Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2017 08:49 Myndin sýnir Irmu á Atlantshafinu. vísir/epa Fellibylurinn Irma er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi samkvæmt mælingum Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Hún varar við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. Þá er því spáð að Jose, veðrakerfið á bakvið Irmu, verði einnig að fellibyl í kvöld. Mesti vindhraði sem Irma hefur náð hingað til er um 300 kílómetrar á klukkustund sem gera um 83 metra á sekúndu. Til samanburðar er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu. Irma hefur nú þegar skollið á ströndum Barbúda í Karíbahafi og farið þar beint yfir. Þá hefur hún einnig farið um við Antigua. Að því er fram kemur í beinni textalýsingu Guardian af bylnum hafa litlar sem engar upplýsingar fengist um tjón eða slys á fólki á eyjunni þar sem hvorki símasamband né rafmagn á eyjunni. Fellibylnum fylgir mikil rigning og hefur verið varað við að úrkoman geti numið 20 til 30 sentímetrum og allt að 50 sentímetrum á sumum svæðum. Irma fer nú vestnorðvestur og verða eyjarnar Anguilla og St Kitts og Nevis næstar á vegi hennar. Bresku og Bandarísku Jómfrúareyjarnar búa sig einnig undir komu Irmu sem og Púertó Ríkó og Bahamaeyjar. Á öllum þessum eyjum er talið að Irma komi til með að valda mjög mikilli eyðileggingu en samkvæmt Saffar-Simpson fellibyljaskalanum lýsir eyðileggingunni sem fylgir 5. stigs fellibyl á þennan veg:Mikill fjöldi heimila mun eyðileggjast þar sem bæði veggir og þök munu falla saman. Fallin tré og fallnar rafmagnslínur munu einangra íbúasvæði og rafmagnsleysi mun vera viðvarandi vikum ef ekki mánuðum saman. Flest allt svæðið þar sem fellibylurinn fer yfir verður óbyggilegt í vikur og jafnvel mánuði.How much damage do Category 5 winds do compared to Category 1 winds? There's a visualization for that (and it's not pretty) pic.twitter.com/GaO3jbp2QE— Brian L Kahn (@blkahn) September 5, 2017 Fellibylurinn Irma Sankti Kitts og Nevis Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Fellibylurinn Irma er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi samkvæmt mælingum Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Hún varar við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. Þá er því spáð að Jose, veðrakerfið á bakvið Irmu, verði einnig að fellibyl í kvöld. Mesti vindhraði sem Irma hefur náð hingað til er um 300 kílómetrar á klukkustund sem gera um 83 metra á sekúndu. Til samanburðar er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu. Irma hefur nú þegar skollið á ströndum Barbúda í Karíbahafi og farið þar beint yfir. Þá hefur hún einnig farið um við Antigua. Að því er fram kemur í beinni textalýsingu Guardian af bylnum hafa litlar sem engar upplýsingar fengist um tjón eða slys á fólki á eyjunni þar sem hvorki símasamband né rafmagn á eyjunni. Fellibylnum fylgir mikil rigning og hefur verið varað við að úrkoman geti numið 20 til 30 sentímetrum og allt að 50 sentímetrum á sumum svæðum. Irma fer nú vestnorðvestur og verða eyjarnar Anguilla og St Kitts og Nevis næstar á vegi hennar. Bresku og Bandarísku Jómfrúareyjarnar búa sig einnig undir komu Irmu sem og Púertó Ríkó og Bahamaeyjar. Á öllum þessum eyjum er talið að Irma komi til með að valda mjög mikilli eyðileggingu en samkvæmt Saffar-Simpson fellibyljaskalanum lýsir eyðileggingunni sem fylgir 5. stigs fellibyl á þennan veg:Mikill fjöldi heimila mun eyðileggjast þar sem bæði veggir og þök munu falla saman. Fallin tré og fallnar rafmagnslínur munu einangra íbúasvæði og rafmagnsleysi mun vera viðvarandi vikum ef ekki mánuðum saman. Flest allt svæðið þar sem fellibylurinn fer yfir verður óbyggilegt í vikur og jafnvel mánuði.How much damage do Category 5 winds do compared to Category 1 winds? There's a visualization for that (and it's not pretty) pic.twitter.com/GaO3jbp2QE— Brian L Kahn (@blkahn) September 5, 2017
Fellibylurinn Irma Sankti Kitts og Nevis Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00
Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59