Umhverfisstofnun Trump réðst á blaðamann vegna fréttar um áhrif Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2017 23:29 EPA hefur útnefnt 41 svæði í Texas sem stofnunin telur sérlega menguð. Flóðavatn liggur enn yfir þrettán þeirra eftir Harvey. Vísir/Getty Blaðamaður AP-fréttastofunnar sætti persónuárásum í tilkynningu sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna sendi frá sér á sunnudag. Engu að síður gerði stofnunin engar efnislegar athugasemdir við frétt hans um flóð á menguðum svæðum í Texas. Frétt blaðamannsins Michael Biesecker og félaga hans Jason Dearen um hvernig vatn hefði flætt yfir nokkur menguð svæði í Texas af völdum fellibylsins Harvey birtist hjá AP-fréttastofunni á laugardag. Í henni kom fram að starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar (EPA) hefðu ekki komið á staðinn til að kanna ástand nokkurra svæða sem stofnunin hefur skilgreint sem sérstaklega menguð. Hætta er talin á að eiturefni berist með flóðvatninu þaðan.Sögðu blaðamanninn hafa skrifað í „þægindum í Washington“EPA brást illa við fréttinni og réðst persónulega að Biesecker í tilkynningu sem hún sendi frá sér í gær en það þykir sérlega óvenjulegt. Í henni sakaði stofnunin Biesecker um að hafa skrifað „ótrúlega misvísandi frétt um menguð svæði sem eru undir vatni“. „Þrátt fyrir að hann skrifi í þægindum í Washington-borg, er Biesecker svo ósvífinn að gefa í skyn að stofnanir séu ekki að bregðast við hörmulegum áhrifum fellibylsins Harvey. Þetta er ekki aðeins ónákvæmt heldur skapar þetta óðagot og blandar pólitík inn í erfið störf neyðarstarfsmanna sem eru í raun á svæðunum sem hafa orðið illa úti,“ sagði ennfremur í tilkynningunni. Merking fréttarinnar bar engu að síður með sér að annar blaðamannanna hefði verið á staðnum í Texas. AP-fréttastofan svaraði tilkynningu EPA í gærkvöldi og staðfesti að fréttin hefði meðal annars byggt á heimildavinnu blaðamanns sem hefði skoðað menguðu svæðin. Mótmælti fréttastofan aðdróttunum EPA og sagðist standa við frétt blaðamannanna tveggja. Í raun heimsóttu fréttamenn AP sjö svæði sem EPA hefur skilgreind sem sérlega menguð á bátum, bílum og fótgangandi. Á sama tíma viðurkenndi EPA að stofnunin hefði ekki getað sent fólk beint á staðinn. Hún hafði aðeins gert athuganir úr lofti á svæðunum.Visit the Highlands Acid Pit, a contaminated Superfund site that #Harvey left underwater, in a #360video. Our story: https://t.co/RIMLiJvBNm pic.twitter.com/hAf1NaMJZH— The Associated Press (@AP) September 2, 2017 Enginn vildi gangast við tilkynningunni Talsmenn EPA vildu ekki svara því hver hefði samið hana þegar dagblaðið Politico gekk á eftir því. Tilkynningin var send út ómerkt að nær öllu leyti. Þrátt fyrir þung orð í garð blaðamannsins benti EPA ekki á neinar rangfærslur í frétt hans. AP hefur ekki birt neina leiðréttingu við frétt sína. Engu að síður beindi stofnunin spjótum sínum enn frekar að Biesecker í tilkynningunni. Fullyrti hún að blaðamaðurinn „ætti sér sögu um að láta staðreyndir ekki þvælast fyrir í fréttum“. Stofnunin vísaði ennfremur í blogg af öfgahægrisíðunni Breitbart sem Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Donalds Trump forseta, rekur. Viðbrögð EPA við frétt AP þykja í anda Trump sem hefur ítrekað sakað fjölmiðla um að flytja gervifréttir, oft og tíðum ranglega. Sjálfur notaði Trump aðra heimsókn sína til Texas eftir að Harvey gekk þar yfir til að gagnrýna fjölmiðla. Þannig lofaði hann bandarísku strandgæslunnar fyrir að fljúga í veðurofsa sem „fjölmiðlar myndu aldrei hætta sér út nema að það væri fyrir sérstaklega góða frétt“. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Blaðamaður AP-fréttastofunnar sætti persónuárásum í tilkynningu sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna sendi frá sér á sunnudag. Engu að síður gerði stofnunin engar efnislegar athugasemdir við frétt hans um flóð á menguðum svæðum í Texas. Frétt blaðamannsins Michael Biesecker og félaga hans Jason Dearen um hvernig vatn hefði flætt yfir nokkur menguð svæði í Texas af völdum fellibylsins Harvey birtist hjá AP-fréttastofunni á laugardag. Í henni kom fram að starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar (EPA) hefðu ekki komið á staðinn til að kanna ástand nokkurra svæða sem stofnunin hefur skilgreint sem sérstaklega menguð. Hætta er talin á að eiturefni berist með flóðvatninu þaðan.Sögðu blaðamanninn hafa skrifað í „þægindum í Washington“EPA brást illa við fréttinni og réðst persónulega að Biesecker í tilkynningu sem hún sendi frá sér í gær en það þykir sérlega óvenjulegt. Í henni sakaði stofnunin Biesecker um að hafa skrifað „ótrúlega misvísandi frétt um menguð svæði sem eru undir vatni“. „Þrátt fyrir að hann skrifi í þægindum í Washington-borg, er Biesecker svo ósvífinn að gefa í skyn að stofnanir séu ekki að bregðast við hörmulegum áhrifum fellibylsins Harvey. Þetta er ekki aðeins ónákvæmt heldur skapar þetta óðagot og blandar pólitík inn í erfið störf neyðarstarfsmanna sem eru í raun á svæðunum sem hafa orðið illa úti,“ sagði ennfremur í tilkynningunni. Merking fréttarinnar bar engu að síður með sér að annar blaðamannanna hefði verið á staðnum í Texas. AP-fréttastofan svaraði tilkynningu EPA í gærkvöldi og staðfesti að fréttin hefði meðal annars byggt á heimildavinnu blaðamanns sem hefði skoðað menguðu svæðin. Mótmælti fréttastofan aðdróttunum EPA og sagðist standa við frétt blaðamannanna tveggja. Í raun heimsóttu fréttamenn AP sjö svæði sem EPA hefur skilgreind sem sérlega menguð á bátum, bílum og fótgangandi. Á sama tíma viðurkenndi EPA að stofnunin hefði ekki getað sent fólk beint á staðinn. Hún hafði aðeins gert athuganir úr lofti á svæðunum.Visit the Highlands Acid Pit, a contaminated Superfund site that #Harvey left underwater, in a #360video. Our story: https://t.co/RIMLiJvBNm pic.twitter.com/hAf1NaMJZH— The Associated Press (@AP) September 2, 2017 Enginn vildi gangast við tilkynningunni Talsmenn EPA vildu ekki svara því hver hefði samið hana þegar dagblaðið Politico gekk á eftir því. Tilkynningin var send út ómerkt að nær öllu leyti. Þrátt fyrir þung orð í garð blaðamannsins benti EPA ekki á neinar rangfærslur í frétt hans. AP hefur ekki birt neina leiðréttingu við frétt sína. Engu að síður beindi stofnunin spjótum sínum enn frekar að Biesecker í tilkynningunni. Fullyrti hún að blaðamaðurinn „ætti sér sögu um að láta staðreyndir ekki þvælast fyrir í fréttum“. Stofnunin vísaði ennfremur í blogg af öfgahægrisíðunni Breitbart sem Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Donalds Trump forseta, rekur. Viðbrögð EPA við frétt AP þykja í anda Trump sem hefur ítrekað sakað fjölmiðla um að flytja gervifréttir, oft og tíðum ranglega. Sjálfur notaði Trump aðra heimsókn sína til Texas eftir að Harvey gekk þar yfir til að gagnrýna fjölmiðla. Þannig lofaði hann bandarísku strandgæslunnar fyrir að fljúga í veðurofsa sem „fjölmiðlar myndu aldrei hætta sér út nema að það væri fyrir sérstaklega góða frétt“.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43
Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43