Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Íbúar Houston eru enn varaðir við því að aka um götur borgarinnar enda er vatnselgurinn mikill. Vísir/AFP Útlit er fyrir sól og úrkomuleysi í Houston í Texasríki næstu daga en borgin kom afar illa út úr hitabeltisstorminum Harvey, sem var um skeið flokkaður sem fellibylur. Tala látinna í Houston hækkaði í tuttugu í gær en ekki er vitað hversu margra er saknað. Þúsundir þurftu jafnframt að yfirgefa heimili sín. Gífurleg flóð skullu á Houston og fleiri svæðum í Texas og gripu sumir íbúar til þess að ræna yfirgefin heimili á meðan ofviðrið gekk yfir. Útgöngubann var sett á í borginni í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir slíka glæpi. Harvey skall á Louisiana-ríki í gærmorgun eftir að hafa farið yfir Mexíkóflóa og er búist við því að stormurinn stefni í norðausturátt áður en hann lægir. Mun hann koma við í Missouri, Tennessee og Kentucky. Stormurinn mun ekki fara beint yfir New Orleans-borg, sem fellibylurinn Katrina lék grátt á síðasta áratug, en þó er búist við miklu regni og jafnvel flóðum í borginni. Spá veðurfræðingar því að um 25 sentimetar regnvatns muni falla á borgina á 36 klukkustundum. Til samanburðar mældist úrkoma í Reykjavík allan júlímánuð 37,1 millimetri og 20,1 millimetri í sama mánuði á Akureyri. Á sumum svæðum Texas mældist úrkoma undanfarinna sólarhringa um 122 sentimetrar sem er næstum jafn mikið og allt árið í fyrra á sömu svæðum, að því er BBC greinir frá. Mikill fjöldi vinnur nú að björgunarstarfi í Houston til að aðstoða þá sem urðu verst úti í flóðunum. Art Acevedo, lögreglustjóri borgarinnar, sagði við CNN í gær að yfirvöldum hefðu borist um 70.000 símtöl þar sem óskað var eftir hjálp. „Við biðjum bara til Guðs að tala látinna hækki ekki mikið,“ sagði Acevedo. Að minnsta kosti 30.000 eru nú heimilislaus í borginni og þá eru mun fleiri án rafmagns. Tugir þúsunda gista í neyðarskýlum. Í úttekt BBC á afleiðingum Harveys kemur fram að efnahagsleg áhrif ofviðrisins gætu orðið mikil. Til að mynda hafi ekki verið hægt að vinna um tvær milljónir olíutunna, sem jafngildir um tíund af olíuþörf Bandaríkjanna, vegna Harveys en Houston er ein stærsta olíuvinnsluborg Bandaríkjanna. Þá hafi bómullaruppskera á svæðinu einnig eyðilagst sem gæti haft áhrif á bómullarverð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39 Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Útlit er fyrir sól og úrkomuleysi í Houston í Texasríki næstu daga en borgin kom afar illa út úr hitabeltisstorminum Harvey, sem var um skeið flokkaður sem fellibylur. Tala látinna í Houston hækkaði í tuttugu í gær en ekki er vitað hversu margra er saknað. Þúsundir þurftu jafnframt að yfirgefa heimili sín. Gífurleg flóð skullu á Houston og fleiri svæðum í Texas og gripu sumir íbúar til þess að ræna yfirgefin heimili á meðan ofviðrið gekk yfir. Útgöngubann var sett á í borginni í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir slíka glæpi. Harvey skall á Louisiana-ríki í gærmorgun eftir að hafa farið yfir Mexíkóflóa og er búist við því að stormurinn stefni í norðausturátt áður en hann lægir. Mun hann koma við í Missouri, Tennessee og Kentucky. Stormurinn mun ekki fara beint yfir New Orleans-borg, sem fellibylurinn Katrina lék grátt á síðasta áratug, en þó er búist við miklu regni og jafnvel flóðum í borginni. Spá veðurfræðingar því að um 25 sentimetar regnvatns muni falla á borgina á 36 klukkustundum. Til samanburðar mældist úrkoma í Reykjavík allan júlímánuð 37,1 millimetri og 20,1 millimetri í sama mánuði á Akureyri. Á sumum svæðum Texas mældist úrkoma undanfarinna sólarhringa um 122 sentimetrar sem er næstum jafn mikið og allt árið í fyrra á sömu svæðum, að því er BBC greinir frá. Mikill fjöldi vinnur nú að björgunarstarfi í Houston til að aðstoða þá sem urðu verst úti í flóðunum. Art Acevedo, lögreglustjóri borgarinnar, sagði við CNN í gær að yfirvöldum hefðu borist um 70.000 símtöl þar sem óskað var eftir hjálp. „Við biðjum bara til Guðs að tala látinna hækki ekki mikið,“ sagði Acevedo. Að minnsta kosti 30.000 eru nú heimilislaus í borginni og þá eru mun fleiri án rafmagns. Tugir þúsunda gista í neyðarskýlum. Í úttekt BBC á afleiðingum Harveys kemur fram að efnahagsleg áhrif ofviðrisins gætu orðið mikil. Til að mynda hafi ekki verið hægt að vinna um tvær milljónir olíutunna, sem jafngildir um tíund af olíuþörf Bandaríkjanna, vegna Harveys en Houston er ein stærsta olíuvinnsluborg Bandaríkjanna. Þá hafi bómullaruppskera á svæðinu einnig eyðilagst sem gæti haft áhrif á bómullarverð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39 Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39
Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28