Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar 31. ágúst 2017 13:00 Birkir á æfingunni í morgun. Vísir/ÓskarÓ Birkir Bjarnason er vongóður um að íslenska liðið leggi það finnska að velli í undankeppni HM 2018 en liðin mætast í Helsinki á laugardag. Íslenska liðið æfði í morgun og leikmenn ræddu við fjölmiðla um leikinn mikilvæga. Ísland er í frábærri stöðu í undankeppninni en strákarnir eru jafnir Króatíu á toppi riðilsins eftir sigur á Króötum í byrjun júní. Fyrir ári síðan vann Ísland svo ævintýralegan 3-2 sigur á Finnlandi á heimavelli eftir að hafa verið 2-1 undir þegar lítið var eftir af leiknum. „Leikurinn gegn Króatíu var frábær og vonandi höldum við áfram á þessari braut,“ sagði Birkir í samtali við Vísi í morgun. Hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt að komast aftur niður á jörðiuna eftir þann góða sigur. „Við höfum áður spilað á móti góðum liðum og unnið þau. Þá þurftum við að koma okkur snöggt niður á jörðina aftur og ég held að það verði ekkert öðruvísi núna.“ Hann segir að Finnland sé með hörkulið og að engir leikir séu léttir í þessum sterka riðli Íslands. „Við verðum að vera einbeittir hverja einustu mínútu í öllum leikjum. Við sáum að við vorum í basli með Finna síðast og þó svo að það hafi verið mjög sætt að vinna þá í lokin vil ég frekar vinna leiki fyrr,“ sagði Birkir.Terry í leik með Aston Villa.Vísir/GettyFerill Terry talar sínu máli Birkir kom til Aston Villa í upphafi ársins og missti af síðustu vikum síðasta tímabis vegna meiðsla. Hann hefur einu sinni verið byrjuanrliðsmaður með Aston Villa á nýju tímabili og vonast til að fá fleiri tækifæri. „Mér líður vel hjá Aston Villa. Þetta hefur ekki farið nógu vel af stað, hvorki hjá liðinu eða mér persónulega en þetta hefur gengið betur hjá mér persónulega í síðustu leikjum og ég vona að ég fái tækifæri að sýna hvað ég get,“ sagði Birkir. John Terry kom til félagsins frá Chelsea í sumar og Birkir ber honum söguna vel. „Hann er frábær. Mjög fínn. Góður leiðtogi og góður á æfingum sem og í klefanum. Hann er líka búinn að vera frábær inni á vellinum líka,“ segir Birkir. „Það vita allir hvað hann getur enda talar ferillinn hans sínu máli. Hann er enn frábær leikmaður.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Arnar Björnsson tók við Birki fyrir Stöð 2 í morgun. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Birkir Bjarnason er vongóður um að íslenska liðið leggi það finnska að velli í undankeppni HM 2018 en liðin mætast í Helsinki á laugardag. Íslenska liðið æfði í morgun og leikmenn ræddu við fjölmiðla um leikinn mikilvæga. Ísland er í frábærri stöðu í undankeppninni en strákarnir eru jafnir Króatíu á toppi riðilsins eftir sigur á Króötum í byrjun júní. Fyrir ári síðan vann Ísland svo ævintýralegan 3-2 sigur á Finnlandi á heimavelli eftir að hafa verið 2-1 undir þegar lítið var eftir af leiknum. „Leikurinn gegn Króatíu var frábær og vonandi höldum við áfram á þessari braut,“ sagði Birkir í samtali við Vísi í morgun. Hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt að komast aftur niður á jörðiuna eftir þann góða sigur. „Við höfum áður spilað á móti góðum liðum og unnið þau. Þá þurftum við að koma okkur snöggt niður á jörðina aftur og ég held að það verði ekkert öðruvísi núna.“ Hann segir að Finnland sé með hörkulið og að engir leikir séu léttir í þessum sterka riðli Íslands. „Við verðum að vera einbeittir hverja einustu mínútu í öllum leikjum. Við sáum að við vorum í basli með Finna síðast og þó svo að það hafi verið mjög sætt að vinna þá í lokin vil ég frekar vinna leiki fyrr,“ sagði Birkir.Terry í leik með Aston Villa.Vísir/GettyFerill Terry talar sínu máli Birkir kom til Aston Villa í upphafi ársins og missti af síðustu vikum síðasta tímabis vegna meiðsla. Hann hefur einu sinni verið byrjuanrliðsmaður með Aston Villa á nýju tímabili og vonast til að fá fleiri tækifæri. „Mér líður vel hjá Aston Villa. Þetta hefur ekki farið nógu vel af stað, hvorki hjá liðinu eða mér persónulega en þetta hefur gengið betur hjá mér persónulega í síðustu leikjum og ég vona að ég fái tækifæri að sýna hvað ég get,“ sagði Birkir. John Terry kom til félagsins frá Chelsea í sumar og Birkir ber honum söguna vel. „Hann er frábær. Mjög fínn. Góður leiðtogi og góður á æfingum sem og í klefanum. Hann er líka búinn að vera frábær inni á vellinum líka,“ segir Birkir. „Það vita allir hvað hann getur enda talar ferillinn hans sínu máli. Hann er enn frábær leikmaður.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Arnar Björnsson tók við Birki fyrir Stöð 2 í morgun.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira