Vill að aðkoma íslenska ríkisins að starfsemi United Silicon verði rannsökuð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar vill að aðkoma íslenska ríkisins að starfsemi kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verði rannsökuð. Beðið er meðal annars um upplýsingar varðandi kostnað sem íslenska ríkið hefur lagt í verkefnið og forsendur fyrir umhverfismati. Þegar þing hefst að nýju mun Hanna Katrín Friðriksson leggja fram beiðni um að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluathugun á aðdraganda þess að United Silicon fékk starfsleyfi sitt og hvernig eftirfylgni hefur verð háttað. Beiðnin er þríþætt. Í fyrsta lagi hvaða ríkisstyrki fyrirtækið hefur fengið í formi skattaívilnana en fyrir þremur árum komst eftirlitsstofnun EFTA að þeirri niðurstöðu að ívilnunarsamningar við fyrirtækið fælu í sér rekstraraðstoð en ekki fjárfestingaaðstoð og gengu því gegn EES samningnum. „Ég veit hreinlega ekki hvar málið er statt varðandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda þar að lútandi. Þetta eru gríðarlegir fjármunir sem um ræðir. Það er ekki gott að fara á svig við reglur og skekkja samkeppnisstöðuna. Svo ívilnum við aðilum - sem takast ekki betur til en þetta með verkefni sín," segir Hanna Katrín. Í öðru lagi verði kannað hvaða forsendur lágu að baki umhverfismati. „Hver sé munurinn á forsendum og raunveruleikanum. Og af hverju er sá munur því hann er klárlega til staðar.“ Og í þriðja lagi hvernig eftirliti er háttað og hvort ákveðið sé fyrirfram hve lengi aðilar fái að njóta vafans er upp koma vandamál enda bíði enn stærri verkefni á hliðarlínunni. „Við þurfum eitt skipti fyrir öll að vita hvort við erum að standa nægilega vel að þessum málum. Hvort mögulega einhverjir hagsmunir séu að ráða ferð, sem eru ekki hagsmunir almennings eða náttúrunnar. Við þurfum að vita hvort stjórnvöld séu afvegaleidd og hvað gerir að verkum að þessi staða er komin upp núna. Við getum ekki haldið áfram á þessari braut.“ Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Forstjóri United Silicon segir það undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. 2. september 2017 13:46 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar vill að aðkoma íslenska ríkisins að starfsemi kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verði rannsökuð. Beðið er meðal annars um upplýsingar varðandi kostnað sem íslenska ríkið hefur lagt í verkefnið og forsendur fyrir umhverfismati. Þegar þing hefst að nýju mun Hanna Katrín Friðriksson leggja fram beiðni um að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluathugun á aðdraganda þess að United Silicon fékk starfsleyfi sitt og hvernig eftirfylgni hefur verð háttað. Beiðnin er þríþætt. Í fyrsta lagi hvaða ríkisstyrki fyrirtækið hefur fengið í formi skattaívilnana en fyrir þremur árum komst eftirlitsstofnun EFTA að þeirri niðurstöðu að ívilnunarsamningar við fyrirtækið fælu í sér rekstraraðstoð en ekki fjárfestingaaðstoð og gengu því gegn EES samningnum. „Ég veit hreinlega ekki hvar málið er statt varðandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda þar að lútandi. Þetta eru gríðarlegir fjármunir sem um ræðir. Það er ekki gott að fara á svig við reglur og skekkja samkeppnisstöðuna. Svo ívilnum við aðilum - sem takast ekki betur til en þetta með verkefni sín," segir Hanna Katrín. Í öðru lagi verði kannað hvaða forsendur lágu að baki umhverfismati. „Hver sé munurinn á forsendum og raunveruleikanum. Og af hverju er sá munur því hann er klárlega til staðar.“ Og í þriðja lagi hvernig eftirliti er háttað og hvort ákveðið sé fyrirfram hve lengi aðilar fái að njóta vafans er upp koma vandamál enda bíði enn stærri verkefni á hliðarlínunni. „Við þurfum eitt skipti fyrir öll að vita hvort við erum að standa nægilega vel að þessum málum. Hvort mögulega einhverjir hagsmunir séu að ráða ferð, sem eru ekki hagsmunir almennings eða náttúrunnar. Við þurfum að vita hvort stjórnvöld séu afvegaleidd og hvað gerir að verkum að þessi staða er komin upp núna. Við getum ekki haldið áfram á þessari braut.“
Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Forstjóri United Silicon segir það undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. 2. september 2017 13:46 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25
Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Forstjóri United Silicon segir það undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. 2. september 2017 13:46
Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06