Veðbankar í Las Vegas slógu alls konar met í kringum bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather.
Ótrúlegur fjöldi veðjaði á sigur hjá Conor í bardaganum og fleiri veðjuðu á hans sigur en á sigur New England Patriots í síðasta Super Bowl. Það er magnað.
Í heildina veðjuðu miklu fleiri á bardaga MayMac en á Super Bowl.
„Það hafa aldrei svona margir veðjað á stakan viðburð áður. Þetta var sögulegt,“ sagði talsmaður eins veðbanka en þeir eru þegar farnir að bjóða upp á veðmál um hvort Conor og Mayweather berjist aftur.
Ef Conor hefði unnið þá hefðu veðbankarnir fengið að finna fyrir því og þeir fögnuðu því sigri Mayweather.
Fleiri veðjuðu á MayMac en Super Bowl

Tengdar fréttir

Sjáðu það helsta úr bardaga Conors og Mayweather
Bardagi þeirra Conor McGregor og Floyd Mayweather í gær var talsvert betri, og skemmtilegri, en margir áttu von á.

Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu
Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari.

Mayweather yfir á stigum hjá öllum dómurum
Dómararnir voru sammála um að Conor McGregor vann fyrstu lotuna en svo snerist taflið við.

Áskriftarkerfin hrundu fyrir bardaga Conor og Mayweather
Ekki allir sem keyptu sér áskrift að bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather um síðustu helgi náðu að sjá bardagann og þeir hinir sömu eru skiljanlega brjálaðir.

Mayweather: Tók lengri tíma en ég reiknaði með
Floyd Mayweather lofaði frammistöðu Conor McGregor eftir bardaga þeirra í Las Vegas í nótt.