Umdeilt fánalistaverk í Stokkhólmi sagt stuldur á íslensku hugverki Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2017 14:00 Listakonan Eva Ísleifsdóttir telur ólíklegt að sænski listamaðurinn hafi séð verk hennar frá árinu 2008. Fánalistaverk listamannsins Mattias Norström, sem komið var upp á Sergelstorgi í miðborg Stokkhólms fyrr í vikunni, hefur vakið mikið umtal í Svíþjóð á síðustu dögum. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að listaverkið kunni að vera stuldur á verki íslensku listakonunnar Evu Ísleifsdóttur frá árinu 2008. Verkið á Sergelstorgi var vígt á þriðjudag og ber nafnið „Du gamla du fria“ sem er nafnið á þjóðsöng Svía. Stjórnmálamenn hafa sumir gagnrýnt verkið og var einn stjórnmálamaður úr röðum Kristdemókrata sem sagði það „óþarflega ögrandi“. Eva segist í samtali við Vísi að sænskir fjölmiðlar hafi margir haft samband við sig vegna málsins í morgun. „Sænsku fjölmiðlarnir hafa verið að spyrja mig hvort að ég sé ekki brjáluð yfir því að hann hafi stolið hugmyndinni. Það er ekki rétt. Þetta verk sem ég gerði var árið 2008 í kringum og um hrunið hér á Íslandi. Það er allt annað í gangi þarna í Svíþjóð.“Verkið var útskriftarverk Evu úr Listaháskólanum.Eva ÍsleifsdóttirÚtskriftarverk úr Listaháskólanum Verk Evu var útskriftarverk Evu frá Listaháskólanum og stóð á Klambratúni í um mánuð árið 2008. „Mig langaði til að lýsa leiðanum sem lá yfir þjóðinni þegar þetta var í gangi. Það voru ýmis leyndarmál að koma upp á yfirborðið og helsta tákn þjóðar er fáninn,“ segir Eva. Hún segist þó ekki telja að sænski listamaðurinn hafi stolið hugmyndinni frá sér. „Við fáum mörg sömu hugmyndirnar. Ég held að hann hafi ekki séð verkið, þetta hefur ekki verið sýnt neins staðar nema þarna á Klambratúni. Verkið stóð þarna í mánuð úti á túni og fékk litla athygli.“ Eva segir að verkið á Klambratúni hafi verið eyðilagt að lokum. Telur hún að einhver hafi reynt að klifra upp stöngina. „Fáninn hvarf og fannst aldrei aftur. Það er sorglegt þar sem ég átti ekki fánann. Þannig að ef þessi fáni finnst þá vil ég fá hann til baka,“ segir Eva létt í bragði. Menning Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Fánalistaverk listamannsins Mattias Norström, sem komið var upp á Sergelstorgi í miðborg Stokkhólms fyrr í vikunni, hefur vakið mikið umtal í Svíþjóð á síðustu dögum. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að listaverkið kunni að vera stuldur á verki íslensku listakonunnar Evu Ísleifsdóttur frá árinu 2008. Verkið á Sergelstorgi var vígt á þriðjudag og ber nafnið „Du gamla du fria“ sem er nafnið á þjóðsöng Svía. Stjórnmálamenn hafa sumir gagnrýnt verkið og var einn stjórnmálamaður úr röðum Kristdemókrata sem sagði það „óþarflega ögrandi“. Eva segist í samtali við Vísi að sænskir fjölmiðlar hafi margir haft samband við sig vegna málsins í morgun. „Sænsku fjölmiðlarnir hafa verið að spyrja mig hvort að ég sé ekki brjáluð yfir því að hann hafi stolið hugmyndinni. Það er ekki rétt. Þetta verk sem ég gerði var árið 2008 í kringum og um hrunið hér á Íslandi. Það er allt annað í gangi þarna í Svíþjóð.“Verkið var útskriftarverk Evu úr Listaháskólanum.Eva ÍsleifsdóttirÚtskriftarverk úr Listaháskólanum Verk Evu var útskriftarverk Evu frá Listaháskólanum og stóð á Klambratúni í um mánuð árið 2008. „Mig langaði til að lýsa leiðanum sem lá yfir þjóðinni þegar þetta var í gangi. Það voru ýmis leyndarmál að koma upp á yfirborðið og helsta tákn þjóðar er fáninn,“ segir Eva. Hún segist þó ekki telja að sænski listamaðurinn hafi stolið hugmyndinni frá sér. „Við fáum mörg sömu hugmyndirnar. Ég held að hann hafi ekki séð verkið, þetta hefur ekki verið sýnt neins staðar nema þarna á Klambratúni. Verkið stóð þarna í mánuð úti á túni og fékk litla athygli.“ Eva segir að verkið á Klambratúni hafi verið eyðilagt að lokum. Telur hún að einhver hafi reynt að klifra upp stöngina. „Fáninn hvarf og fannst aldrei aftur. Það er sorglegt þar sem ég átti ekki fánann. Þannig að ef þessi fáni finnst þá vil ég fá hann til baka,“ segir Eva létt í bragði.
Menning Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira