Úr öskunni í eldmaurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 06:44 Eldmaurarnir fljóta ofan á hræum dauðra félaga sinna til að halda sér á lífi. Skjáskot Íbúar Texas hafa ekki einungis þurft að hafa áhyggjur af miklum vindum og vatnavöxtum í kjölfar hitabeltislægðarinnar Harvey sem gekk á land um helgina. Stærðarinnar „eldmauraflekar“ hafa sést fljóta ofan á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í rúst. Til að forðast drukknun flýja maurarnir búin sín og þúsundum saman fljóta þeir ofan á hræum dauðra eldmaura. Þannig tekst þeim að halda sér þurrum og á lífi. Skordýrafræðingur sem Guardian ræðir við segist aldrei hafa séð annan eins eldmaurafjölda á öllum sínum árum í skordýrabransanum. Flekarnir geti hangið saman svo vikum skipti, án næringar geti maurarnir þó ekki lifað lengi.Pro tip: Don't touch the floating fire ant colonies. They will ruin your day. #Harvey pic.twitter.com/uwJd0rA7qB— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) August 27, 2017 Eldmaurarnir eiga rætur sínar að rekja til sléttna meðfram Pargavæ-ánni í Suður-Ameríku sem reglulega fara undir vatn þegar áin flæðir yfir bakka sína. Þrátt fyrir að þessi hegðun eldmauranna sé vel þekkt og Bandaríkjamenn hafi t.a.m. kynnst í kjölfar fellibylsins Katrínu árið 2004 hafa myndir af eldmauraflekunum valdið usla á samfélagsmiðlum.Meanwhile, in Cuero, the river has brought my aunt all of the fire ants. Yes, those are all (of the) fire ants. pic.twitter.com/dEibWYxAdl— Bill O'Zimmermann (@The_Reliant) August 29, 2017 Eldmaurar komu fyrst til suðurríkja Bandaríkanna á fjórða áratug síðustu aldar og hefur fjölgað á ógnarhraða með alvarlegum afleiðingum fyrir lífríki svæðisins. Maurarnir eru sagðir mjög árásargjarnir og er biti þeirra lýst sem gífurlega sársaukafullu. Sýkingar sem fylgt hafa í kjölfar bitanna hafa jafnvel, í nokkrum ofnæmistilfellum, dregið fólk til dauða.If you're in Houston and don't think things could get worse, just remember: Fire Ants float pic.twitter.com/43whwDxnUz— Fox Keegan (@FoxCurtailed) August 27, 2017 Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Skelfilegar aðstæður í Houston: Veiddi fisk inni í stofu með berum höndum Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. 29. ágúst 2017 11:30 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Íbúar Texas hafa ekki einungis þurft að hafa áhyggjur af miklum vindum og vatnavöxtum í kjölfar hitabeltislægðarinnar Harvey sem gekk á land um helgina. Stærðarinnar „eldmauraflekar“ hafa sést fljóta ofan á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í rúst. Til að forðast drukknun flýja maurarnir búin sín og þúsundum saman fljóta þeir ofan á hræum dauðra eldmaura. Þannig tekst þeim að halda sér þurrum og á lífi. Skordýrafræðingur sem Guardian ræðir við segist aldrei hafa séð annan eins eldmaurafjölda á öllum sínum árum í skordýrabransanum. Flekarnir geti hangið saman svo vikum skipti, án næringar geti maurarnir þó ekki lifað lengi.Pro tip: Don't touch the floating fire ant colonies. They will ruin your day. #Harvey pic.twitter.com/uwJd0rA7qB— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) August 27, 2017 Eldmaurarnir eiga rætur sínar að rekja til sléttna meðfram Pargavæ-ánni í Suður-Ameríku sem reglulega fara undir vatn þegar áin flæðir yfir bakka sína. Þrátt fyrir að þessi hegðun eldmauranna sé vel þekkt og Bandaríkjamenn hafi t.a.m. kynnst í kjölfar fellibylsins Katrínu árið 2004 hafa myndir af eldmauraflekunum valdið usla á samfélagsmiðlum.Meanwhile, in Cuero, the river has brought my aunt all of the fire ants. Yes, those are all (of the) fire ants. pic.twitter.com/dEibWYxAdl— Bill O'Zimmermann (@The_Reliant) August 29, 2017 Eldmaurar komu fyrst til suðurríkja Bandaríkanna á fjórða áratug síðustu aldar og hefur fjölgað á ógnarhraða með alvarlegum afleiðingum fyrir lífríki svæðisins. Maurarnir eru sagðir mjög árásargjarnir og er biti þeirra lýst sem gífurlega sársaukafullu. Sýkingar sem fylgt hafa í kjölfar bitanna hafa jafnvel, í nokkrum ofnæmistilfellum, dregið fólk til dauða.If you're in Houston and don't think things could get worse, just remember: Fire Ants float pic.twitter.com/43whwDxnUz— Fox Keegan (@FoxCurtailed) August 27, 2017
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Skelfilegar aðstæður í Houston: Veiddi fisk inni í stofu með berum höndum Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. 29. ágúst 2017 11:30 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Skelfilegar aðstæður í Houston: Veiddi fisk inni í stofu með berum höndum Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. 29. ágúst 2017 11:30
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30
Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48