Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2017 20:34 Þær Haniye og Mary hafa báðar verið á flótta allt sitt líf. Foreldrar þeirra sóttu um hæli fyrir þær á landi en umsóknunum var hafnað af yfirvöldum. Þær verða því brátt sendar úr landi. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vill að þær Haniye, 11 ára gömul stúlka sem er á flótta, og Mary, 8 ára gömul stúlka sem er einnig á flótta, fái að vera áfram á Íslandi en vísa á þeim báðum úr landi sem og foreldrum þeirra. Þau hafa sótt um hæli hér á landi. Hanna Katrín vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. „Ég er þeirrar skoðunar að sein meðferð mála varpi enn ríkari ábyrgð á okkur varðandi það að láta mannúð ráða för frekar en ítrustu laga- og reglugerðartúlkanir. Hin nígerísku Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary sem og afgönsku feðginin Hanyie og Abrahim Maleki eiga það t.d. skilið af okkar hálfu. Ég styð heilshugar að þessar tvær fjölskyldur fái að halda áfram að byggja upp nýtt líf hér á landi. Að baki þeim stuðningi mínum liggja mannúðarástæður. Stundum er það einfaldlega nóg,“ segir Hanna Katrín á Facebook-síðu sinni. Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli á morgun klukkan 15 vegna brottvísunar Haniye og Mary og fjölskyldna þeirra. Haniye kom hingað til lands ásamt föður sínum, Abrahim, sem er bæklaður eftir bílslys. Hann er frá Afganistan þaðan sem hann flúði til Íran fyrir um 20 árum. Haniye er fædd í Íran, á flótta, og er ríkisfangslaus. Þá glímir hún við alvarleg andleg veikindi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í vikunni ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en þau verða send til Þýskalands. Mary kom hingað til lands ásamt foreldrum sínum þeim Sunday og Joy. Hún er líkt og Haniye fædd á flótta en foreldrar hennar flúðu bæði heimaland sitt, Nígeríu, og kynntust á flóttanum. Sunday flúði pólitískar ofsóknir og Joy er fórnarlamb mansals. Vísa á fjölskyldunni aftur til Nígeríu en þangað hefur Mary aldrei komið. Facebook-færslu Hönnu Katrínar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Flóttamenn Tengdar fréttir Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Sá sem bjargar barni… Hvað eiga Julian Duranona, Bobby Fischer og Lucia Celeste Molina Sierra sameiginlegt? Öll urðu þau íslenskir ríkisborgarar eins og hendi væri veifað með ákvörðun Alþingis. 8. september 2017 07:00 Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vill að þær Haniye, 11 ára gömul stúlka sem er á flótta, og Mary, 8 ára gömul stúlka sem er einnig á flótta, fái að vera áfram á Íslandi en vísa á þeim báðum úr landi sem og foreldrum þeirra. Þau hafa sótt um hæli hér á landi. Hanna Katrín vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. „Ég er þeirrar skoðunar að sein meðferð mála varpi enn ríkari ábyrgð á okkur varðandi það að láta mannúð ráða för frekar en ítrustu laga- og reglugerðartúlkanir. Hin nígerísku Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary sem og afgönsku feðginin Hanyie og Abrahim Maleki eiga það t.d. skilið af okkar hálfu. Ég styð heilshugar að þessar tvær fjölskyldur fái að halda áfram að byggja upp nýtt líf hér á landi. Að baki þeim stuðningi mínum liggja mannúðarástæður. Stundum er það einfaldlega nóg,“ segir Hanna Katrín á Facebook-síðu sinni. Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli á morgun klukkan 15 vegna brottvísunar Haniye og Mary og fjölskyldna þeirra. Haniye kom hingað til lands ásamt föður sínum, Abrahim, sem er bæklaður eftir bílslys. Hann er frá Afganistan þaðan sem hann flúði til Íran fyrir um 20 árum. Haniye er fædd í Íran, á flótta, og er ríkisfangslaus. Þá glímir hún við alvarleg andleg veikindi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í vikunni ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en þau verða send til Þýskalands. Mary kom hingað til lands ásamt foreldrum sínum þeim Sunday og Joy. Hún er líkt og Haniye fædd á flótta en foreldrar hennar flúðu bæði heimaland sitt, Nígeríu, og kynntust á flóttanum. Sunday flúði pólitískar ofsóknir og Joy er fórnarlamb mansals. Vísa á fjölskyldunni aftur til Nígeríu en þangað hefur Mary aldrei komið. Facebook-færslu Hönnu Katrínar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Flóttamenn Tengdar fréttir Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Sá sem bjargar barni… Hvað eiga Julian Duranona, Bobby Fischer og Lucia Celeste Molina Sierra sameiginlegt? Öll urðu þau íslenskir ríkisborgarar eins og hendi væri veifað með ákvörðun Alþingis. 8. september 2017 07:00 Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46
Sá sem bjargar barni… Hvað eiga Julian Duranona, Bobby Fischer og Lucia Celeste Molina Sierra sameiginlegt? Öll urðu þau íslenskir ríkisborgarar eins og hendi væri veifað með ákvörðun Alþingis. 8. september 2017 07:00
Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00