Hvar er best að búa? 270 fermetra hús á 33 milljónir í Kanada Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2017 12:30 Sveinbjörn og Kristín hafa það gott í Kanada. „Við erum hamingjusamari hér en á Íslandi, allavega ég,” segir Sveinbjörn Árnason en hann flutti ásamt eiginkonu sinni Kristínu Hörpu Katrínardóttur og syni þeirra til Halifax í Kanada árið 2010. Þau stóðu þá á tímamótum, Kristínu langaði í nám og þau ákváðu að flytja úr landi. Fjölskyldan er heimsótt í þáttaröðinni Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þau hafa nú búið í Halifax í sjö ár, hafa komið sér vel fyrir og eru ekki á leiðinni heim aftur. Þegar þau voru heimsótt í byrjun árs höfðu þau þegar sótt um ríkisborgararétt og biðu eftir honum. Þau búa í 270 fermetra húsi á 3 hæðum sem þau tóku á kaupleigu og hyggjast kaupa húsið þegar þau eru orðin kanadískir ríkisborgarar en fyrr geta þau ekki tekið húsnæðislán. “Við vorum neydd til að lifa hér án þess að geta farið og fengið yfirdrátt eða lán. Sem hefur kennt okkur að eiga fyrir hlutunum,” segir Sveinbjörn. En fasteignaverð og lánskjör eru umtalsvert önnur í Halifax en í höfuðborg Íslands. Húsið sem þau búa í er metið á um 450 þúsund kanadíska dollara, sem jafngilti við vinnslu þáttarins um 33 milljónum kr. ísl. Það er hins vegar til marks um óstöðugleika krónunnar að í dag jafngildir sú upphæð tæplega 38 millj. kr. Þau reiknuðu með að geta borgað út 20% af andvirði hússins og hyggjast taka um 26 millj. kr. að láni. Af þeim væru þau að borga u.þ.b. 110.000 kr. íslenskar á mánuði. “Og þú sérð höfuðstólinn lækka í hverjum mánuði,” segir hann og bætir við: “Ég hef aldrei heyrt neinn segja neitt slæmt um bankann sinn eða bílalánið sitt, það er ekki til hérna.” Kristín Harpa og Svenni eru meðal þeirra Íslendinga sem rætt er við í þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?” Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja Íslendinga sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Sjötti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld kl. 19:45. Lokaþátturinn verður eftir viku en þá skyggnumst við inn í líf fimm manna fjölskyldu sem flutti til Kanarí. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson. Hvar er best að búa? Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
„Við erum hamingjusamari hér en á Íslandi, allavega ég,” segir Sveinbjörn Árnason en hann flutti ásamt eiginkonu sinni Kristínu Hörpu Katrínardóttur og syni þeirra til Halifax í Kanada árið 2010. Þau stóðu þá á tímamótum, Kristínu langaði í nám og þau ákváðu að flytja úr landi. Fjölskyldan er heimsótt í þáttaröðinni Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þau hafa nú búið í Halifax í sjö ár, hafa komið sér vel fyrir og eru ekki á leiðinni heim aftur. Þegar þau voru heimsótt í byrjun árs höfðu þau þegar sótt um ríkisborgararétt og biðu eftir honum. Þau búa í 270 fermetra húsi á 3 hæðum sem þau tóku á kaupleigu og hyggjast kaupa húsið þegar þau eru orðin kanadískir ríkisborgarar en fyrr geta þau ekki tekið húsnæðislán. “Við vorum neydd til að lifa hér án þess að geta farið og fengið yfirdrátt eða lán. Sem hefur kennt okkur að eiga fyrir hlutunum,” segir Sveinbjörn. En fasteignaverð og lánskjör eru umtalsvert önnur í Halifax en í höfuðborg Íslands. Húsið sem þau búa í er metið á um 450 þúsund kanadíska dollara, sem jafngilti við vinnslu þáttarins um 33 milljónum kr. ísl. Það er hins vegar til marks um óstöðugleika krónunnar að í dag jafngildir sú upphæð tæplega 38 millj. kr. Þau reiknuðu með að geta borgað út 20% af andvirði hússins og hyggjast taka um 26 millj. kr. að láni. Af þeim væru þau að borga u.þ.b. 110.000 kr. íslenskar á mánuði. “Og þú sérð höfuðstólinn lækka í hverjum mánuði,” segir hann og bætir við: “Ég hef aldrei heyrt neinn segja neitt slæmt um bankann sinn eða bílalánið sitt, það er ekki til hérna.” Kristín Harpa og Svenni eru meðal þeirra Íslendinga sem rætt er við í þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?” Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja Íslendinga sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Sjötti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld kl. 19:45. Lokaþátturinn verður eftir viku en þá skyggnumst við inn í líf fimm manna fjölskyldu sem flutti til Kanarí. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.
Hvar er best að búa? Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“