Stendur ekki til að malbika malarstæði Landspítalans Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. september 2017 06:00 Bílastæðið var í slæmu ástandi á mánudag þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. vísir/ernir Malarbílastæði við Landspítalann í Fossvogi er illa farið og vætutíð undanfarinna daga hefur leikið það illa. Í mestu rigningunum hafa djúpar holur malarstæðisins fyllst af vatni og planið allt verið sem eitt stórt forarsvað. Kallað hefur verið eftir því að planið verði malbikað en engar áætlanir eru um það. Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, vakti athygli á skelfilegu ástandinu í harðorðri færslu á Facebook-síðu sinni í vikunni þar sem hann benti meðal annars á að malarstæðið hefði fengið að standa í nánast óbreyttri mynd frá opnun spítalans fyrir fimmtíu árum. Þá skoraði hann á Dag B. Eggertsson borgarstjóra eða Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að planið yrði malbikað og stakk upp á að það gæti verið fyrirtaks fimmtugsafmælisgjöf til spítalans. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að malarstæðið hafi verið heflað tíu dögum áður en meðfylgjandi mynd var tekin á mánudag.Eftir lagfæringar á mánudagskvöld leit planið svona út. Spurning er hversu lengi það helst svona Vísir/Ernir„Vætutíð hefur leikið það illa,“ segir Ingólfur en farið var í lagfæringar á planinu á ný á mánudagskvöld. Fyrir utan þunga umferð sem jafnan er um bílastæðið verður ástand malarstæðisins enn verra í mikilli úrkomu því vatnselgur sem rennur niður götuna Áland við innkeyrsluna að bráðamóttöku Landspítalans endar að stórum hluta inni á malarplaninu. Fjársvelti Landspítalans er vel þekkt og þar hefur þurft að halda fast í hverja krónu þegar kemur að viðhaldi og framkvæmdum af einhverju tagi. Aðspurður segir Ingólfur það á forræði spítalans að gera úrbætur á planinu þar sem það sé innan lóðar hans. „Það er ekki á framkvæmdaáætlun ársins að malbika það.“ Hann segir að kostnaður við lagfæringar líkt og þær sem farið var í á mánudag sé minniháttar. Þær séu gerðar með eigin vélum og mannskap. Kostnaður við að malbika muni án efa nema tugum milljóna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Malarbílastæði við Landspítalann í Fossvogi er illa farið og vætutíð undanfarinna daga hefur leikið það illa. Í mestu rigningunum hafa djúpar holur malarstæðisins fyllst af vatni og planið allt verið sem eitt stórt forarsvað. Kallað hefur verið eftir því að planið verði malbikað en engar áætlanir eru um það. Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, vakti athygli á skelfilegu ástandinu í harðorðri færslu á Facebook-síðu sinni í vikunni þar sem hann benti meðal annars á að malarstæðið hefði fengið að standa í nánast óbreyttri mynd frá opnun spítalans fyrir fimmtíu árum. Þá skoraði hann á Dag B. Eggertsson borgarstjóra eða Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að planið yrði malbikað og stakk upp á að það gæti verið fyrirtaks fimmtugsafmælisgjöf til spítalans. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að malarstæðið hafi verið heflað tíu dögum áður en meðfylgjandi mynd var tekin á mánudag.Eftir lagfæringar á mánudagskvöld leit planið svona út. Spurning er hversu lengi það helst svona Vísir/Ernir„Vætutíð hefur leikið það illa,“ segir Ingólfur en farið var í lagfæringar á planinu á ný á mánudagskvöld. Fyrir utan þunga umferð sem jafnan er um bílastæðið verður ástand malarstæðisins enn verra í mikilli úrkomu því vatnselgur sem rennur niður götuna Áland við innkeyrsluna að bráðamóttöku Landspítalans endar að stórum hluta inni á malarplaninu. Fjársvelti Landspítalans er vel þekkt og þar hefur þurft að halda fast í hverja krónu þegar kemur að viðhaldi og framkvæmdum af einhverju tagi. Aðspurður segir Ingólfur það á forræði spítalans að gera úrbætur á planinu þar sem það sé innan lóðar hans. „Það er ekki á framkvæmdaáætlun ársins að malbika það.“ Hann segir að kostnaður við lagfæringar líkt og þær sem farið var í á mánudag sé minniháttar. Þær séu gerðar með eigin vélum og mannskap. Kostnaður við að malbika muni án efa nema tugum milljóna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira