May afþakkar að standa fyrir máli sínu í Evrópuþinginu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 19:11 May hafði sagst í viðræðum um að ávarpa Evrópuþingið. Hún ætlar þess í stað að hitta leiðtoga þess fyrir luktum dyrum. Vísir/AFP Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, neitaði boði forseta Evrópuþingsins um að ávarpa þingheim og gera grein fyrir afstöðu sinni til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. The Guardian greinir frá því að May hafi hafnað því að halda ræðu í þinginu en þess í stað fallist á að hitta leiðtoga þingsins á bak við luktar dyr. Þingið þarf að samþykkja samning á milli Breta og ESB um útgönguna og hafði May áður sagt að hún ætti í viðræðum um að ávarpa þingið. Heimildamaður blaðsins hjá ESB segir að nokkrir leiðtogar Evrópuþingsins hafi orðið fyrir vonbrigðum með framferði May á sama tíma og hún reynir að sannfæra Evrópuþingmenn um að umfangsmikill fríverslunarsamningur á milli Breta og sambandsins sé öllum í hag. „Þetta er enn eitt sjálfsmarkið,“ hefur The Guardian eftir ónafngreindum embættismanni hjá ESB. Talsmaður May segir að hún muni funda með Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, og formönnum stjórnmálahópa þess. Engin dagsetning fyrir þann fund hafi þó verið ákveðin.Brexit er hitamál í Bretlandi. Þessi herramaður sendi þingmönnum tæpitungulaus skilaboð þegar hann mótmælti fyrir utan þinghúsið í dag.Vísir/AFPFundargerð varpar ljósi á pirring fulltrúa ESB í garð samningamanna BretaSamskipti bresku ríkisstjórnarinnar og fulltrúa ESB eru stirð þessa dagana. Hluti af fundargerðum fundar sem samingarnefndir þeirra áttu um útgönguna í júlí var birtur í dag og bendir til þess að þeir síðarnefndu séu pirraðir út í þá fyrrnefndu. Þannig var bókað í fundargerðinni að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi lýst áhyggjum af því stöðugleika og ábyrgð samningamanns Breta, Brexit-ráðherrans David Davis. Þátttaka hans í viðræðunum væri takmörkuð og það gæti teflt árangri þeirra í tvísýnu. Michel Barnier, aðalsamningarmaður sambandsins, sagði einnig að Bretar hefðu ekki tekið þátt í viðræðunum af heilum hug og að þeir hefðu ekki gert skýra grein fyrir afstöðu sinni. Davis var gagnrýndur harðlega fyrir að láta sig hverfa af samningafundi um miðjan júlí eftir aðeins tvær klukkustundir. Brexit Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, neitaði boði forseta Evrópuþingsins um að ávarpa þingheim og gera grein fyrir afstöðu sinni til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. The Guardian greinir frá því að May hafi hafnað því að halda ræðu í þinginu en þess í stað fallist á að hitta leiðtoga þingsins á bak við luktar dyr. Þingið þarf að samþykkja samning á milli Breta og ESB um útgönguna og hafði May áður sagt að hún ætti í viðræðum um að ávarpa þingið. Heimildamaður blaðsins hjá ESB segir að nokkrir leiðtogar Evrópuþingsins hafi orðið fyrir vonbrigðum með framferði May á sama tíma og hún reynir að sannfæra Evrópuþingmenn um að umfangsmikill fríverslunarsamningur á milli Breta og sambandsins sé öllum í hag. „Þetta er enn eitt sjálfsmarkið,“ hefur The Guardian eftir ónafngreindum embættismanni hjá ESB. Talsmaður May segir að hún muni funda með Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, og formönnum stjórnmálahópa þess. Engin dagsetning fyrir þann fund hafi þó verið ákveðin.Brexit er hitamál í Bretlandi. Þessi herramaður sendi þingmönnum tæpitungulaus skilaboð þegar hann mótmælti fyrir utan þinghúsið í dag.Vísir/AFPFundargerð varpar ljósi á pirring fulltrúa ESB í garð samningamanna BretaSamskipti bresku ríkisstjórnarinnar og fulltrúa ESB eru stirð þessa dagana. Hluti af fundargerðum fundar sem samingarnefndir þeirra áttu um útgönguna í júlí var birtur í dag og bendir til þess að þeir síðarnefndu séu pirraðir út í þá fyrrnefndu. Þannig var bókað í fundargerðinni að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi lýst áhyggjum af því stöðugleika og ábyrgð samningamanns Breta, Brexit-ráðherrans David Davis. Þátttaka hans í viðræðunum væri takmörkuð og það gæti teflt árangri þeirra í tvísýnu. Michel Barnier, aðalsamningarmaður sambandsins, sagði einnig að Bretar hefðu ekki tekið þátt í viðræðunum af heilum hug og að þeir hefðu ekki gert skýra grein fyrir afstöðu sinni. Davis var gagnrýndur harðlega fyrir að láta sig hverfa af samningafundi um miðjan júlí eftir aðeins tvær klukkustundir.
Brexit Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira