Jón Daði: Var verulega æstur í að byrja Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2017 21:48 Jón Daði í baráttunni í kvöld.. Vísir/Anton Brink „Ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það að ég var verulega æstur í að byrja. Ég gat ekki beðið og þegar ég heyrði í gær að ég væri að fara að byrja þá varð ég virkilega spenntur og var það í allan dag. Það er frábært að vera kominn aftur í byrjunarliðið og hvað þá í sigurleik,“ sagði Jón Daði Böðvarsson framherji Íslands í samtali við Vísi eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. Jón Daði byrjaði á bekknum gegn Finnum en kom inn í byrjunarliðið í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik, þar sem íslenska liðið hafði átt í nokkrum vandræðum sóknarlega, fór allt á flug í síðari hálfleik sem var magnaður af hálfu strákanna okkar. „Við fórum inn í hálfleik og vissum að við værum enn inni í leiknum. Við vorum staðráðnir í því að pressa enn meira á þá í síðari hálfleik. Við náum svo þessu marki og þurfum þá að passa okkur á að vera ekki of varkárir og detta of langt niður heldur pressa á þá og það skilaði öðru marki.“ „1-0 er aldrei nægjanleg forysta. Að ná öðru markinu tók pressuna af okkur og svo náðum við að stjórna leiknum alveg til loka,“ bætti Jón Daði við. Jón Daði átti fínan leik og var gríðarlega vinnusamur í fremstu víglínu. Hann lét varnarmenn Úkraínu aldrei í friði og hélt uppi stöðugri pressu. Hann var sáttur með eigin frammistöðu. „Ég er nokkuð sáttur. Það var mikilvægt að vera grimmur og pressa vel á varnarmennina þeirra og gefa miðjumönnunum okkar tækifæri til að anda aðeins. Gylfi var líka öflugur í pressunni með mér þarna frammi og hann hleypur auðvitað endalaust ásamt því að skora svo fyrir okkur.“ Jón Daði var tekinn af velli á 67.mínútu en hefði þó alveg verið til í að spila lengur. „Ég sagði nú við Heimi að ég gæti alveg spilað lengur. Það var kannski skynsamlegt að taka mig út og fá ferska fætur inn,“ sagði Jón Daði brosandi. Riðill Íslands er nú galopinn eftir að Tyrkir unnu sigur á Króatíu. Jón Daði sagði spennandi leiki framundan. „Það er frábært að koma til baka og sigra eftir dapran leik í Finnlandi. Það heldur þessu opnu enn og þetta er virkilega öflugur riðill, mjög spennandi og það eru bara úrslitaleikir eftir,“ sagði Selfyssingurinn knái, Jón Daði Böðvarsson að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Sjáðu mörkin hans Gylfa í sigri Íslands á Úkraínu Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld 5. september 2017 21:37 Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
„Ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það að ég var verulega æstur í að byrja. Ég gat ekki beðið og þegar ég heyrði í gær að ég væri að fara að byrja þá varð ég virkilega spenntur og var það í allan dag. Það er frábært að vera kominn aftur í byrjunarliðið og hvað þá í sigurleik,“ sagði Jón Daði Böðvarsson framherji Íslands í samtali við Vísi eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. Jón Daði byrjaði á bekknum gegn Finnum en kom inn í byrjunarliðið í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik, þar sem íslenska liðið hafði átt í nokkrum vandræðum sóknarlega, fór allt á flug í síðari hálfleik sem var magnaður af hálfu strákanna okkar. „Við fórum inn í hálfleik og vissum að við værum enn inni í leiknum. Við vorum staðráðnir í því að pressa enn meira á þá í síðari hálfleik. Við náum svo þessu marki og þurfum þá að passa okkur á að vera ekki of varkárir og detta of langt niður heldur pressa á þá og það skilaði öðru marki.“ „1-0 er aldrei nægjanleg forysta. Að ná öðru markinu tók pressuna af okkur og svo náðum við að stjórna leiknum alveg til loka,“ bætti Jón Daði við. Jón Daði átti fínan leik og var gríðarlega vinnusamur í fremstu víglínu. Hann lét varnarmenn Úkraínu aldrei í friði og hélt uppi stöðugri pressu. Hann var sáttur með eigin frammistöðu. „Ég er nokkuð sáttur. Það var mikilvægt að vera grimmur og pressa vel á varnarmennina þeirra og gefa miðjumönnunum okkar tækifæri til að anda aðeins. Gylfi var líka öflugur í pressunni með mér þarna frammi og hann hleypur auðvitað endalaust ásamt því að skora svo fyrir okkur.“ Jón Daði var tekinn af velli á 67.mínútu en hefði þó alveg verið til í að spila lengur. „Ég sagði nú við Heimi að ég gæti alveg spilað lengur. Það var kannski skynsamlegt að taka mig út og fá ferska fætur inn,“ sagði Jón Daði brosandi. Riðill Íslands er nú galopinn eftir að Tyrkir unnu sigur á Króatíu. Jón Daði sagði spennandi leiki framundan. „Það er frábært að koma til baka og sigra eftir dapran leik í Finnlandi. Það heldur þessu opnu enn og þetta er virkilega öflugur riðill, mjög spennandi og það eru bara úrslitaleikir eftir,“ sagði Selfyssingurinn knái, Jón Daði Böðvarsson að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Sjáðu mörkin hans Gylfa í sigri Íslands á Úkraínu Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld 5. september 2017 21:37 Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38
Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30
Sjáðu mörkin hans Gylfa í sigri Íslands á Úkraínu Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld 5. september 2017 21:37
Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17