Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 15:51 Gervitunglamynd sem sýnir leifar Harvey þegar þær gengu á land í Lúisíana í dag. NASA/NOAA GOES Project Bandaríska umhverfisstofnunin (EPA) sakar loftslagsvísindamenn um að blanda pólitík inn í harmleik með því að benda á að hnattræn hlýnun hafi átt þátt í hversu öflugur fellibylurinn Harvey hefur orðið.Úrkomumet hafa verið slegin eftir að Harvey gekk á land sem fjórða stigs fellibylur í Texas á föstudagskvöld. Áætlað er að allt að þriðjungur Houston-borgar liggi nú undir vatni. Yfir tuttugu manns hafa farist og þúsundir borgarbúa sjá fram á eignartjón af völdum vatnselgsins. Loftslagsvísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert hitabeltisstorma og fellibyli öflugari jafnvel þó að þeir verði ekki endilega tíðari. Margir þeirra hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar hafi ekki valdið Harvey þá hafi þær tvímælalaust gefið storminum meiri styrk. Hlýrri sjór og loft gera fellibyljum enda kleift að verða enn öflugri. Þrátt fyrir að vísindamenn EPA séu á meðal þeirra sem hafa komist að þessum niðurstöðum brást talskona stofnunarinnar önug við þegar hún var spurð út í tengsl Harvey við loftslagsbreytingar í gær, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „EPA einbeitir sér að öryggi þeirra sem verða fyrir áhrifum af fellibylnum Harvey og að veita neyðarstuðning, ekki að taka þátt í tilraunum til þess að blanda pólitík inn í áframhaldandi harmleik,“ svaraði Liz Bowman, talskona EPA, þegar hún var spurð út í ummæli loftslagsvísindamanna.Stjórnmálaskoðanir hafa mikil áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna til loftslagsbreytinga. Þannig vill fólk af hægri vængnum ekki heyra á það minnst að hnattræn hlýnun gæti hafa haft áhrif á hörmungarnar í Texas.Vísir/EPAAfneitun innleidd í UmhverfisstofnuninaBandarískir hægrimenn hafa almennt keppst við að gera lítið úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar á hamfarirnar í Texas en þeir afneita vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum upp til hópa. Eftir að Donald Trump forseti skipaði Scott Pruitt sem forstjóra EPA hefur stofnunin fljótt skipt um stefnu í loftslagsmálum. Pruitt er áberandi andstæðingur loftslagsvísinda og hefur meðal annars sagt að hann trúi ekki niðurstöðu vísindamanna, þar á meðal hans eigin, að koltvísýringur sé meginorsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. EPA hefur þannig fjarlægt upplýsingar um loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni og tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama og miðuðu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Rifjað hefur verið upp að aðeins nokkrum vikum áður en Harvey skall á Texas ákvað Trump að afnema reglur sem Obama hafði komið á að alríkisstjórnin þyrfti að taka tillit til aukinna flóða og vatnsskemmda vegna loftslagsbreytinga við mannvirkjagerð. Eins hefur verið bent á að sú staðreynd að borgaryfirvöld í Houston séu ein fárra sem kjósa að hafa ekkert deiliskipulag gæti hafa gert áhrif flóðanna af völdum Harvey verri en þau hefðu ella verið. Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Bandaríska umhverfisstofnunin (EPA) sakar loftslagsvísindamenn um að blanda pólitík inn í harmleik með því að benda á að hnattræn hlýnun hafi átt þátt í hversu öflugur fellibylurinn Harvey hefur orðið.Úrkomumet hafa verið slegin eftir að Harvey gekk á land sem fjórða stigs fellibylur í Texas á föstudagskvöld. Áætlað er að allt að þriðjungur Houston-borgar liggi nú undir vatni. Yfir tuttugu manns hafa farist og þúsundir borgarbúa sjá fram á eignartjón af völdum vatnselgsins. Loftslagsvísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert hitabeltisstorma og fellibyli öflugari jafnvel þó að þeir verði ekki endilega tíðari. Margir þeirra hafa bent á að þó að loftslagsbreytingar hafi ekki valdið Harvey þá hafi þær tvímælalaust gefið storminum meiri styrk. Hlýrri sjór og loft gera fellibyljum enda kleift að verða enn öflugri. Þrátt fyrir að vísindamenn EPA séu á meðal þeirra sem hafa komist að þessum niðurstöðum brást talskona stofnunarinnar önug við þegar hún var spurð út í tengsl Harvey við loftslagsbreytingar í gær, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „EPA einbeitir sér að öryggi þeirra sem verða fyrir áhrifum af fellibylnum Harvey og að veita neyðarstuðning, ekki að taka þátt í tilraunum til þess að blanda pólitík inn í áframhaldandi harmleik,“ svaraði Liz Bowman, talskona EPA, þegar hún var spurð út í ummæli loftslagsvísindamanna.Stjórnmálaskoðanir hafa mikil áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna til loftslagsbreytinga. Þannig vill fólk af hægri vængnum ekki heyra á það minnst að hnattræn hlýnun gæti hafa haft áhrif á hörmungarnar í Texas.Vísir/EPAAfneitun innleidd í UmhverfisstofnuninaBandarískir hægrimenn hafa almennt keppst við að gera lítið úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar á hamfarirnar í Texas en þeir afneita vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum upp til hópa. Eftir að Donald Trump forseti skipaði Scott Pruitt sem forstjóra EPA hefur stofnunin fljótt skipt um stefnu í loftslagsmálum. Pruitt er áberandi andstæðingur loftslagsvísinda og hefur meðal annars sagt að hann trúi ekki niðurstöðu vísindamanna, þar á meðal hans eigin, að koltvísýringur sé meginorsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. EPA hefur þannig fjarlægt upplýsingar um loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni og tekið fyrstu skrefin í átt að því að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama og miðuðu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Rifjað hefur verið upp að aðeins nokkrum vikum áður en Harvey skall á Texas ákvað Trump að afnema reglur sem Obama hafði komið á að alríkisstjórnin þyrfti að taka tillit til aukinna flóða og vatnsskemmda vegna loftslagsbreytinga við mannvirkjagerð. Eins hefur verið bent á að sú staðreynd að borgaryfirvöld í Houston séu ein fárra sem kjósa að hafa ekkert deiliskipulag gæti hafa gert áhrif flóðanna af völdum Harvey verri en þau hefðu ella verið.
Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30