Hannes Þór: Setjum fulla stefnu á fyrsta sætið Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2017 22:00 Hannes Þór í þjóðsöngvunum. Vísir/Eyþór „Ég er ótrúlega ánægður og þetta var algjört lykilatriði fyrir okkur að koma til baka. Við vorum mjög sárir eftir tapið gegn Finnum og fannst við eiga að gera betur þar og vorum gríðarlega ákveðnir í að gera það hér. Við erum ánægðir með að uppskera,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands í samtali við Vísi eftir sigurinn gegn Úkraínu í kvöld. Íslenska liðið hafði ekki mikinn tíma til að jafna sig eftir tapið í Tampere en Hannes sagði reynsluna í liðinu hafði skipt máli í þeirri vinnu. „Það var stuttur tími, aðeins tveir dagar en við erum reyndir og vitum út á hvað þetta gengur. Það voru haldnir góðir fundir um Úkraínu og maður sá það í augunum á mönnum að menn ætluðu sér að bæta upp fyrir þetta Finnadæmi.“ „Eins og ég upplifi þetta erum við búnir að gera ótrúlega góða hluti og við ætluðum ekki að fara að klúðra því með því að tapa fyrir Finnum og ná svo ekki úrslitum hér í kvöld. Það hefði verið svo mikil sóun,“ bætti Hannes Þór við. Úkraína fékk gott færi í upphafi leiks en þá bjargaði Hannes Þór vel. Gestirnir voru svo hættulegir en ógnuðu helst með langskotum og hættulegum fyrirgjöfum. „Þeir náðu einu þarna mjög óvæntu skoti á nærstöngina snemma leiks. Ég var feginn að ná niður í þann bolta. Síðan náum við að halda þeim frá markinu en þeir voru auðvitað hættulegir. Þeir koma með fyrirgjafir sem við hendum okkur fyrir og svo áttu þeir einhver langskot. Við vörðumst mjög vel og sérstaklega í seinni hálfleik.“ Hannes Þór bætti við að íslenska liðið búi að reynslu undanfarinna ára þegar þeir hafa þurft að halda í úrslit sem þeir eru ánægðir með. „Við erum mjög góðir í að sigla heim úrslitum og sérstaklega ef við erum með tveggja marka forystu. Við höfum lent í því á síðustu árum að þurfa að halda úrslitum og erum virkilega góðir í því. Það er einn af helstu styrkleikum liðsins.“ Eftir úrslit kvöldsins er Íslands á ný komið í seilingarfjarlægð frá toppsætinu og því mikil spenna framundan enda aðeins tvær umferðir eftir í riðlinum. Næsti leikur liðsins er gegn Tyrkjum á útivelli og svo endar Íslands á heimaleik gegn Kósovó. „Þetta voru ánægjuleg úrslit að mínu mati að Króatía skyldi tapa í kvöld. Við setjum bara fulla stefnu á fyrsta sætið. Það er í raun auðveldara að fara þannig í gegnum þetta heldur en í gegnum umspil, að vinna Tyrkland úti og Kósovó heima ef maður horfir á mögulega andstæðinga í umspili. Við gerum auðvitað allt sem við getum til að vinna riðilinn í stað þess að fara í umspil,“ sagði Hannes Þór Halldórsson að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sverrir Ingi: Þetta er ekki eins og að spila með félagsliði Sverrir Ingi Ingason spilaði sinn fyrsta alvöru leik í byrjunarliði Íslands í kvöld og stóð sig afar vel. 5. september 2017 21:39 Tyrkir unnu Króata | Ísland og Króatía jöfn á toppnum Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króatíu í I-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Tyrkir eru því komnir með 14 stig, eins og Úkraína, en fara upp fyrir þá í þriðja sætið á markatölu. 5. september 2017 20:30 Jón Daði: Var verulega æstur í að byrja "Ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það að ég var verulega æstur í að byrja. Ég gat ekki beðið og þegar ég heyrði í gær að ég væri að fara að byrja þá varð ég virkilega spenntur og var það í allan dag. 5. september 2017 21:48 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17 Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður og þetta var algjört lykilatriði fyrir okkur að koma til baka. Við vorum mjög sárir eftir tapið gegn Finnum og fannst við eiga að gera betur þar og vorum gríðarlega ákveðnir í að gera það hér. Við erum ánægðir með að uppskera,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands í samtali við Vísi eftir sigurinn gegn Úkraínu í kvöld. Íslenska liðið hafði ekki mikinn tíma til að jafna sig eftir tapið í Tampere en Hannes sagði reynsluna í liðinu hafði skipt máli í þeirri vinnu. „Það var stuttur tími, aðeins tveir dagar en við erum reyndir og vitum út á hvað þetta gengur. Það voru haldnir góðir fundir um Úkraínu og maður sá það í augunum á mönnum að menn ætluðu sér að bæta upp fyrir þetta Finnadæmi.“ „Eins og ég upplifi þetta erum við búnir að gera ótrúlega góða hluti og við ætluðum ekki að fara að klúðra því með því að tapa fyrir Finnum og ná svo ekki úrslitum hér í kvöld. Það hefði verið svo mikil sóun,“ bætti Hannes Þór við. Úkraína fékk gott færi í upphafi leiks en þá bjargaði Hannes Þór vel. Gestirnir voru svo hættulegir en ógnuðu helst með langskotum og hættulegum fyrirgjöfum. „Þeir náðu einu þarna mjög óvæntu skoti á nærstöngina snemma leiks. Ég var feginn að ná niður í þann bolta. Síðan náum við að halda þeim frá markinu en þeir voru auðvitað hættulegir. Þeir koma með fyrirgjafir sem við hendum okkur fyrir og svo áttu þeir einhver langskot. Við vörðumst mjög vel og sérstaklega í seinni hálfleik.“ Hannes Þór bætti við að íslenska liðið búi að reynslu undanfarinna ára þegar þeir hafa þurft að halda í úrslit sem þeir eru ánægðir með. „Við erum mjög góðir í að sigla heim úrslitum og sérstaklega ef við erum með tveggja marka forystu. Við höfum lent í því á síðustu árum að þurfa að halda úrslitum og erum virkilega góðir í því. Það er einn af helstu styrkleikum liðsins.“ Eftir úrslit kvöldsins er Íslands á ný komið í seilingarfjarlægð frá toppsætinu og því mikil spenna framundan enda aðeins tvær umferðir eftir í riðlinum. Næsti leikur liðsins er gegn Tyrkjum á útivelli og svo endar Íslands á heimaleik gegn Kósovó. „Þetta voru ánægjuleg úrslit að mínu mati að Króatía skyldi tapa í kvöld. Við setjum bara fulla stefnu á fyrsta sætið. Það er í raun auðveldara að fara þannig í gegnum þetta heldur en í gegnum umspil, að vinna Tyrkland úti og Kósovó heima ef maður horfir á mögulega andstæðinga í umspili. Við gerum auðvitað allt sem við getum til að vinna riðilinn í stað þess að fara í umspil,“ sagði Hannes Þór Halldórsson að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sverrir Ingi: Þetta er ekki eins og að spila með félagsliði Sverrir Ingi Ingason spilaði sinn fyrsta alvöru leik í byrjunarliði Íslands í kvöld og stóð sig afar vel. 5. september 2017 21:39 Tyrkir unnu Króata | Ísland og Króatía jöfn á toppnum Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króatíu í I-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Tyrkir eru því komnir með 14 stig, eins og Úkraína, en fara upp fyrir þá í þriðja sætið á markatölu. 5. september 2017 20:30 Jón Daði: Var verulega æstur í að byrja "Ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það að ég var verulega æstur í að byrja. Ég gat ekki beðið og þegar ég heyrði í gær að ég væri að fara að byrja þá varð ég virkilega spenntur og var það í allan dag. 5. september 2017 21:48 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17 Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Sjá meira
Sverrir Ingi: Þetta er ekki eins og að spila með félagsliði Sverrir Ingi Ingason spilaði sinn fyrsta alvöru leik í byrjunarliði Íslands í kvöld og stóð sig afar vel. 5. september 2017 21:39
Tyrkir unnu Króata | Ísland og Króatía jöfn á toppnum Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króatíu í I-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Tyrkir eru því komnir með 14 stig, eins og Úkraína, en fara upp fyrir þá í þriðja sætið á markatölu. 5. september 2017 20:30
Jón Daði: Var verulega æstur í að byrja "Ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það að ég var verulega æstur í að byrja. Ég gat ekki beðið og þegar ég heyrði í gær að ég væri að fara að byrja þá varð ég virkilega spenntur og var það í allan dag. 5. september 2017 21:48
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30
Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn