Bjóða embættismönnum upp á fræðslu um höfundarrétt vegna ummæla Áslaugar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 19:30 Myndstef segir að skortur sé á almennri þekkingu á höfundarrétti hér á landi og býður embættismönnum og almenningi að sækja sér fræðslu hjá samtökunum, þeim að kostnaðarlausu. Samtökin harma ummæli formanns allsherjar- og menntamálanefndar, sem óskaði um helgina eftir upplýsingum um hvar hægt væri að nálgast höfundarréttarvarið efni á netinu, án þess að greiða fyrir það.Vissi betur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins, lét téð ummæli falla á Twitter síðu sinni áður en bardagi þeirra Floyds Mayweather og Conors McGregor hófst. Um er að ræða höfundarréttarvarið efni en rétt er að taka fram að Stöð 2 Sport var rétthafi bardagans hér á landi. „Jæja er einhver með stream fyrir mig á bardagann?“ sagði Áslaug á Twitter, en hún hefur nú eytt færslunni og birt afsökunarbeiðni vegna málsins, líkt og greint var frá á Vísi í dag. Málið vakti talsverð athygli enda er það hlutverk allsherjar- og menntamálanefndar að fjalla um mál er varða höfundarrétt og fjölmiðlum. Þá hefur allsherjar- og menntamálanefnd Sjálfstæðisflokksins samþykkt ályktun þess efnis að vernda eigi eignarrétt rafræns efnis og að til þess þurfi að leita leiða til þess að skapa samkeppnishæft umhverfi löglegra efnisveitna. Áslaug Arna hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins.Aðalheiður Dögg segir að auka þurfi fræðslu.vísir/sigurjónÖllum velkomið að sækja sér fræðslu Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs, hvetur bæði embættismenn og almenning að sækja sér fræðslu til Myndstefs um höfundarréttarlög. „Okkur þykir ummælin mjög miður. Það er mjög leiðinlegt sjá embættismann sérstaklega tala svona, hvort sem það er á Twitter eða annars staðar. En okkur þykir ummælin sýna bæði þekkingarleysi og ákveðið viðhorf í samfélaginu gagnvart vörðu efni og notkun á því,“ segir Aðalheiður Dögg. „Vissulega væri betra ef fólk myndi kynna sér málið betur þess vegna viljum við endilega bjóða henni Áslaugu og fleirum upp á kynningar hjá okkur þannig að svona mál komi ekki upp aftur,“ segir Aðalheiður. Tengdar fréttir Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00 Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Myndstef segir að skortur sé á almennri þekkingu á höfundarrétti hér á landi og býður embættismönnum og almenningi að sækja sér fræðslu hjá samtökunum, þeim að kostnaðarlausu. Samtökin harma ummæli formanns allsherjar- og menntamálanefndar, sem óskaði um helgina eftir upplýsingum um hvar hægt væri að nálgast höfundarréttarvarið efni á netinu, án þess að greiða fyrir það.Vissi betur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins, lét téð ummæli falla á Twitter síðu sinni áður en bardagi þeirra Floyds Mayweather og Conors McGregor hófst. Um er að ræða höfundarréttarvarið efni en rétt er að taka fram að Stöð 2 Sport var rétthafi bardagans hér á landi. „Jæja er einhver með stream fyrir mig á bardagann?“ sagði Áslaug á Twitter, en hún hefur nú eytt færslunni og birt afsökunarbeiðni vegna málsins, líkt og greint var frá á Vísi í dag. Málið vakti talsverð athygli enda er það hlutverk allsherjar- og menntamálanefndar að fjalla um mál er varða höfundarrétt og fjölmiðlum. Þá hefur allsherjar- og menntamálanefnd Sjálfstæðisflokksins samþykkt ályktun þess efnis að vernda eigi eignarrétt rafræns efnis og að til þess þurfi að leita leiða til þess að skapa samkeppnishæft umhverfi löglegra efnisveitna. Áslaug Arna hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins.Aðalheiður Dögg segir að auka þurfi fræðslu.vísir/sigurjónÖllum velkomið að sækja sér fræðslu Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs, hvetur bæði embættismenn og almenning að sækja sér fræðslu til Myndstefs um höfundarréttarlög. „Okkur þykir ummælin mjög miður. Það er mjög leiðinlegt sjá embættismann sérstaklega tala svona, hvort sem það er á Twitter eða annars staðar. En okkur þykir ummælin sýna bæði þekkingarleysi og ákveðið viðhorf í samfélaginu gagnvart vörðu efni og notkun á því,“ segir Aðalheiður Dögg. „Vissulega væri betra ef fólk myndi kynna sér málið betur þess vegna viljum við endilega bjóða henni Áslaugu og fleirum upp á kynningar hjá okkur þannig að svona mál komi ekki upp aftur,“ segir Aðalheiður.
Tengdar fréttir Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00 Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00
Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels