61 látinn og 200 slasaðir í Mexíkó Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. september 2017 19:00 Minnst sextíu og einn er látinn eftir jarðskjálftann sem reið yfir Mexíkó í fyrrakvöld. Óttast er að tala látinna muni hækka umtalsvert en skjálftinn er sá stærsti í sögu landsins. Upptök skjálftans voru nærri héruðunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas og var eyðileggingin gríðarleg. Skjálftinn fannst í meira en þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökunum og sagði forseti landsins að fimmtíu milljón manns hefðu fundið fyrir honum. Björgunarstarf hófst þegar í stað og við matarmarkað sem hrundi í bænum Juchitan unnu björgunarsveitarmenn í kolniða myrkri þar sem ekkert rafmagn er á svæðinu. Á meðan horfði almenningur á í von um að einhverjir myndu finnast á lífi. „Öll ríkisstjórnin og fulltrúar hennar ásamt mér verða hér á staðnum. Við erum komin hingað til Oaxaca til að sýna íbúunum samstöðu. Mikilvægast af öllu er að þau viti að þau eru ekki ein,“ sagði Alejandro Murat, borgarstjóri Oaxaca við blaðamenn í dag. Skjálftinn mældist 8,2 að stærð og er öflugasti skjálfti sem hefur riðið yfir landið. Vel á fjórða hundrað eftirskjálfta mældust þrettán klukkustundum eftir skjálftann af stærðinni 4,3 til 5,7. Yfirvöld hafa gefið út að öllum sem lentu í skjálftanum verði komið til hjálpar en staðfest að 61 týndi lífi og fleiri en tvö hundruð slösuðust í hamförunum. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia gekk inn á austurströnd landsins í nótt með mikilli rigningu. Fellibylurinn náði mest öðru stigi en er kominn niður í fyrsta stig og kemur til með að breytast í hitabeltisstorm. Spáð er allt að 350 millimetra úrkomu og hefur verið varað við flóðahættu í norðanverðu landinu. Katia er þriðju og minnsti hitabeltisstormurinn sem geisað hefur á Karíbahafi síðustu daga. Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti í manna minnum 8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó. Skjálftinn er sagður sá stærsti í sögu landsins. Hann fannst í höfuðborginni, þúsund kílómetra frá upptökum hans. 9. september 2017 07:00 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Minnst sextíu og einn er látinn eftir jarðskjálftann sem reið yfir Mexíkó í fyrrakvöld. Óttast er að tala látinna muni hækka umtalsvert en skjálftinn er sá stærsti í sögu landsins. Upptök skjálftans voru nærri héruðunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas og var eyðileggingin gríðarleg. Skjálftinn fannst í meira en þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökunum og sagði forseti landsins að fimmtíu milljón manns hefðu fundið fyrir honum. Björgunarstarf hófst þegar í stað og við matarmarkað sem hrundi í bænum Juchitan unnu björgunarsveitarmenn í kolniða myrkri þar sem ekkert rafmagn er á svæðinu. Á meðan horfði almenningur á í von um að einhverjir myndu finnast á lífi. „Öll ríkisstjórnin og fulltrúar hennar ásamt mér verða hér á staðnum. Við erum komin hingað til Oaxaca til að sýna íbúunum samstöðu. Mikilvægast af öllu er að þau viti að þau eru ekki ein,“ sagði Alejandro Murat, borgarstjóri Oaxaca við blaðamenn í dag. Skjálftinn mældist 8,2 að stærð og er öflugasti skjálfti sem hefur riðið yfir landið. Vel á fjórða hundrað eftirskjálfta mældust þrettán klukkustundum eftir skjálftann af stærðinni 4,3 til 5,7. Yfirvöld hafa gefið út að öllum sem lentu í skjálftanum verði komið til hjálpar en staðfest að 61 týndi lífi og fleiri en tvö hundruð slösuðust í hamförunum. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia gekk inn á austurströnd landsins í nótt með mikilli rigningu. Fellibylurinn náði mest öðru stigi en er kominn niður í fyrsta stig og kemur til með að breytast í hitabeltisstorm. Spáð er allt að 350 millimetra úrkomu og hefur verið varað við flóðahættu í norðanverðu landinu. Katia er þriðju og minnsti hitabeltisstormurinn sem geisað hefur á Karíbahafi síðustu daga.
Tengdar fréttir Stærsti jarðskjálfti í manna minnum 8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó. Skjálftinn er sagður sá stærsti í sögu landsins. Hann fannst í höfuðborginni, þúsund kílómetra frá upptökum hans. 9. september 2017 07:00 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Stærsti jarðskjálfti í manna minnum 8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir Mexíkó. Skjálftinn er sagður sá stærsti í sögu landsins. Hann fannst í höfuðborginni, þúsund kílómetra frá upptökum hans. 9. september 2017 07:00