinnslu á Akranesi sem tryggi okkar fólki og nýjum íbúum með sérhæfingu á þessu sviði fleiri stoðir en eru til staðar í dag. Áfram verður unnið að frekari lausnum svo Akraneshöfn muni styrkjast sem fiskihöfn, þannig að Akranes verði áfram rótgróinn útgerðarbær og það skapist farvegur fyrir frekari nýsköpun og atvinnusókn,“ segir í tilkynningunni.
Á vef HB Granda segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri fyrirtækisins, að stefnt hafi verið að því að fá aðila til að nýta húsið frá því að ákvörðunin um að sameina bolfiskvinnslu fyrirtækisins á Akranesi við vinnsluna í Reykjavík.
„Það er okkur mikill léttir að vita af því að húsnæðið verður áfram nýtt til vinnslu á fiski og að það skuli vera jafn traust og gott félag og Ísfiskur sem á í hlut,“ segir Vilhjálmur.
Tengdar fréttir

Milljarða fjárfesting HB Granda bundin við bryggju
Nýjasta skip HB Granda, Engey RE 91, liggur enn við bryggju á Akranesi þar sem er verið að koma byltingarkenndum búnaði fyrir sem á að létta alla vinnslu.

Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær.

Fjórtán starfsmönnum ekki tryggð áframhaldandi vinna hjá HB Granda
Í dag verður 57 starfsmönnum boðið nýtt starf á öðrum starfsstöðvum HB Granda eða dótturfélögum en enn er óvíst með framtíð 14 starfsmanna hjá fyrirtækinu.

Rútuferðir fyrir þá sem þekkjast boð HB Granda
Fáir hafa sótt um starf hjá HB Granda í Reykjavík en umsóknarfrestur er til 1. júlí.

54 sjómenn HB Granda eiga von á uppsagnarbréfi
Fyrirtækið hefur selt frystitogarann Þerney RE til Suður-Afríku.

Fjórir af hverjum tíu vilja halda áfram að vinna hjá HB Granda
Tæplega fjörutíu starfsmenn botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi hafa þegar sótt um að starfa áfram hjá fyrirtækinu þegar vinnslunni verður lokað. Verkalýðsleiðtogi óttast hins vegar að fá störf séu í boði.